Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Þetta eru 18 helstu breyt­ing­arn­ar í borg­inni sam­kvæmt nýj­um meiri­hluta­sátt­mála.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Frítt verður í Strætó og í sund fyrir börn á grunnskólaaldri, samkvæmt meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur boðað 18 „fyrstu breytingar“ í borginni. Meðal breytinganna er að gerð verður tilraun með miðnæturopnun í sundi. Þá verður farið í úthlutun lóða í Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Hlíðarenda, Gufunesi og á Ártúnshöfða.

Eftirfarandi eru forgangsatriði meirihlutans eins og þau birtast í meirihlutasáttmálanum.

„Fyrstu breytingar“ í Reykjavík

  1.  Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.
  2.  Við viljum efna til samkeppni um skipulag Keldnalands og Keldnaholts og flýta þannig uppbyggingu svæðanna með tilkomu Borgarlínu.
  3.  Við ætlum að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar.
  4.  Við ætlum að beita okkur fyrir gerð húsnæðissáttmála ríkis og sveitarfélaga.
  5. Við ætlum að hækka frístundastyrk upp í 75 þúsund krónur frá 1. janúar 2023.
  6. Við ætlum að hafa ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
  7.  Við ætlum að hafa ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.
  8.  Við ætlum að koma á næturstrætó. 
  9. Við ætlum að gera tilraun með miðnæturopnun í einni sundlaug, einu sinni í viku.
  10. Við ætlum að setja viðhaldsátak í leik-, grunn og frístundahúsnæði borgarinnar í forgang og flýta verkefnum eins og kostur er.
  11. Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags.
  12. Við ætlum að setja á fót skaðaminnkandi úrræði fyrir unga karlmenn.
  13.  Við ætlum að stofna framkvæmdanefnd um þjóðarhöll og aðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal í samvinnu við ríkið.
  14. Við ætlum að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um miðstöð jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.
  15. Við ætlum að efna til samkeppni um Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti.
  16. Við viljum ná samstöðu um að stofna áfangastaða- og markaðsstofu ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að efla ferðaþjónustu á svæðinu.
  17.  Við ætlum að hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi.
  18.  Við ætlum að efna til samtals við alla borgarfulltrúa um bættan starfsanda og fjölskylduvæna borgarstjórn.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hefur stefna fyrri meirihluta um úthlutun lóða til óhagnaðardrifinna leigufélaga nú verið lögð til hliðar? Tekur nú óheft frjálshyggja aftur við á leigumarkaðnum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár