Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Þetta eru 18 helstu breyt­ing­arn­ar í borg­inni sam­kvæmt nýj­um meiri­hluta­sátt­mála.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Frítt verður í Strætó og í sund fyrir börn á grunnskólaaldri, samkvæmt meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur boðað 18 „fyrstu breytingar“ í borginni. Meðal breytinganna er að gerð verður tilraun með miðnæturopnun í sundi. Þá verður farið í úthlutun lóða í Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Hlíðarenda, Gufunesi og á Ártúnshöfða.

Eftirfarandi eru forgangsatriði meirihlutans eins og þau birtast í meirihlutasáttmálanum.

„Fyrstu breytingar“ í Reykjavík

  1.  Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.
  2.  Við viljum efna til samkeppni um skipulag Keldnalands og Keldnaholts og flýta þannig uppbyggingu svæðanna með tilkomu Borgarlínu.
  3.  Við ætlum að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar.
  4.  Við ætlum að beita okkur fyrir gerð húsnæðissáttmála ríkis og sveitarfélaga.
  5. Við ætlum að hækka frístundastyrk upp í 75 þúsund krónur frá 1. janúar 2023.
  6. Við ætlum að hafa ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
  7.  Við ætlum að hafa ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.
  8.  Við ætlum að koma á næturstrætó. 
  9. Við ætlum að gera tilraun með miðnæturopnun í einni sundlaug, einu sinni í viku.
  10. Við ætlum að setja viðhaldsátak í leik-, grunn og frístundahúsnæði borgarinnar í forgang og flýta verkefnum eins og kostur er.
  11. Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags.
  12. Við ætlum að setja á fót skaðaminnkandi úrræði fyrir unga karlmenn.
  13.  Við ætlum að stofna framkvæmdanefnd um þjóðarhöll og aðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal í samvinnu við ríkið.
  14. Við ætlum að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um miðstöð jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.
  15. Við ætlum að efna til samkeppni um Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti.
  16. Við viljum ná samstöðu um að stofna áfangastaða- og markaðsstofu ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að efla ferðaþjónustu á svæðinu.
  17.  Við ætlum að hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi.
  18.  Við ætlum að efna til samtals við alla borgarfulltrúa um bættan starfsanda og fjölskylduvæna borgarstjórn.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hefur stefna fyrri meirihluta um úthlutun lóða til óhagnaðardrifinna leigufélaga nú verið lögð til hliðar? Tekur nú óheft frjálshyggja aftur við á leigumarkaðnum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár