Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Brugðust við þegar ásakanir urðu háværari

Ari Edwald, Hreggvið­ur Jóns­son, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, Logi Berg­mann og Arn­ar Grant hættu all­ir eða fóru í leyfi frá störf­um sín­um eft­ir við­tal við unga konu sem sak­aði þá um kyn­ferð­is­brot eða -áreitni. Ásak­an­irn­ar voru þó ekki nýj­ar og var það ekki fyrr en þær komu fram í vin­sælu hlað­varpi að brugð­ist var við þeim.

Brugðust við þegar ásakanir urðu háværari
Fjölmiðlaumfjöllun þurfti til Stjórnir félaga og fyrirtækja mannanna brugðust ekki við ásökunum um kynferðisbrot fyrr en umfjöllun um málin hófust í fjölmiðlum, þrátt fyrir að hafa vitað af ásökununum um margra vikna skeið.

Fimm karlar sem hafa gegnt áberandi stöðum í íslensku samfélagi fóru ýmist fyrirvaralítið í leyfi eða misstu vinnuna eftir að ung kona, Vítalía Lazareva, steig fram í hlaðvarpsþætti og sagði frá ofbeldi og áreitni sem hún sagði sig hafa verið beitta. Ekkert nafn var nefnt í viðtalinu en mánuðina á undan höfðu nöfn þessara fimm manna komið fram á samfélagsmiðlum í tengslum við Instagram-færslur sem innihéldu ásakanir gegn þeim. Það var því ekki þörf á því að nafngreina mennina í viðtalinu til að margir vissu um hverja væri verið að tala. 

Vítalía hafði nokkrum mánuðum fyrr, undir lok októbermánaðar á síðasta ári, byrjað að birta færslur á Instagram þar sem hún lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagði að hún hefði verið beitt. Ofbeldið átti sér stað í heitum potti í sumarbústað og einnig inni í sumarbústaðnum. Í færslunum nafngreindi hún fjóra menn sem gerendur í málinu. Það voru viðskiptamennirnir Ari Edwald, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Væri ekki rétt að kanna hvort einhver siðferðilegur samningur sé milli einkaþjálfara og Líkamsræktarstöðva már fynst þögn stöðvana vera orðin hávær.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár