Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jóhannes Björn er fallinn frá

Sam­fé­lagsrýn­ir­inn og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Fal­ið vald varð bráð­kvadd­ur á heim­ili sínu í New York.

Jóhannes Björn er fallinn frá
Jóhannes Björn Lúðvíksson Lést 72 ára að aldri síðasta sunnudag. Mynd: Úr einkasafni

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jóhannes Björn Lúðvíksson varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York að morgni síðasta sunnudags, 13. mars. 

Jóhannes Björn er meðal annars höfundur bókarinnar Falið vald, sem kom út árið 1979 um dulinn heim viðskipta.

Jóhannes skrifaði pistla í Stundina árin 2015 og 2016. Í greininni Láglaunafólk sem situr á gullnámu færir hann rök fyrir því að auðlindir Íslendinga ættu að tryggja almenningi mun hærri launatekjur en raun ber vitni. Greinin hefur alls verið lesin 112 þúsund sinnum á vef Stundarinnar.

Jóhannes fæddist 30. nóvember 1949. Hann heillaðist af skák ungur að árum og varð Reykjavíkurmeistari aðeins 16 ára gamall og tefldi tvítugur á Evrópumóti unglinga. 

Foreldrar hans voru Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði og Lúðvík Eggertsson fasteignasali frá Klukkulandi í Dýrafirði. Þau skildu þegar Jóhannes Björn var barn að aldri og ólst hann upp hjá móður sinni með fimm systkinum og uppeldissystur að Hverfisgötu 32, í miðborg Reykjavíkur. 

Jóhannes Björn eignaðist soninn Róbert með fyrri konu sinni, Þóru Ásbjörnsdóttur. Róbert bjó hluta æsku, og unglingsárin sín, hjá föður sínum og eftirlifandi eiginkonu hans, Beth Sue Rose, í New York.

Jóhannes Björn hefur haldið áfram þjóðfélagsgreiningu sinni allt fram á síðasta dag. Síðustu misserin hefur hann varað við hættunni á hruni hlutabréfamarkaða vegna sögulegrar yfirverðlagningar og/eða stóraukinni verðbólgu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Karl Kristjánsson skrifaði
    Hvíl í friði, takk fyrir hugvakningarnar og hugrekkið
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Fallinn er nú frá einn merkilegasti samfélagsrínir sögunar ,enda fluggáfaður maður þar á ferð .

    Las falið vald þegar ég var ungur og uppreinsnargjarn og líkaði vel öll skrif Björns .

    Hann var einhvarnveiginn maður sem sá sannleikan nakinn og skrifaði um það all oft og las maður það sem hann skrifaði af einskaeru hungri eftir sannleikanum .

    Og hafði hann einstaka haefileika til að opna fyrir mann staðreindir um lífið hvarnig það gati varið ef allir legðust á árarnar við að gera mannlífið fallegt .

    Votta fjölskildi Björns mína dýpstu samúð við fráFll göfugmennis sögunar ,og að Björn fór í sólarkndið alltof snemma .

    En eigin veit sína afi fyrr enn öll er

    Mig hlakkar til að hitta hhann þegar kallið kemur til mín sem gaeti verið á morgun ,hver veit.
    Blessuð sé minning Björs .
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Mikill missir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár