Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sackler-fjölskyldan selur morfínlyf á Íslandi í gegnum sjóð í Lúxemborg

Eig­end­ur Pur­due Pharma, Rich­ard og Jon­ath­an Sackler, hafa um ára­bil átt danskt fé­lag sem sel­ur morfín­lyf eins og Oxycont­in á Ís­landi. Sölu­að­ili lyfja al­þjóð­legs fé­lags þeirra, Mundip­harma, seg­ir að ekk­ert mark­aðs­starf sé stund­að á lyfj­um þeirra hér á landi.

Sackler-fjölskyldan selur morfínlyf á Íslandi í gegnum sjóð í Lúxemborg
Lyf frá Mundipharma Eigendur Purdue Pharma selja morfínlyf á Íslandi í gegnum félög í Lúxemborg og Danmörku. Eitt af þessum lyfjum heitir Oxynorm Dispersa sem kona sést hér handleika á sviðsettri mynd. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Bandaríska Sackler-fjölskyldan selur morfínlyf á Íslandi, meðal annars tegund OxyContin-verkjalyfsins, í gegnum fyrirtæki sitt, Mundipharma. Þetta fyrirtæki er í eigu sjóðs í lágskattaríkinu Lúxemborg og er sjóðurinn í endanlegri eigu Sackler-fjölskyldunnar. Sjóðurinn í Lúxemborg á danskt félag, Mundipharma A/S, sem selur morfínlyf til Íslands og Danmerkur. Lyfjafyrirtækið sem selur lyf Mundipharma á Íslandi heitir Icepharma ehf. 


Fjallað er um Sackler-fjölskylduna, ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum og hlutdeild íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis á ópíóðamarkaðnum í Bandaríkjunum í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Í meira en 20 ár

Lyfin sem þetta fyrirtæki Sackler-fjölskyldunnar selur á Íslandi í gegnum Icepharma eru meðal annars morfínlyfin Oxycontin, OxyContin Depot, OxyNorm Dispersa og Targin.

Forstjóri Icepharma, Hörður Þórhallsson, segir að Icepharma hafi verið söluaðili lyfja Mundipharma í meira en 20 ár. „Icepharma hefur verið með samning við Mundipharma og Norpharma en ekki Purdue Pharma. Purdue Pharma hefur samkvæmt okkar bestu vitneskju ekki verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stórveldi sársaukans

Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
FréttirStórveldi sársaukans

Acta­vis borg­ar 30 millj­arða króna bæt­ur í Texas vegna ópíóðafar­ald­urs­ins

Ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­ið Acta­vis seldi hvergi fleiri ópíóða­töfl­ur en í Texas-fylki á ár­un­um 2006 til 2014. Um var að ræða rúm­lega þrjá millj­arða taflna. Í byrj­un fe­brú­ar var greint frá því að fyr­ir­tæk­ið hefði sæst á að greiða skaða­bæt­ur í rík­inu út af fram­leiðslu og sölu sinni á ópíóð­um í fylk­inu. Eig­andi Acta­vis-fé­lag­anna í dag, Teva, við­ur­kenn­ir hins veg­ar ekki sekt sína þrátt fyr­ir skaða­bæt­urn­ar.
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
FréttirStórveldi sársaukans

Sif var háð OxyCont­in í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverj­um ein­asta degi“

Sif Sig­urð­ar­dótt­ir fjöl­miðla­fræð­ing­ur not­aði OxyCont­in við bak­verkj­um á ár­un­um 2009 til 2012. Lækn­ir­inn henn­ar ávís­aði lyfj­un­um til henn­ar og leið henni illa ef hún tók ekki skammt­inn sinn og fékk þá frá­hvarf­s­ein­kenni. Sif er gott dæmi um hvernig við­horf til OxyCont­in-ávís­ana hef­ur breyst.
Fékk 490 töflur frá heimilislækni á tveimur mánuðum: „Hún hættir aldrei á þessu OxyContin“
FréttirStórveldi sársaukans

Fékk 490 töfl­ur frá heim­il­is­lækni á tveim­ur mán­uð­um: „Hún hætt­ir aldrei á þessu OxyCont­in“

Sjö­tug kona á Ak­ur­eyri kynnt­ist OxyCont­in þeg­ar mað­ur­inn henn­ar var krabba­meins­sjúk­ling­ur fyr­ir að verða 20 ár­um. Kon­an hef­ur þannig lang­vinna, krón­íska verki sem hæp­ið er að ávísa morfín­lyfj­um fyr­ir sam­kvæmt lækn­um sem Stund­in hef­ur rætt við. Dótt­ir kon­unn­ar seg­ir að mamma sín muni aldrei hætta á OxyCont­in því frá­hvörf­in séu „við­bjóð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár