Fyrir tæpum þremur mánuðum var hún iðandi hafnarborg í Suðaustur-Úkraínu. Mariupol með sinni hálfri milljón íbúa og fjörugu menningarlífi var gimsteinn Úkraínu við Azovhaf.
Nú er Mariupol ekki lengur til. Ekki ein gata slapp við eyðileggingu og engar byggingar eru lausar við skemmdir. Setið hefur verið um borgina síðan í mars.
Þetta er afleiðing allsherjar innrásar Rússlands inn í Úkraínu sem hófst 24. febrúar. Átta árum fyrr hafði Rússland ráðist inn í Austur-Úkraínu og Mariupol var við víglínuna. Árið 2014 tókst úkraínska hernum að verja Mariupol en rússneskar herdeildir og aðskilnaðarsinnar hlynntir Rússlandi náðu nágrannabæjum og -þorpum á sitt vald.
Þegar innrásin hófst af fullum krafti varð Mariupol enn og aftur vettvangur átaka. Rússar sendu megnið af herliði sínu til Austur-Úkraínu og borgin varð skotmark linnulausra árása.
Síðan í mars hefur ekki verið rafmagn, gas, nettenging eða rennandi vatn í Mariupol. Um hundrað þúsund af íbúum borgarinnar, sem eru hálf …
Athugasemdir