„Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins virðast vera að neyða Rússa út í árásir á stórar, úkraínskar borgir til að gera landið okkar ábyrgt fyrir dauða almennra borgara,“ sagði talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, Dmitry Peskov, við fréttamenn í dag.
Peskov sagði það „enn koma til greina“ að yfirtaka stórborgir í Úkraínu. „Pútín gaf fyrirmæli um að halda aftur af árásum á stórar borgir vegna þess að mannfall óbreyttra borgara yrði mikið,“ sagði hann. Hins vegar „útiloki“ rússneska varnarmálaráðuneytið „ekki að setja stórar borgir, sem nú þegar eru umkringdar, undir full yfirráð sín.“
Rússar hafa þvertekið fyrir að um innrás eða stríð sé að ráða, þrátt fyrir að viðurkenna að hafa umkringt stórborgir. Þannig er ólögmætt í Rússlandi að ræða um stríðið sem „innrás“ eða „stríð“, heldur sé um að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“. Allt að 15 ára fangelsi liggur nú við því að dreifa falsfréttum í Rússlandi, en skilgreining á falsfréttum …
https: //consortiumnews. com/2022/03/01/jail-time-for-czechs-agreeing-with-russian-intervention/
Og hvað kemur yfirvöldum í Bandaríkjum við hvers kyns ,,lífsstíl" dóttir hr. Peskovs viðhefur??? Ekki hafa menn hingað til verið að skipta sér af því þótt sonur þessa Bidens sé eiturlyfjafíkill í bata!!! Þetta er nú komið út í tóma vitleysu hérna. Nóg um það. Kv
Spákonan lýsti því sem hún sá: Þú ekur um í stórri limósínu
og á gangstéttunum stendur fjöldi fólks sem fagnar ógurlega.“
Pútín brosir: „Já ég get séð þetta fyrir mér.“
Spákonan: „Nei nei - kistan er lokuð.“
"Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins virðast vera að neyða Rússa út í árásir á stórar, úkraínskar borgir til að gera landið okkar ábyrgt fyrir dauða almennra borgara“