Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Björn er fallinn frá

Sam­fé­lagsrýn­ir­inn og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Fal­ið vald varð bráð­kvadd­ur á heim­ili sínu í New York.

Jóhannes Björn er fallinn frá
Jóhannes Björn Lúðvíksson Lést 72 ára að aldri síðasta sunnudag. Mynd: Úr einkasafni

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jóhannes Björn Lúðvíksson varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York að morgni síðasta sunnudags, 13. mars. 

Jóhannes Björn er meðal annars höfundur bókarinnar Falið vald, sem kom út árið 1979 um dulinn heim viðskipta.

Jóhannes skrifaði pistla í Stundina árin 2015 og 2016. Í greininni Láglaunafólk sem situr á gullnámu færir hann rök fyrir því að auðlindir Íslendinga ættu að tryggja almenningi mun hærri launatekjur en raun ber vitni. Greinin hefur alls verið lesin 112 þúsund sinnum á vef Stundarinnar.

Jóhannes fæddist 30. nóvember 1949. Hann heillaðist af skák ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari aðeins 16 ára gamall og tefldi tvítugur á Evrópumóti unglinga. 

Foreldrar hans voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður sinni með fimm systkinum og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur. 

Jóhannes Björn eignaðist soninn Róbert með fyrri konu sinni, Þóru Ásbjörnsdóttur. Róbert bjó hluta æsku, og unglingsárin sín, hjá föður sínum og eftirlifandi eiginkonu hans, Beth Sue Rose, í New York.

Jóhannes Björn hefur haldið áfram þjóðfélagsgreiningu sinni allt fram á síðasta dag. Síðustu misserin hefur hann varað við hættunni á hruni hlutabréfamarkaða vegna sögulegrar yfirverðlagningar og/eða stóraukinni verðbólgu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Karl Kristjánsson skrifaði
    Hvíl í friði, takk fyrir hugvakningarnar og hugrekkið
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Fallinn er nú frá einn merkilegasti samfélagsrínir sögunar ,enda fluggáfaður maður þar á ferð .

    Las falið vald þegar ég var ungur og uppreinsnargjarn og líkaði vel öll skrif Björns .

    Hann var einhvarnveiginn maður sem sá sannleikan nakinn og skrifaði um það all oft og las maður það sem hann skrifaði af einskaeru hungri eftir sannleikanum .

    Og hafði hann einstaka haefileika til að opna fyrir mann staðreindir um lífið hvarnig það gati varið ef allir legðust á árarnar við að gera mannlífið fallegt .

    Votta fjölskildi Björns mína dýpstu samúð við fráFll göfugmennis sögunar ,og að Björn fór í sólarkndið alltof snemma .

    En eigin veit sína afi fyrr enn öll er

    Mig hlakkar til að hitta hhann þegar kallið kemur til mín sem gaeti verið á morgun ,hver veit.
    Blessuð sé minning Björs .
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Mikill missir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár