Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Blaðamenn tilnefndir fyrir umfjöllun sem gerði þá að sakborningum

Stund­in hlýt­ur þrjár af tólf til­nefn­ing­um til blaða­manna­verð­launa í ár. Freyr Rögn­valds­son og Mar­grét Marteins­dótt­ir eru til­nefnd fyr­ir um­fjöll­un árs­ins og Ingi Freyr Vil­hjálms­son fyr­ir við­tal árs­ins, en Að­al­steinn Kjart­ans­son er til­nefnd­ur sem blaða­mað­ur árs­ins, með­al ann­ars fyr­ir um­fjöll­un sem lög­regl­an á Norð­ur­landi eystra gerði að til­efni til að veita hon­um og fleiri blaða­mönn­um stöðu sak­born­ings.

Blaðamenn tilnefndir fyrir umfjöllun sem gerði þá að sakborningum
Tilnefndir blaðamenn Stundarinnar Frá vinstri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, Margrét Marteinsdóttir, Freyr Rögnvaldsson og Aðalsteinn Kjartansson. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, er tilnefndur sem blaðamaður ársins, meðal annars fyrir umfjöllun um skæruliðadeild Samherja, en nú er tekist á um lögmæti ákvörðunar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að veita honum stöðu sakbornings vegna málsins fyrir dómstólum.

Tveir blaðamenn Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, eru einnig metnir af lögreglunni á Akureyri sem sakborningar í málinu, en þeir fengu sérstaka tilnefningu til blaðamannaverðlauna í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins fyrir sambærilega umfjöllun um skæruliðadeild Samherja.

Í umsögn dómnefndar segir að Aðalsteinn sé tilnefndur til verðlauna „fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu.“

Þetta er fjórða tilnefning Aðalsteins til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Á síðasta ári fékk hann tilnefningu ásamt Helga Seljan og Stefáni Aðalsteini Drengssyni fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringaþátt um afdrif tveggja gámaflutningaskipa sem Eimskip seldi í gegnum millilið til niðurrifs í Indlandi þvert á evrópsk lög. 

Aðalsteinn var valinn rannsóknarblaðamaður ársins 2019 ásamt þeim Helga Seljan, Stefáni Aðalsteini og Inga Frey Vilhjálmssyni fyrir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Það árið fengu Aðalsteinn og Stefán reyndar tvær tilnefningar í flokki rannsóknarblaðamennsku, einnig fyrir umfjöllun um Procar-málið. 

Þá var hann hluti af þeim hópi blaðamanna sem fengu Pulitzer-verðlaun fyrir umfjöllun um Panamaskjölin árið 2017. 

Stundin og Stöð 2 með flestar tilnefningar

Alls fær Stundin þrjár tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár, en tilnefningarnar eru alls tólf talsins, en veitt eru verðlaun í fjórum flokkum og eru þrjár tilnefningar í hverjum flokki. Auk Stundarinnar fær Stöð 2 þrjár tilnefningar. Fréttablaðið og RÚV fá hvor um sig tvær tilnefningar. Dómnefndin tilkynnti um tilnefningar í morgun og verðlaunin verða veitt næstkomandi föstudag. 

Ingi Freyr tilnefndur fyrir viðtal ársins

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Stundarinnar, er tilnefndur til verðlauna vegna viðtals við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Ingi Freyr veitir í viðtalinu einstaka og upplýsandi innsýn í hugarheim eins áhrifamesta embættismanns landsins. Viðmælandinn tjáir sig opinskátt um skoðanir sínar á samfélaginu, dómsmál á hendur bankanum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjármálakerfið þróist í þær áttir sem hann telur þurfa.“

Alls hefur Ingi Freyr fengið sjö tilnefningar til blaðamannaverðlauna, þar af sex sem rannsóknarblaðamaður ársins.

Árin 2009 og 2011 var hann tilnefndur til verðlauna vegna uppgjörs við efnahagshrunið. Árið 2012 var hann tilnefndur sem blaðamaður ársins fyrir umfjöllun um Afríkuveiðar Samherja. Árið 2015 fékk hann tilnefningu fyrir rannsóknarblaðamennsku vegna umfjöllunar um viðskipti við Illuga Gunnarssonar og fjárhagsleg tengsl við Orku Energy. Árið 2017 var hann tilnefndur til verðlauna ásamt Jóhanni Páli Jóhannssyni og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni vegna umfjöllunar um Glitnisskjölin. Sama ár var hann hluti af ritstjórn Stundarinnar sem var í heild sinni verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru barnaníðinga. Árið 2019 fékk hann verðlaun sem rannsóknarblaðamaður ársins ásamt þeim Aðalsteini, Helga Seljan og Stefáni Drengssyni fyrir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu. 

Tilnefnd vegna umfjöllunar um Laugaland

Loks fá þau Freyr Rögnvaldsson og Margrét Marteinsdóttir tilnefningu fyrir umfjöllun ársins vegna fréttaflutnings af málefnum barna sem vistuð voru á vistheimilinu Laugalandi:

„Fyrir umfjöllun um harðræði gagnvart börnum á vistheimilum í Eyjafirði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í viðtölum andlegu og líkamlegu ofbeldi, einkum af hálfu forstöðumanns heimilanna og voru frásagnir þeirra studdar gögnum og vitnisburðum. Umfjöllunin leiddi til þess að ríkisstjórnin fól eftirlitsstofnun félagsþjónustunnar að rannsaka aðstæður barnanna sem þar voru vistuð.“

Áður hefur Freyr fengið tvær tilnefningar til blaðamannaverðlauna.  Árið 2021 var hann tilnefndur fyrir rannsóknarblaðamennsku ásamt Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni vegna fréttaflutnings af plastmengun í Krýsuvík í kjölfar moltudreifingar umhverfisfyrirtækisins Terra sem Samtök atvinnulífsins útnenfdu umhverfisfyrirtæki ársins 2020.

Freyr og MargrétTilnefnd fyrir umfjöllun um Laugaland og Varpholt, þar sem ungar stúlkur bjuggu við harðræði.

Freyr vann til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2018 fyrir umfjöllunina Landið sem auðmenn eiga sem veitti yfirsýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna, ásamt Steindóri Grétari Jónssyni. 

Margrét Marteinsdóttir hlaut verðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun ásamt þeim Ölmu Mjöll Ólafsdóttur, Steindóri Grétari Jónssyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni. 

Tilnefningar dómnefndar og rökstuðningur

Viðtal ársins

Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu.  Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt.

Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu.  Fyrir viðtal við Sigríði Gísladóttur sem lýsir barnæsku sinni hjá móður með geðsjúkdóm. Björk fangar í áhrifaríku, persónulegu og vel uppbyggðu viðtali hvernig dóttirin telur kerfið hafa brugðist henni. Þá lýsir hún því hvernig reynsla hennar leiddi til þess að hún lætur til sín taka í baráttu fyrir börn sem búa með foreldrum með geðrænan vanda.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundinni.  Fyrir viðtal við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Ingi Freyr veitir í viðtalinu einstaka og upplýsandi innsýn í hugarheim eins áhrifamesta embættismanns landsins. Viðmælandinn tjáir sig opinskátt um skoðanir sínar á samfélaginu, dómsmál á hendur bankanum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjármálakerfið þróist í þær áttir sem hann telur þurfa.

Rannsóknarblaðamennska ársins

Birgir Olgeirsson, Nadine Guðrún Yaghi og Erla Björg Gunnarsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Fyrir fréttaskýringaþættina Kompás um undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik. Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauðagerði bar merki skipulagðrar glæpastarfsemi. Myndefni frá lögreglu og opinskátt viðtal við ekkju þess myrta gáfu innsýn í heim sem oftast er lokaður almenningi.

Aðalheiður Ámundadóttir. Fréttablaðinu. Fyrir fréttaskýringar um dómaframkvæmd Landsréttar í nauðgunarmálum. Tölfræðilegar upplýsingar sem fram koma í skýringunum staðfesta bága stöðu kynferðisbrota innan réttarkerfisins. Þær sýna að af þeim fáu kynferðisbrotamálum sem koma til kasta dómstóla er þriðjungi sakfellinga snúið við áfrýjun og meira en helmingur mildaður. Samantektin leiddi til aðgerða ríkissaksóknara, umræðna á Alþingi og gagnrýni í samfélaginu.

Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess.

Umfjöllun ársins

Freyr Rögnvaldsson og Margrét Marteinsdóttir, Stundinni. Fyrir umfjöllun um harðræði gagnvart börnum á vistheimilum í Eyjafirði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í viðtölum andlegu og líkamlegu ofbeldi, einkum af hálfu forstöðumanns heimilanna og voru frásagnir þeirra studdar gögnum og vitnisburðum. Umfjöllunin leiddi til þess að ríkisstjórnin fól eftirlitsstofnun félagsþjónustunnar að rannsaka aðstæður barnanna sem þar voru vistuð.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2.  Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga.

Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV. Fyrir fræðandi og skemmtilega umfjöllun um jarðhræringar og eldgos í Fagradalsfjalli. Þórdís  nýtti myndefni frá gosstöðvunum vel til að skýra mál sérfræðinga í tengslum við eldsumbrotin. Fréttirnar gáfu áhorfendum lifandi mynd af því sem á gekk við Fagradalsfjall en voru um leið fræðandi og settu eldgosið í skýrt samhengi við önnur eldsumbrot og jarðsögu Íslands.

Blaðamannaverðlaun ársins

Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni. Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu.

Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV. Fyrir gagnrýna og fræðandi umfjöllun um loftslagsmál. Í Loftslagsdæminu, átta útvarpsþáttum, fylgdi Arnhildur eftir fjórum fjölskyldum sem áttu að minnka kolefnisspor sitt. Birtar voru fréttaskýringar og viðtöl við sérfræðinga. Þá vann Arnhildur fyrir þingkosningarnar í haust afhjúpandi greinaröð um árangur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem leiddi í ljós að hann var um margt óljós og enn mikið verk óunnið. 

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.  Fyrir umfjöllun um barnaheimilið á Hjalteyri þar sem upplýst var um grimmilegt ofbeldi hjónanna sem ráku heimilið í garð barna á áttunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld voru jafnframt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnuleysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dagvistun og síðar leikskóla í Garðabæ. Umfjöllunin leiddi til rannsóknar dómsmálaráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár