Aukaspurning eitt:
Hvað nefndist skipið á myndinni hér að ofan, þá myndin var tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða hafnarborg stendur við ósa fljótsins Mersey á Englandi?
2. Frá hvaða landi var Nóbelshöfundurinn Samuel Beckett?
3. Á hvaða tungumáli skrifaði hann flest þekktustu leikrit sín?
4. Í hvaða landi voru bílarnir Kia og Hyundai upphaflega framleiddir?
5. Ada Hegerberg er ein fremsta fótboltakona heims um þessar og spilar sem slík á Evrópumótinu á Englandi. Fyrir hvaða land keppir hún?
6. Í hvaða landi er áin Po?
7. Hvar voru flestar útisenur Netflix-seríunnar Kötlu teknar upp?
8. Hvaða starfi hafa þær Auður Auðuns og Steinunn Valdís Óskarsdóttir báðar gegnt?
9. Fyrir hvað var Thomas Edison þekktur?
10. Frá Miðbæ Reykjavíkur liggja götur sem vísa til allra fjögurra höfuðáttanna. Hvað heita göturnar fjórar? Hafa þarf allar hárréttar til að fá stig.
***
Seinni aukaspurning:
Hvað hét þessi rithöfundur?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Liverpool.
2. Írlandi.
3. Frönsku.
4. Suður-Kóreu.
5. Noreg.
6. Ítalíu.
7. Vík í Mýrdal.
8. Borgarstjóri í Reykjavík.
9. Uppfinningar.
10. Vesturgata, Suðurgata, Austurstræti, Norðurstígur.
***
Svör við aukaspurningum:
Togarinn á efri myndinni nefndist Guðbjörg meðan hún var gul.
Rithöfundurinn nefndist Jules Verne.
Athugasemdir