Á nokkurra mánaða tímabili árið 2014 gengu Rússar fram með þeim hætti að alþjóðasamfélaginu ofbauð. Fyrst með innrás í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskaga en ekki löngu síðar þegar farþegaflugvél var skotin niður yfir Úkraínu, með rússnesku flugskeyti.
Evrópusambandið og Bandaríkin brugðust við með refsiaðgerðum gegn Rússum, sem aftur var hert á eftir árásina á farþegaþotuna um mitt árið 2014. Aðgerðirnar voru sértækar og afmarkaðar, beindust lengstum að ferðafrelsi tiltekinna aðila, frystingu fjármuna og banni við útflutningi á sértækum varningi til Rússlands og beindust fyrst og síðast að ákveðnum einstaklingum, fjármunum og fyrirtækjum.
Ísland skrifaði undir viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum, eins og Norðmenn. Í því fólst fyrst og fremst táknræn yfirlýsing, enda höfðu aðgerðirnar engin teljandi áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Því var fyrst og fremst um að ræða opinbera fordæmingu á aðgerðum Rússa, með því að lýsa yfir stuðningi við aðgerðirnar og setja nafn Íslands við lista þjóða …
Athugasemdir (4)