Í dag er rigning. Samkvæmt spánni er austlæg átt 5-15 m/s, hvassast með suðurströndinni. Í gær var sólskin og hlýtt í veðri, en á morgun mun kólna allrækilega. Hiti 1 til 3 stig, og fer versnandi með vikunni. Á þriggja daga tímabili klæðumst við regnkápum, vetrarúlpum eða engum úlpum og vitum aldrei hvað gerist næst.
Veður á Íslandi er yfirleitt blautt, hvasst, kalt eða lárétt og getur umturnast á nokkrum mínútum. Grikkir til forna léku harmleiki sína fyrir 10.000 manns á opnum sviðum í 25 °C og sól, en sá samningur gildir ekki á Íslandi. Íslenskt veðurfar hentar sérstaklega illa fyrir leikhús. Handrit fjúka. Áhorfendum verður kalt. Það heyrist ekkert fyrir vindi. Enginn nennir að mæta. Þess vegna er útileikhús bara starfrækt á sumrin.
Stofnanaleikhúsin hýsa tæpan helming frumsýndra sviðsverka á Íslandi. Hinn helmingur atvinnufólks í sviðslistum á Íslandi starfar sjálfstætt, og sýnir afrakstur vinnu sinnar í sjálfstæðum sviðslistarýmum. Inni. …
Athugasemdir