Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“

Sú starf­semi sem rek­in er af and­leg­um söfn­uði sem kall­ar sig Sól­setr­ið, und­ir Esjurót­um, er barna­vernd­ar­mál seg­ir Tanya Pollock í nýj­um þætti af Eig­in kon­ur. Hún seg­ir að mik­ið marka­leysi sé í við­burð­um safn­að­ar­ins og fólk sé sett und­ir mik­inn þrýst­ing til að taka þátt í at­höfn­um sem það síð­an upp­lif­ir sem brot gegn sér. Sjálf hef­ur hún upp­lif­að það sem hún tel­ur hót­an­ir frá fólki sem teng­ist söfn­uð­in­um eft­ir að hafa vak­ið at­hygli á því sem hún tel­ur óeðli­legt og jafn­vel hættu­legt í starf­semi safn­að­ar­ins, sem hún lík­ir við költ.

„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“
Öfgafull og hættuleg starfsemi Starfsemin sem haldið er úti af Sólsetrinu er hættuleg fólki sem þangað leitar, að mati Tönyu.

Tanya Pollock heilari upplifði hótanir frá fólki sem tengist svokölluðu Sólsetri, þar sem hópur fólks rekur það sem þau kalla andlegt samfélag undir Esjurótum. Þær hótanir bárust henni eftir að Tanya vakti athygli á viðburði sem halda átti á staðnum, Skrauthólum, í apríl síðastliðnum. Var Tanya sökuð um að vera í einhvers konar herferð gegn hópnum sem um ræðir. „Orð þín og gjörðir munu hafa afleiðingar,“ var meðal skilaboða sem Tanya fékk send frá fólki sem tengist Sólseturshópnum. Þá lýsti forsvarskona hópsins því að sögn Tanyu að hún hyggðist mæta heim til hennar. Óljóst var í hvaða erindagjörðum það átti að vera.

Tanya er gestur Eddu Falak í þætti hennar, Eigin konur. Tanya hefur upp á síðkastið verið framarlega í hópi þeirra sem hafa opnað á umræðu í um ofbeldi sem hún segir beitt í því sem má nefna andlega heiminum á Íslandi, það er að segja þeim heimi þar sem óhefðbundnar heilunaraðferðir og sjálfshjálp er stunduð, í sumum tilvikum með hjálp örvandi eða skynbreytandi efna. Hún er mjög gagnrýnin á það sem viðgengst í þessum efnum og segir marga, jafnvel meirihluta, þeirra sem leiði slíkar meðferðir hvergi nærri hafa til þess þekkingu, tök eða getu. Þannig beri starfsemi Sólsetursins ýmis einkenni költs, miðað við það sem hún þekki þar til. „Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar,“ segir Tanya og vísar til lýsinga fólks sem hún hefur rætt við og sumt hvert hefur sótt sér heilun eða aðstoða hjá henni eftir erfiða reynslu af hinum andlega söfnuði undir Esjurótum.

Börn velkomin á erótískan viðburð

Viðburðurinn sem varð til þess að starfsemi hópsins komst í kastljós fjölmiðla og almennings fór fram 23. apríl. Það sem vakti athygli, og almenna hneykslan fólks, var að í auglýsingu á Facebook fyrir viðburðinn var tilgreint að foreldrar gætu tekið börn sín með, þar sem allir myndu koma fram sem eitt samfélag og „deila tungumáli ástarinnar á alla mögulega vegu, ekki bara rómantíska ást. Með hugleiðslu dansi í bland við kakóathöfn og hið heilaga meðal, munum við tengjast á ný við undirmeðvitund okkar og uppgötva leynd mynstur tengsla.“

„Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar“

Þótti fólki ljóst að þarna væri verið að tala um neyslu á ofskynjunarsveppum. Þá var tilgreint að fara ætti í gegnum hin mörgu svið ástarinnar, þar á meðal Eros, sem stæði fyrir kynferðislegri, ástríðufullri ást. Þá var dregið fram að önnur kvennanna sem að viðburðinum stóð, hin litháíska Teja Doro, hefði verið gagnrýnd fyrir skrif sín um barnagirnd tónlistarmannsins Michaels Jackson, þar sem hún bar brigður á að barnagirnd væri forkastanleg.

Tanya segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar hún sá auglýsinguna fyrir umræddan viðburð, um erótík og nánd og það tilgreint sérstaklega að börn væru þar velkomin. „Þegar ég sé þetta fyrst var ég bara í sjokki sjálf. Er þetta svona rosalega kræft, og er þetta allt í einu talið bara eðlilegt hjá þeim?“

Tanya hóf því að deila þessum upplýsingum og varaði við því sem hún taldi að gengi þarna á í færslum á Facebook. Viðburðurinn og starfsemi Sólseturs varð við það að umfjöllunarefni fjölmiðla og hófst þá áreiti frá fólki sem kallaði sig hluta af fjölskyldunni á Sólsetri, að sögn Tönyu. Var hún sögð, með gagnrýni sinni, vera á móti frelsi fólks og sömuleiðis sögð í einhvers konar herferð gegn söfnuðinum. „Orð þín og gjörðir munu hafa afleiðingar,“ var efni einna skilaboðanna sem Tönyu bárust.

Öfgafullir viðburðir

Tanya hafði áður verið í tengslum við söfnuðinn á Skrauthólum, en hefur að fullu dregið sig út úr þeim tengslum. Tanya segir sað hún hafi verið í sjálfsvinnu þegar hún leitaði til söfnuðarins. „Fyrsta sem mætir manni er bara opið faðmlag, mikil ást og öll réttu orðin notuð,“ segir hún og í því ljósi hafi hún treyst forstöðukonunni, Lindu Mjöll Stefánsdóttur.  „En svo þegar maður fer að tala um mörk, eða eitthvað sem er ekki í lagi, þá breytist tónninn.“

„Áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna“

Tanya hefur því góða innsýn í það sem er þar í gangi. Spurð hvað það sé segir hún að það sé ýmis konar andlega vinna. „Það er verið að fara í alls konar skuggavinnur og ýta á fólk að opna sig.“ Tanya segir einnig að sumir viðburðir á vegum Sólseturs séu öfgafyllri en búast megi við. „Ég fór þangað til þess að búa til handgerða trommu en allt í einu var sett á rave techno tónlist, allir áttu að fara að dansa og áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna“ segir Tanya og bætir við: „Ég er ekki tepra en ég vil samt fá að vita út í hvað ég er að fara.“

Tanya gagnrýnir vinnubrögð söfnuðarins og þeirra sem halda námskeið sem þessi. Þá eru kakóathafnir algengar, en um er að ræða hreint kakó sem á að hafa örvandi áhrif. „Þar er verið að blanda sveppum við kakóið og verið að fara með þetta á óábyrgan hátt,“ segir Tanya í viðtalinu við Eddu. Algengt sé að þeir sem taki þátt í viðburðunum viti ekki fyllilega hvað það sé að fara út í.

Starfsemin barnaverndarmál að mati Tönyu

Sjálf hélt Tanya athafnir á Sólsetrinu. Sú síðasta, áður en hún skar á tengslin, var kakóathöfn. „Þetta var seint um kvöld og ég bjóst ekki við að það yrði barn þarna. Ég býð ekki börnum í það sem ég er að gera. Mér brá við að sjá börn á staðnum. Mér fannst klukkan vera margt, það var vitað mál að ég var að fara í anda vinnu og þetta er ekki fyrir börn.“ Barnið var að sögn Tanyu 8 til 9 ára. Barnið hafi sjálft drukkið kakó á þessari athöfn og það telur Tanya ekki í lagi, því meira sem hún kynni sér kakódrykkju því meiri efasemdir hafi hún um það.

Þá segir Tanya að barn á unglingsaldri búi á staðnum. Það að svo sé, og að börn séu tekin með á viðburði, séu jafnvel þátttakendur eða gangi sjálfala á svæðinu um kvöld og nætur meðan að foreldrar þeirra taki jafnvel örvandi efni eða hagi sér með einhverjum þeim hætti sem ekki sé börnum bjóðandi ætti að vera barnaverndarmál að mati Tönyu. Það sem fram fari á Skrauthólum sé ekkert fyrir börn, „nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra.“

Töluverð tenging er, að sögn Tönyu, við kynlíf í starfsemi Sólsetursins. Þannig segir hún að maður hafi flutt á Sólsetur rétt fyrir Covid. „Hann telur sig svo mikinn kynlífsheilara og gúru, og þá fara að koma fleiri og fleiri kynlífsathafnir inn í þetta. Þetta fer að vera menningin, fer að vera andinn í kringum þetta setur, þessa fjölskyldu innan gæsalappa.“

Vill styðja við þolendur

Starfsemin einkennist að sögn Tönyu af markaleysi og ófagmennsku. Í andlega heiminn, og meðal annars á Skrauthóla, sæki fólk, sem vilji vinna úr sínum tilfinningum og sé kannski markalaust fyrir, sökum þess sem gengið hefur á í lífi þess. Þetta sama fólk upplifi mikinn þrýsting um að taka þátt í öllu, opna sig um sárar lífsreynslur, taka þátt í kynferðislegum athöfnum og láta snerta sig með óviðeigandi hætti, til að mynda. Í raun sé um ofbeldi að ræða og fólk sé þolendur þess ofbeldis en upplifi mikla skömm fyrir að hafa látið undan þrýstingnum. „Maður er kannski búin að borga sig inná viðburð sem fór algjörlega úr böndunum og þá líður manni eins og maður hafi boðið uppá þetta.“

Tönyu þykir það vera á hennar ábyrgð að vekja athygli á því hvernig er í pottinn búið í þessum efnum og að styðja við þolendur.„Ég og móðir mín, hluti af fjölskyldunni, erum búnar að vera að taka til eftir það sem er að gerast þarna undir Esjurótum eftir Covid-tímann. Þetta fór að vera mjög slæmt í Covid. Það fór að aukast svo mikið og þá fór fólk að hafa samband. Þetta er miklu stærra en lítill hópur sem er að lifa frjálsu lífi sem vill vera í friði,“ segir hún. „Það er mikil ábyrgð sem felst í svona vinnu og þegar þú ert farin að rukka fé, angra nágranna þína, blanda börnum og fólki saman þegar það á ekki við. Ef maður er ekki að taka tillit til einstaklingsins og þeirra gilda sem við viljum hafa í samfélaginu þá finnst mér þessi saga um hóp sem vill bara lifa frjálsu lífi bara hluti af gaslýsingunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Ég kannast ágætlega við þennan stað, þessar lýsingar bæði á staðarhaldara og öðru er eitthvað sem ég kannast ekki við! Við sjáum heiminn ekki eins og heimurinn er heldur eins og við erum sjálf, ég horfi á manneskju vera að lýsa upplifun og aðstæðum sem litast af innræti og hugmyndafræði viðkomandi. Sumt sem fer fram þarna kallar ekki á mig, þá kýs ég að taka ekki þátt. Sumt er ýkt öðru sleppt.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár