Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rússar segja Vesturlönd neyða þá til að hertaka stórar borgir

Tals­mað­ur rúss­neskra stjórn­valda seg­ir að Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­band­ið séu að neyða þá til að her­taka stór­ar, úkraínsk­ar borg­ir.

Rússar segja Vesturlönd neyða þá til að hertaka stórar borgir
Dmitri Peskov Talsmaður Kreml sést hér á fundi í desember 2020 með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vörpuðum upp á skjá í fjarfundarbúnaði. Mynd: NATALIA KOLESNIKOVA / AFP

„Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins virðast vera að neyða Rússa út í árásir á stórar, úkraínskar borgir til að gera landið okkar ábyrgt fyrir dauða almennra borgara,“ sagði talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, Dmitry Peskov, við fréttamenn í dag.

Peskov sagði það „enn koma til greina“ að yfirtaka stórborgir í Úkraínu. „Pútín gaf fyrirmæli um að halda aftur af árásum á stórar borgir vegna þess að mannfall óbreyttra borgara yrði mikið,“ sagði hann. Hins vegar „útiloki“ rússneska varnarmálaráðuneytið „ekki að setja stórar borgir, sem nú þegar eru umkringdar, undir full yfirráð sín.“

Rússar hafa þvertekið fyrir að um innrás eða stríð sé að ráða, þrátt fyrir að viðurkenna að hafa umkringt stórborgir. Þannig er ólögmætt í Rússlandi að ræða um stríðið sem „innrás“ eða „stríð“, heldur sé um að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“. Allt að 15 ára fangelsi liggur nú við því að dreifa falsfréttum í Rússlandi, en skilgreining á falsfréttum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það er nú á fleiri stöðum en einungis í Rússaveldi sem það hefur verið gert refsivert að svo mikið sem ræða þessi hörmulegu átök:

    https: //consortiumnews. com/2022/03/01/jail-time-for-czechs-agreeing-with-russian-intervention/

    Og hvað kemur yfirvöldum í Bandaríkjum við hvers kyns ,,lífsstíl" dóttir hr. Peskovs viðhefur??? Ekki hafa menn hingað til verið að skipta sér af því þótt sonur þessa Bidens sé eiturlyfjafíkill í bata!!! Þetta er nú komið út í tóma vitleysu hérna. Nóg um það. Kv
    -1
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Með því að dirfast að senda Úkraínumönnum vopn hefur hið illa vestur leyft sér að ögra Alvaldinum í Kreml og neitt blessaðan manninn til að leggja borgir í rúst. Aumingja Pútín!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    "Pútin fór til spákonu og vildi vita hvað væri framundan.
    Spákonan lýsti því sem hún sá: Þú ekur um í stórri limósínu
    og á gangstéttunum stendur fjöldi fólks sem fagnar ógurlega.“
    Pútín brosir: „Já ég get séð þetta fyrir mér.“
    Spákonan: „Nei nei - kistan er lokuð.“
    5
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    HVÍLÍK STEYPA !!!

    "Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins virðast vera að neyða Rússa út í árásir á stórar, úkraínskar borgir til að gera landið okkar ábyrgt fyrir dauða almennra borgara“
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár