Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“

Svandís Svavars­dótt­ir, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála, seg­ir að rök skorti fyr­ir hval­veið­um Ís­lands. Svandís er með svip­aða skoð­un og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra að þessu leyti. Hval­ur hf. má veiða hvali fram til 2023.

Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“
Segir tæpt að rök séu fyrir hvalveiðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir tæpt að rök séu til staðar fyrir áframhaldandi hvalveiðum Íslendinga.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem meðal annars er ráðherra sjávarútvegsmála, segir að það sé fátt sem rökstyðji hvalveiðar Íslendinga eftir árið 2024. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða hvali, langreyðar, í sumar og næsta sumar. Í vikunni gaf Kristján Loftsson, forstjóri og helsti hluthafi Hvals hf., það út að fyrirtækið hyggist veiða hvali í fyrsta skipti frá árinu 2018. 

Tilkynning Kristjáns vakti strax viðbrögð frá samtökum ferðaþjónustunnar. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta eru oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir,“ sagði Jóhannes Skúlason, formaður samtakanna. 

Í svari til Stundarinnar um hvort hún hyggist heimila hvalveiðar áfram eftir árið 2023 segir Svandís að hún telji að svo verði ekki en að gera þurfi úttekt á því hvort veiðarnar skili fjárhagslegum ávinningi. „Áður en ákvörðun er tekin um framtíð hvalveiða þarf að gera úttekt á hvort veiðarnar skili þjóðarbúinu efnahagslegum ávinningi. Í núverandi stöðu virðist vera fátt sem rökstyður það að heimila hvalveiðar eftir árið 2024.

Viðvarandi tap á veiðunum

Svandís segir aðspurð að viðvarandi tap hafi verið á hvalveiðunum og að þar af leiðandi hafi þau fyrirtæki sem hafa leyfi til þessara veiða ekki nýtt sér þau, að undanskildu Hval hf. „Síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd en ein hrefna var veidd árið 2021. Fátt bendir til þess að það sé efnahagslegur ávinningur að því að stunda þessar veiðar, þar sem þau fyrirtæki sem hafa leyfi til hvalveiða hafa ekki nýtt þau. Ástæður þessa geta verið nokkrar en má vera að viðvarandi tap af þessum veiðum sé líklegasta ástæðan. 

Svandís segir aðspurð um hvað henni finnist um að fyrirtæki Kristjáns Loftssonar að veiða hvali í sumar að það sé fyrirtækisins að ákveða það: „Hvalur hf. hefur tilskilin leyfi til hvalveiða í sumar samkvæmt núverandi reglugerðum, og því stjórnenda og eigenda Hvals hf. að meta hvort fyrirtækið nýti sér það leyfi. Vert er að benda á í þessu samhengi að síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd og aðeins ein hrefna,“ segir Svandís. 

Skoðun Katrínar forsætisráðherra

Ekki hlynnt hvalveiðumKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að hún sé ekki hlynnt hvalveiðum Íslands.

Skoðun Svandísar Svavarsdóttur rímar við þá skoðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að rök fyrir áframhaldandi veiðum á hval skorti. Hún hefur sagt við Stundina: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Þá hef ég einnig efasemdir um að veiðiaðferðirnar uppfylli þær kröfur sem við gerum um velferð dýra.

Miðað við afstöðu matvælaráðherra og forsætisráðherra verður að teljast afar ólíklegt að hvalveiðar verði heimilaðar áfram eftir sumarið 2023 þar sem þær telja að rök skorti fyrir þeim. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár