Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brynjar hitti utanríkisráðherra Namibíu: Engin framsalsbeiðni enn borist í Samherjamáli

Namib­ísk yf­ir­völd hafa lýst yf­ir vilja til að fá þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja fram­selda til lands­ins. Namib­íski ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur rætt mál­ið við þrjá ís­lenska ráð­herra á fund­um. Til­raun­ir til að fá starfs­menn Sam­herja fram­selda virð­ast ekki eiga sér stoð í ís­lensk­um lög­um og hef­ur vara­rík­is­sak­sókn­ari sagt að þetta sé al­veg skýrt.

Brynjar hitti utanríkisráðherra Namibíu: Engin framsalsbeiðni enn borist í Samherjamáli
Brynjar fundaði í stað Jóns Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem ítrekað hefur tjáð sig með gagnrýnum hætti um einstaka anga Samherjamálsins í Namibíu, fundaði með utanríkisráðherranum, Netumbo Nandi-Ndaitwah, í gær.

Engin formleg framsalsbeiðni hefur enn borist frá namibískum yfirvöldum varðandi mögulegt framsal á íslenskum ríkisborgurum sem grunaðir eru um lögbrot í Samherjamálinu í Namibíu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við spurningum Stundarinnar um fund sem utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, sat með aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, Brynjari Níelssyni í gær.  Ástæða þess að Brynjar sat fundinn með namibíska ráðherranum en ekki dómsmálaráðherra sjálfur, Jón Gunnarsson, mun hafa verið sú að fundurinn var skipulagður með skömmum fyrirvara og ráðherrann var í önnum í störfum sínum.

Eins og Stundin sagði frá í gær virðist fundurinn með dómsmálaráðherra, eða staðgengli hans í þessu tilfelli, hafa verið ákveðinn í gær á fundi namibíska utanríkisráðherrans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Vegna þessa voru engin formleg, fyrirfram ákveðin fundarefni á þessum fundi Brynjars Níelssonar og Netumbo Nandi-Ndaitwah. Stundin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞJ
    Þorsteinn Jóhannesson skrifaði
    Þá er Brynjar búinn að vinna það verk sem að hann var ráðinn til og getur farið að hvíla sig.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Það að Brynjar fundi með ráðherranum um framsalsmálið, að teknu tilliti til ummæla hans, er enn ein skrautfjöðurin í hatt ríkistjórnar Kötu.
    Sennilega eru þeir Jón og Brynjar einmitt í dómsmálaráðuneytinu til taka á sig skítinn og verja Samherja.
    5
    • Siggi Rey skrifaði
      Maður spyr sig og ekki að ástæðulausu, er eitthvað að marka það sem kemur frá þessum haug Brynjari.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár