Viðræður áttu sér stað á milli lögmanns Vítalíu Lazarevu og lögmanns á vegum þremenninganna Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar um að ljúka málinu á milli þeirra með svokölluðum þöggunarsamningi. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Vítalía steig fram í þætti Eddu Falak, Eigin Konum, í upphafi árs. Þar lýsti hún atburðum sem áttu sér stað í sumarbústaðarferð með þremenningunum og einkaþjálfaranum Arnari Grant, sem hún átti í einhvers konar sambandi við á þeim tíma. „Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvert þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk,“ sagði Vitalía Lazareva.
Viðtalið vakti mikla athygli og leiddi til þess að þremenningarnir létu af störfum á ýmsum vettvangi í viðskiptalífinu. Ari lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá dótturfélagi Mjólkursamsölunnar, Þórður Már hætti sem stjórnarformaður …
Athugasemdir (1)