Bandaríska Sackler-fjölskyldan selur morfínlyf á Íslandi, meðal annars tegund OxyContin-verkjalyfsins, í gegnum fyrirtæki sitt, Mundipharma. Þetta fyrirtæki er í eigu sjóðs í lágskattaríkinu Lúxemborg og er sjóðurinn í endanlegri eigu Sackler-fjölskyldunnar. Sjóðurinn í Lúxemborg á danskt félag, Mundipharma A/S, sem selur morfínlyf til Íslands og Danmerkur. Lyfjafyrirtækið sem selur lyf Mundipharma á Íslandi heitir Icepharma ehf.
Fjallað er um Sackler-fjölskylduna, ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum og hlutdeild íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis á ópíóðamarkaðnum í Bandaríkjunum í nýjasta tölublaði Stundarinnar.
Í meira en 20 ár
Lyfin sem þetta fyrirtæki Sackler-fjölskyldunnar selur á Íslandi í gegnum Icepharma eru meðal annars morfínlyfin Oxycontin, OxyContin Depot, OxyNorm Dispersa og Targin.
Forstjóri Icepharma, Hörður Þórhallsson, segir að Icepharma hafi verið söluaðili lyfja Mundipharma í meira en 20 ár. „Icepharma hefur verið með samning við Mundipharma og Norpharma en ekki Purdue Pharma. Purdue Pharma hefur samkvæmt okkar bestu vitneskju ekki verið …
Athugasemdir