Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands

Sjö kon­ur sem lýst hafa því að þær hafi orð­ið fyr­ir and­legu og lík­am­legu of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi segja að þær styðji starf­sem­ina þar í dag, und­ir öðr­um for­stöðu­manni. Hins veg­ar verði að gera upp við for­tíð­ina og tryggja virkt eft­ir­lit til að koma í veg fyr­ir að sag­an end­ur­taki sig.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands
Styðja núverandi starfsemi Konurnar sem lýstu ofbeldi sem þær hefðu orðið fyrir á Laugalandi segja að þær styðji núverandi starfsemi þar, enda sé annar rekstraraðili að heimilinu í dag. Mynd: Páll Stefánsson

Konur sem stigu fram í síðasta tölublaði Stundarinnar og lýstu harðræði og ofbeldi gegn sér þegar þær dvöldu á meðferðarheimlinu að Laugalandi á árabilinu 1997 til 2007, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Hins vegar sé ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að fortíðin sé gerð upp og tryggt sé að eftirlit sé með rekstrinum, svo ekki sé brotið á börnum sem þar dvelja.

Í síðasta tölublaði Stundarinnar voru birtar frásagnir sex kvenna af ofríki og ofbeldi sem þær lýstu að þær hefðu orðið fyrir á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, sem börn.

Konurnar lýstu því að Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumaður heimilisins á árabilinu 1997 til 2007, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, niðurrifi og að harðræði hefði verið ríkjandi þáttur í starfsemi heimilisins og því meðferðarstarfi sem þar átti að fara fram.

Gögn sem Stundin aflaði sýna að þegar árið 2000 var Barnaverndarstofu tilkynnt um meint ofbeldi og ofríki af hálfu Ingjalds. Árið 2001 fundaði umboðsmaður barna með þremur stúlkum sem dvalið höfðu á heimilinu og lýstu hinu sama. Sama ár var stjórnendum á Stuðlum og Barnaverndarstofu greint frá frásögnunum. Árið 2002 sendi umboðsmaður barna erindi á Barnaverndarstofu þar sem farið var fram á að rannsakað væri hvað til væri í frásögnunum. Engin gögn hafa komið fram sem styðja að Barnaverndarstofa hefi framkvæmt slíka rannsókn. Ingjaldur rak meðferðarheimilið á Laugalandi, og veitti því forstöðu, til ársins 2007.

„Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig“

Núverandi rekstraraðili Laugalands, Pétur G. Broddason, hefur sagt upp samningi sínum við Barnaverndarstofu um reksturinn og tekur sú uppsögn gildi um mitt ár. Fjöldi fólks, fyrrverandi skjólstæðingar og aðstandendur þeirra einkum, hefur skorað á Barnaverndarstofu að halda rekstrinum áfram enda hafi dvölin þar á tíma Péturs hjálpað því verulega.

Frásagnirnar undirstriki mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstrinum

Fjórar þeirra kvenna sem stigu fram undir nafni í síðasta tölublaði Stundarinnar hafa, ásamt þremur konum til viðbótar sem dvöldu á Laugalandi í tíð Ingjaldar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Þær leggja áherslu á að umfjöllun Stundarinnar um dvöl þeirra þar snúi ekki að núverandi starfsemi.

Í viðtölum við konurnar kom enda fram sú upplifun þeirra að Pétur hefði reynst þeim góður þegar þær dvöldu á Laugalandi. „Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni, sem má lesa hér að neðan.

Við styðjum núverandi starfsemi Laugalands 

 Undanfarið hefur umræða verið um fyrirhugaða lokun á meðferðarheimilinu Laugalandi. 

Okkur þykir mikilvægt að taka það fram að umfjöllun um dvöl okkar þar snýr ekki að núverandi starfsemi Laugalands, eingöngu þegar Ingjaldur og Áslaug voru rekstraraðilar þess. 

Við viljum taka það fram að um einskæra tilviljun var að ræða að umfjöllun okkar birtist á sama tíma og fjallað var um lokun heimilisins. 

Frásagnir okkar undirstrika og sýna fram á mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstri Laugalands. Sú staðreynd að fyrrverandi skjólstæðingar núverandi Laugalands berjast gegn lokun þess segir allt sem segja þarf. Því miður er reynsla okkar allt önnur en við samgleðjumst þeim og það er til marks um það frábæra starf sem þar hefur verið unnið.

 Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Það er mótsagnakennt að þegar hjón sem beittu börn ofbeldi réðu þar ríkjum var ekkert gert en nú þegar meðferðarheimilinu er rekið af einstaklingum sem hafa veitt ólögráða stúlkum bæði öryggi og skjól, vill ríkið loka því.  

Alexandra Magnúsdóttir

Brynja Skúladóttir 

Gígja Skúladóttir

Harpa Særós Magnúsdóttir

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Kolbrún Þorsteinsdóttir

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
9
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
3
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár