Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brotið gegn stúlkum sem sýna áhættuhegðun

Ekk­ert sér­hæft úr­ræði er til stað­ar til að vista stúlk­ur á ung­lings­aldri sem sýna af sér áhættu­hegð­un. Starfs­hóp­ur sem skoð­aði þjón­ustu við hóp­inn fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu seg­ir yf­ir­völd ekki upp­fylla laga­leg­ar skyld­ur sín­ar.

Brotið gegn stúlkum sem sýna áhættuhegðun
Lokunin ótímabær Starfshópurinn telur að lokun Laugalands hafi verið ótímabær enda ekki annað úrræði til staðar. Mynd: Páll Stefánsson

Yfirvöld uppfylla ekki lagalegar skyldur sínar með því að ekkert sérhæft úrræði er til staðar á landinu til að vista stúlkur á aldrinum 13 til 18 ára sem sýna áhættuhegðun utan heimilis þeirra. Eina slíka úrræðinu var lokað síðastliðið sumar. Starfshópur sem hafði það hlutverk að skoða með hvaða hætti best mætti sinna þessum hópi skorar á yfirvöld að opna án tafar öruggt og kynjaskipt úrræði fyrir þessar stúlkur.  

Í dag er því ekki til staðar meðferðarheimili til að vista stúlkur á þessu aldursbili, sem þurfa á sérhæfðri meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintrar afbrotahegðunar, utan heimilis þeirra. Eina slíka úrræðinu sem til staðar var, Laugalandi í Eyjafirði, var lokað í júní á síðasta ári. Rekið er eitt meðferðarheimili fyrir þennan aldurshóp, Lækjarbakki í Rangárþingi ytra, en meirihluti þeirra sem þar sækja meðferð eru drengir.

„Starfshópurinn telur lokun Laugalands hafa verið ótímabæra“
úr skýrslu starfshópsins

„Starfshópurinn telur lokun Laugalands hafa verið ótímabæra, ekki síst þar sem um var að ræða mikilvægt og traust úrræði fyrir stúlkur og að ekki var búið að tryggja önnur úrræði af sömu gæðum fyrir lokun. Þá telur starfshópurinn áríðandi að endurskoða allt meðferðarkerfið á landinu, fyrir börn með vímuefnavanda og áfallasögu í huga, en einnig börn með fjölþættan vanda,“ segir í skýrslu starfshópsins, sem skilað var í september á síðasta ári. Skýrslan hefur enn sem komið er ekki verið birt opinberlega.

Starfshópurinn var skipaður af Barnaverndarstofu, að beiðni Ásmundar Einars Daðasonar þáverandi félagsmálaráðherra. Samið var við Rótina – félag um velferð og lífsgæði kvenna – um utanumhald og vinnu starfshópsins, í kjölfar lokunar Laugalands.

Ánægja með meðferðarheimilið þrátt fyrir fyrri sögu

Almenn ánægja hefur verið með starfsemina á Laugalandi í tíð síðasta rekstraraðila, þó að ljóst sé af umfjöllun Stundarinnar í fyrra um heimilið að pottur hafi verið brotinn í rekstri þess fyrir þann tíma. Þannig sýni viðhorfskönnun gerð árið 2017 mikla ánægju barnaverndarstarfsfólks með þjónustu heimilisins og mikill meirihluti þeirra taldi að meðferðin hefði gagnast stúlkunum mjög vel. Þá lýstu fyrrverandi skjólstæðingar og aðstandendur þeirra andstöðu við að heimilinu yrði lokað undir yfirskriftinni „Laugaland bjargaði mér.“

„Með lokun Laugalands er í raun búið að útiloka stúlkur frá slíku úrræði“
úr skýrslu starfshópsins

Rekstraraðili Laugalands sagði upp samningi um reksturinn um áramótin 2020-2021. Lýstu starfsmenn heimilisins þá yfir áhuga sínum á því að halda rekstrinum áfram. Bentu þeir í yfirlýsingu á að til staðar væri mikill mannauður með mikla reynslu. Jafnframt lýstu starfsmennirnir því að þeir teldu varhugavert að loka meðferðarheimilinu á þeim óvissutímum sem hefðu skapast með heimsfaraldri Covid-19 enda hefðu áhrif faraldursins á skjólstæðingahópinn ekki komið fram að fullu. Auk þess væri óásættanlegt að fækka enn úrræðum fyrir einn af viðkvæmustu hópum þjóðfélagsins.

Ástæður lokunarinnar voru sagðar að fáar umsóknir hefðu verið um meðferð á Laugalandi og að um óhentuga rekstrareiningu væri að ræða. Starfshópurinn bendir á að staðan síðan Covid-19 faraldurinn braust út hafi um margt verið óvenjuleg. „eru fulltrúar hópsins ekki sannfærðir um að eftirspurn eftir úrræðinu sé ekki til staðar. Margar vísbendingar eru um að ofbeldi á heimilum hafi aukist í farsóttinni og félagslegir erfiðleikar einnig. Má ætla að slík staða muni frekar auka á eftirspurn eftir úrræðum á vegum barnaverndaryfirvalda á næstu misserum.“ Þá hafi um faglega góða rekstrareiningu verið að ræða, burtséð frá rekstrarlegu hagkvæmi Laugalands.

„Þrátt fyrir eflingu MST [fjölkerfameðferðar] og stuðningsúrræða inni á heimilum fjölskyldna er alltaf hópur sem þarf vistun utan heimilis og með lokun Laugalands er í raun búið að útiloka stúlkur frá slíku úrræði þar sem ekki hentar að vista þær með drengjum á Lækjarbakka,“ segir í skýrslu starfshópsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Það ver sent til mín stúlka 15 ara gömul sem eingin réði við vegna hegðunarvanda .
    Tek það fraqm að ég er metaður byggingameistari en ekki sálfraðingur eða stafantdi sem fulltrúi banavaerndar .

    Barna vernd Hafnarfjarðar kom hér og tók út allar astaeður fyrir svona únglinga sem voru allt í laeg að mati barnaverndar Hafnarfjarðar og fulltrúa félgsmála Hafnarfjarðar .

    Ég vissi ekkert um hag stúlkunar, enda kom hún til mín sem tamnigamaður og gekk það val vegna þess hún hafði lag á ótemjum sem er ekki öllum gefið .
    Barnavernadr yfirvöld í hafnarfyrði sáu ekkart annað úraði nema vista hanna með þroska hefu fólki sem bjuggu undir eftilit á sambíli .(Með fullir virðingu fyrir þroskaheftum)
    Sem betur fer ílengdist stúlkan hjá mér ,og oft var erfit að semja við hanna (eins og gerist oft með hesta)en það tókst og smátt og smatt kom í ljós vel gáfuð stúlka sem mér reindis vel að semja við vegna þess að það var gert á forsendum haefileika hennar ,en ekki með neinu ofbeldi .
    'i dag er þessi stulka kanski 25 árA BÚIN AÐ EIGA BARN OG BýR SÓMASAMLEGA OG ER Í NáMI OG GENGUR BARA VEL .
    Hún spurði mig hvort hún matti kalla mig afa og jatti ég því en alltaf kallaði hún mig pappa númer tvo vegna þess að pappin raunverulegi hafði gefist upp á henni .
    Þessi stulka var með einkenn ADHD og syndi alla takta svoleiðis hafileika fólks ,var til damis frekar ovirk og með mikin athyglisbrest .

    Kannaðist ég við þetta allt anda mjög svo ovirkur með mikin athyglisbrest og HALDINN HAFILEIKUM adhd MANNA /KVENNA ,og kanaðist þess vegna við takta stúlkunar af því ég hafði verið miskilin í mínu uppeldi enda ekkert verið að spá í adhd á þeim tima ..

    En síðar meir þegaqr ég hafði verið greindur með mikil enkenni ADHD(64 ára) fóru hlutirnir að breitast til batnaðar enda hafileikar þeirra sem haldnir er ADHD miklir ein oft á tíðum miskildir .

    Sá árangur sem náðist með þessari stúlkiu með aðeins hjálp hennar sjálfrar er undraverður .
    'i dag eru við óaðskiljanlegir vinir .

    En þegar leið á batan hjá stúlkuni fóru barnavendarfólk í Hafnarfyriði að herja á mig að taka leiri skjólstaðinga að mér, en sem ég treisti mér ekki til enda eingin sálfraðingur eða félaagsfulltríui og nóg af svoleiðis fólki í okkar samfélagi ,
    En enn og aftur er það orðið lenska á íslandi að ef það kostar of mikla peniga að hjalpa fólki er ekkert gert að viti .

    Stúlkan sem hjá mér var þurfti einga peniga með sér. enda van hún fyrir baeði faeði og klaeði og oft var til afgangur hannda henni ef því ver að skipta .
    En ég er þerri gaefu aðnjótandi að meta mannslifi ekki til fjár enda varð ég ekki ríkur að hjálpa þessari stulku til manns ,sem gaf mér sjálfum mikla gaefu .

    Gagtu mílu í skóm nánugans áður en þú daemir hann, og gefðu af þér án þess að vita það og þá gengur þer vel í lifnu ,Enda góð ára forsenda gós lífs
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár