Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brugðust við þegar ásakanir urðu háværari

Ari Edwald, Hreggvið­ur Jóns­son, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, Logi Berg­mann og Arn­ar Grant hættu all­ir eða fóru í leyfi frá störf­um sín­um eft­ir við­tal við unga konu sem sak­aði þá um kyn­ferð­is­brot eða -áreitni. Ásak­an­irn­ar voru þó ekki nýj­ar og var það ekki fyrr en þær komu fram í vin­sælu hlað­varpi að brugð­ist var við þeim.

Brugðust við þegar ásakanir urðu háværari
Fjölmiðlaumfjöllun þurfti til Stjórnir félaga og fyrirtækja mannanna brugðust ekki við ásökunum um kynferðisbrot fyrr en umfjöllun um málin hófust í fjölmiðlum, þrátt fyrir að hafa vitað af ásökununum um margra vikna skeið.

Fimm karlar sem hafa gegnt áberandi stöðum í íslensku samfélagi fóru ýmist fyrirvaralítið í leyfi eða misstu vinnuna eftir að ung kona, Vítalía Lazareva, steig fram í hlaðvarpsþætti og sagði frá ofbeldi og áreitni sem hún sagði sig hafa verið beitta. Ekkert nafn var nefnt í viðtalinu en mánuðina á undan höfðu nöfn þessara fimm manna komið fram á samfélagsmiðlum í tengslum við Instagram-færslur sem innihéldu ásakanir gegn þeim. Það var því ekki þörf á því að nafngreina mennina í viðtalinu til að margir vissu um hverja væri verið að tala. 

Vítalía hafði nokkrum mánuðum fyrr, undir lok októbermánaðar á síðasta ári, byrjað að birta færslur á Instagram þar sem hún lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagði að hún hefði verið beitt. Ofbeldið átti sér stað í heitum potti í sumarbústað og einnig inni í sumarbústaðnum. Í færslunum nafngreindi hún fjóra menn sem gerendur í málinu. Það voru viðskiptamennirnir Ari Edwald, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Væri ekki rétt að kanna hvort einhver siðferðilegur samningur sé milli einkaþjálfara og Líkamsræktarstöðva már fynst þögn stöðvana vera orðin hávær.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár