Rúmlega 30 ára íslensk kona stundaði það um nokkurra ára skeið á síðasta áratug að kaupa OxyContin á Spáni og selja lyfið á Íslandi. Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að hún hafi sjálf átt við fíkniefnavandamál að stríða fram til ársins 2013, en eftir það hafi hún um fjögurra ára skeið verið edrú og þá selt fíkniefni eins og OxyContin, Fentanýl, Rítalín og Contalgen.
Stundin fjallar um mál konunnar vegna umfjöllunar blaðsins um ópíóðafaraldurinn sem skekið hefur Bandaríkin, og Ísland líka að vissu leyti, síðastiðin 20 ár. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis var annar stærsti seljandi morfínskyldra verkjalyfja í Bandaríkjunum á árunum 2006 til 2014 þegar samheitalyfjafyrirtæki byrjuðu að framleiða samheitalyf Oxycontins, morfínlyfs lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma. Lyfjafyrirtækið sem eignaðist Actavis á endanum, Teva, hefur verið dæmt til að greiða skaðabætur í einstaka fylkjum Bandaríkjanna vegna ábyrgðar sinnar á ópíóðafaraldrinum.
Konan segist …
Athugasemdir