„Fólk svaf í tveimur hollum í gamla daga, fjóra tíma í senn. Átta tíma svefn kom bara til svo fólk gæti unnið þennan hefðbundna vinnutíma.“
Síðast þegar Hillbilly spjallaði við Egil var hann með stúdíó í Berlín, en nýlega keypti hann gamla myllu í Brandenburg, sem er aðeins fyrir utan Berlín, eða, „eins og að keyra á Þingvelli“. Egill á 70% af öllu húsinu, sem er mjög stórt, efsta hæðin er um 200 fm og húsið er fjórar hæðir, svo lesendur geta reynt að ímynda sér þetta fallega, gamla hús með risastórum skorsteini að framan. Egill sýnir Hillbilly myndir í símanum. Rýmið var hrátt en þó rennandi vatn og rafmagn. Gamlir múrsteinar og utanáliggjandi pípur. Hillbilly finnur ilminn af myndunum. „Ég er með alla efstu hæðina, neðstu hæðina og hluta af miðhæðinni.“ Á miðhæðinni er arkitekt og verkfræðistofa. Það getur verið gott fyrir myndlistarmann að hafa verkfræðing og arkitekt innan …
Athugasemdir