Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Þetta eru 18 helstu breyt­ing­arn­ar í borg­inni sam­kvæmt nýj­um meiri­hluta­sátt­mála.

Frítt í sund og Strætó fyrir börn í Reykjavík

Frítt verður í Strætó og í sund fyrir börn á grunnskólaaldri, samkvæmt meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Nýr meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur boðað 18 „fyrstu breytingar“ í borginni. Meðal breytinganna er að gerð verður tilraun með miðnæturopnun í sundi. Þá verður farið í úthlutun lóða í Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Hlíðarenda, Gufunesi og á Ártúnshöfða.

Eftirfarandi eru forgangsatriði meirihlutans eins og þau birtast í meirihlutasáttmálanum.

„Fyrstu breytingar“ í Reykjavík

  1.  Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.
  2.  Við viljum efna til samkeppni um skipulag Keldnalands og Keldnaholts og flýta þannig uppbyggingu svæðanna með tilkomu Borgarlínu.
  3.  Við ætlum að hefja gerð umhverfismats vegna Sundabrautar.
  4.  Við ætlum að beita okkur fyrir gerð húsnæðissáttmála ríkis og sveitarfélaga.
  5. Við ætlum að hækka frístundastyrk upp í 75 þúsund krónur frá 1. janúar 2023.
  6. Við ætlum að hafa ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.
  7.  Við ætlum að hafa ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.
  8.  Við ætlum að koma á næturstrætó. 
  9. Við ætlum að gera tilraun með miðnæturopnun í einni sundlaug, einu sinni í viku.
  10. Við ætlum að setja viðhaldsátak í leik-, grunn og frístundahúsnæði borgarinnar í forgang og flýta verkefnum eins og kostur er.
  11. Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags.
  12. Við ætlum að setja á fót skaðaminnkandi úrræði fyrir unga karlmenn.
  13.  Við ætlum að stofna framkvæmdanefnd um þjóðarhöll og aðstöðu fyrir börn og unglinga í Laugardal í samvinnu við ríkið.
  14. Við ætlum að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um miðstöð jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.
  15. Við ætlum að efna til samkeppni um Dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti.
  16. Við viljum ná samstöðu um að stofna áfangastaða- og markaðsstofu ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að efla ferðaþjónustu á svæðinu.
  17.  Við ætlum að hefja framkvæmdir á Hlemmtorgi.
  18.  Við ætlum að efna til samtals við alla borgarfulltrúa um bættan starfsanda og fjölskylduvæna borgarstjórn.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hefur stefna fyrri meirihluta um úthlutun lóða til óhagnaðardrifinna leigufélaga nú verið lögð til hliðar? Tekur nú óheft frjálshyggja aftur við á leigumarkaðnum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár