Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að hann komi ekki með neinum hætti að fjárfestingum fjárfestingarfélags föður síns, Benedikts Sveinssonar. „Nei, ég kem með engum hætti að fjárfestingum Hafsilfurs ehf. eða annarra fjárfestingafélaga,“ segir Bjarni í svari sínu í tölvupósti til Stundarinnar. Fjárfestingarfélag föður Bjarna, Hafsilfur ehf., keypti hlutabréf í Íslandsbanka í útboði ríkisins á bréfum þess þann 22. mars síðastliðinn. Félagið keypti fyrir tæplega 55 milljónir króna. Blaðið sendi Bjarna spurningar um fjárfestingu félags föður hans í gær og bárust svörin nú í morgun.
Birting listans með þátttakendum í útboðinu hefur vakið hörð viðbrögð og var hart tekist á um málið í þingsal Alþingis í morgun. Þar sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að útboðið lyktaði af spillingu: „Þegar eitthvað lítur út eins og spilling og lyktar eins og spilling þá er það líklegast spilling,“ …
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/