Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í lokuðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og ætlar að halda eftir söluþóknun í þeim tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á bréfum í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnar stofnunarinnar sem birt var í dag. Fjármála-og verðbréfafyrirtækin á Íslandi sem sáu um að selja hlutabréfin í Íslandsbanka voru Landsbankinn, Íslandsbanki, Fossar markaðir, Íslensk verðbréf og Acro-verðbréf, áður Íslenskir fjárfestar.
Framkvæmd útboðsins hefur sætt harðri gagnrýni allt frá því að það fór fram en ein helsta gagnrýnin hefur verið á hverjir fengu að taka þátt. Útboðið var lokað og aðeins ætlað fagfjárfestum en ekki almennum fjárfestum. Fjármálafyrirtækjunum sem voru söluaðilar í útboðinu fyrir hönd Bankasýslunnar var í sjálfsvald sett að skilgreina fjárfestana.
Segjast ekki mega kanna
Í tilkynningunni segir að sú flokkun sé það …
Athugasemdir (1)