„Ég varð bara meyr við að lesa þetta og fann fyrir miklum létti,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur við þeim fréttum að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa nýjan starfshóp með fulltrúum heilbrigðis-og dómsmálaráðuneytis, embættis landlæknis, lögreglu og ákæruvalds. „Og er honum jafnframt ætlað að hafa víðtækt samráð við hagsmunaaðila, sem sagt félög heilbrigðisstarfsfólks auk félaga, samtaka og annarra aðila sem talað geta máli notenda heilbrigðisþjónustu,“ segir í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins.
Ásta lýsti í ítarlegu viðtali við Stundina hvernig hún „missti allt úr höndunum“ eftir að hafa ein heilbrigðisstarfsmanna þurft að ganga í gegnum það að vera ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Lögreglurannsóknin, ákæran og málsmeðferðin tóku mikið á Ástu sem lýsti meðferð málsins sem stríði.
Þrátt fyrir að hafa hlotið sýknu í málinu hafði málsmeðferðin alvarlegar afleiðingar …
Athugasemdir