Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Björn er fallinn frá

Sam­fé­lagsrýn­ir­inn og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Fal­ið vald varð bráð­kvadd­ur á heim­ili sínu í New York.

Jóhannes Björn er fallinn frá
Jóhannes Björn Lúðvíksson Lést 72 ára að aldri síðasta sunnudag. Mynd: Úr einkasafni

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jóhannes Björn Lúðvíksson varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York að morgni síðasta sunnudags, 13. mars. 

Jóhannes Björn er meðal annars höfundur bókarinnar Falið vald, sem kom út árið 1979 um dulinn heim viðskipta.

Jóhannes skrifaði pistla í Stundina árin 2015 og 2016. Í greininni Láglaunafólk sem situr á gullnámu færir hann rök fyrir því að auðlindir Íslendinga ættu að tryggja almenningi mun hærri launatekjur en raun ber vitni. Greinin hefur alls verið lesin 112 þúsund sinnum á vef Stundarinnar.

Jóhannes fæddist 30. nóvember 1949. Hann heillaðist af skák ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari aðeins 16 ára gamall og tefldi tvítugur á Evrópumóti unglinga. 

Foreldrar hans voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður sinni með fimm systkinum og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur. 

Jóhannes Björn eignaðist soninn Róbert með fyrri konu sinni, Þóru Ásbjörnsdóttur. Róbert bjó hluta æsku, og unglingsárin sín, hjá föður sínum og eftirlifandi eiginkonu hans, Beth Sue Rose, í New York.

Jóhannes Björn hefur haldið áfram þjóðfélagsgreiningu sinni allt fram á síðasta dag. Síðustu misserin hefur hann varað við hættunni á hruni hlutabréfamarkaða vegna sögulegrar yfirverðlagningar og/eða stóraukinni verðbólgu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Karl Kristjánsson skrifaði
    Hvíl í friði, takk fyrir hugvakningarnar og hugrekkið
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Fallinn er nú frá einn merkilegasti samfélagsrínir sögunar ,enda fluggáfaður maður þar á ferð .

    Las falið vald þegar ég var ungur og uppreinsnargjarn og líkaði vel öll skrif Björns .

    Hann var einhvarnveiginn maður sem sá sannleikan nakinn og skrifaði um það all oft og las maður það sem hann skrifaði af einskaeru hungri eftir sannleikanum .

    Og hafði hann einstaka haefileika til að opna fyrir mann staðreindir um lífið hvarnig það gati varið ef allir legðust á árarnar við að gera mannlífið fallegt .

    Votta fjölskildi Björns mína dýpstu samúð við fráFll göfugmennis sögunar ,og að Björn fór í sólarkndið alltof snemma .

    En eigin veit sína afi fyrr enn öll er

    Mig hlakkar til að hitta hhann þegar kallið kemur til mín sem gaeti verið á morgun ,hver veit.
    Blessuð sé minning Björs .
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Mikill missir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár