„Hér er ekkert hvers vegna,“ sagði fangavörðurinn í Auschwitz í Póllandi við ítalska gyðinginn Primo Levi eftir að hafa hrifsað af honum grýlukerti þegar hann var nýkominn þangað árið 1944. Levi var sárþyrstur og teygði sig út um glugga á skála í fangabúðunum eftir grýlukerti sem hann sá til að seðja þorsta sinn en fangavörðurinn vildi ekki leyfa honum að taka grýlukertið. Þetta skildi Levi ekki og spurði af hverju hann mætti ekki borða það. Þá svaraði vörðurinn á þýsku: „Hier is kein warum.“
Þetta er ein af mörgum eftirminnilegum senum í bók Primo Levi, Ef þetta er maður, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu í fyrsta skipti. Levi var fæddur árið 1919 og kom frá borginni Torínó á Norður-Ítalíu. Hann var efnafræðingur að mennt og var handtekinn í árslok 1943 og …
Athugasemdir