Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Þetta eru 18 helstu breyt­ing­arn­ar í borg­inni sam­kvæmt nýj­um meiri­hluta­sátt­mála.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Frítt verður í Strætó og í sund fyrir börn á grunnskólaaldri, samkvæmt meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur boðað 18 „fyrstu breytingar“ í borginni. Meðal breytinganna er að gerð verður tilraun með miðnæturopnun í sundi. Þá verður farið í úthlutun lóða í Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Hlíðarenda, Gufunesi og á Ártúnshöfða.

Eftirfarandi eru forgangsatriði meirihlutans eins og þau birtast í meirihlutasáttmálanum.

„Fyrstu breytingar“ í Reykjavík

  1.  Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.
  2.  Við viljum efna til samkeppni um skipulag Keldnalands og Keldnaholts og flýta þannig uppbyggingu svæðanna með tilkomu Borgarlínu.
  3.  Við ætlum að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar.
  4.  Við ætlum að beita okkur fyrir gerð húsnæðissáttmála ríkis og sveitarfélaga.
  5. Við ætlum að hækka frístundastyrk upp í 75 þúsund krónur frá 1. janúar 2023.
  6. Við ætlum að hafa ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
  7.  Við ætlum að hafa ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.
  8.  Við ætlum að koma á næturstrætó. 
  9. Við ætlum að gera tilraun með miðnæturopnun í einni sundlaug, einu sinni í viku.
  10. Við ætlum að setja viðhaldsátak í leik-, grunn og frístundahúsnæði borgarinnar í forgang og flýta verkefnum eins og kostur er.
  11. Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags.
  12. Við ætlum að setja á fót skaðaminnkandi úrræði fyrir unga karlmenn.
  13.  Við ætlum að stofna framkvæmdanefnd um þjóðarhöll og aðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal í samvinnu við ríkið.
  14. Við ætlum að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um miðstöð jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.
  15. Við ætlum að efna til samkeppni um Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti.
  16. Við viljum ná samstöðu um að stofna áfangastaða- og markaðsstofu ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að efla ferðaþjónustu á svæðinu.
  17.  Við ætlum að hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi.
  18.  Við ætlum að efna til samtals við alla borgarfulltrúa um bættan starfsanda og fjölskylduvæna borgarstjórn.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hefur stefna fyrri meirihluta um úthlutun lóða til óhagnaðardrifinna leigufélaga nú verið lögð til hliðar? Tekur nú óheft frjálshyggja aftur við á leigumarkaðnum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár