Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Björn er fallinn frá

Sam­fé­lagsrýn­ir­inn og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Fal­ið vald varð bráð­kvadd­ur á heim­ili sínu í New York.

Jóhannes Björn er fallinn frá
Jóhannes Björn Lúðvíksson Lést 72 ára að aldri síðasta sunnudag. Mynd: Úr einkasafni

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jóhannes Björn Lúðvíksson varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York að morgni síðasta sunnudags, 13. mars. 

Jóhannes Björn er meðal annars höfundur bókarinnar Falið vald, sem kom út árið 1979 um dulinn heim viðskipta.

Jóhannes skrifaði pistla í Stundina árin 2015 og 2016. Í greininni Láglaunafólk sem situr á gullnámu færir hann rök fyrir því að auðlindir Íslendinga ættu að tryggja almenningi mun hærri launatekjur en raun ber vitni. Greinin hefur alls verið lesin 112 þúsund sinnum á vef Stundarinnar.

Jóhannes fæddist 30. nóvember 1949. Hann heillaðist af skák ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari aðeins 16 ára gamall og tefldi tvítugur á Evrópumóti unglinga. 

Foreldrar hans voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður sinni með fimm systkinum og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur. 

Jóhannes Björn eignaðist soninn Róbert með fyrri konu sinni, Þóru Ásbjörnsdóttur. Róbert bjó hluta æsku, og unglingsárin sín, hjá föður sínum og eftirlifandi eiginkonu hans, Beth Sue Rose, í New York.

Jóhannes Björn hefur haldið áfram þjóðfélagsgreiningu sinni allt fram á síðasta dag. Síðustu misserin hefur hann varað við hættunni á hruni hlutabréfamarkaða vegna sögulegrar yfirverðlagningar og/eða stóraukinni verðbólgu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Karl Kristjánsson skrifaði
    Hvíl í friði, takk fyrir hugvakningarnar og hugrekkið
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Fallinn er nú frá einn merkilegasti samfélagsrínir sögunar ,enda fluggáfaður maður þar á ferð .

    Las falið vald þegar ég var ungur og uppreinsnargjarn og líkaði vel öll skrif Björns .

    Hann var einhvarnveiginn maður sem sá sannleikan nakinn og skrifaði um það all oft og las maður það sem hann skrifaði af einskaeru hungri eftir sannleikanum .

    Og hafði hann einstaka haefileika til að opna fyrir mann staðreindir um lífið hvarnig það gati varið ef allir legðust á árarnar við að gera mannlífið fallegt .

    Votta fjölskildi Björns mína dýpstu samúð við fráFll göfugmennis sögunar ,og að Björn fór í sólarkndið alltof snemma .

    En eigin veit sína afi fyrr enn öll er

    Mig hlakkar til að hitta hhann þegar kallið kemur til mín sem gaeti verið á morgun ,hver veit.
    Blessuð sé minning Björs .
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Mikill missir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár