Engin formleg framsalsbeiðni hefur enn borist frá namibískum yfirvöldum varðandi mögulegt framsal á íslenskum ríkisborgurum sem grunaðir eru um lögbrot í Samherjamálinu í Namibíu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við spurningum Stundarinnar um fund sem utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, sat með aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, Brynjari Níelssyni í gær. Ástæða þess að Brynjar sat fundinn með namibíska ráðherranum en ekki dómsmálaráðherra sjálfur, Jón Gunnarsson, mun hafa verið sú að fundurinn var skipulagður með skömmum fyrirvara og ráðherrann var í önnum í störfum sínum.
Eins og Stundin sagði frá í gær virðist fundurinn með dómsmálaráðherra, eða staðgengli hans í þessu tilfelli, hafa verið ákveðinn í gær á fundi namibíska utanríkisráðherrans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Vegna þessa voru engin formleg, fyrirfram ákveðin fundarefni á þessum fundi Brynjars Níelssonar og Netumbo Nandi-Ndaitwah. Stundin …
Sennilega eru þeir Jón og Brynjar einmitt í dómsmálaráðuneytinu til taka á sig skítinn og verja Samherja.