Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þolendur eigi að stýra endurkomu slaufaðra manna

Menn sem hafa beitt kyn­bundu of­beldi eiga ekki heimt­ingu á því að koma til baka í þær stöð­ur sem þeir viku úr þrátt fyr­ir að hafa gert yf­ir­bót. Þetta segja Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, Eyja Mar­grét Brynj­ars­dótt­ir og Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir.

Það er ekki sjálfsagt að menn sem hefur verið vikið frá eða þeir kosið að víkja sökum þess að þeir hafi brotið gegn konum eigi afturkvæmt í sömu stöður og þeir viku úr, jafnvel þó þeir hafi gert yfirbót og sýnt af sér bætta hegðun. Endurkoma þessarar manna þarf að miðast við hvað þolendur þeirra vilja.

Þetta er mat þeirra Gyðu Margrétar Pétursdóttur, prófessors í kynjafræði við Háskóla Íslands, Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki við sama skóla og ÓlafarTöru Harðardóttur, eins af meðlimum aðgerðahópsins Öfga. Þær eru gestir í umræðuþætti Stundarinnar um menn sem vikið hafa vegna ásakana um kynbundið ofbeldi, verið slaufað. Í 150. tölublaði Stundarinnar var rakið að á síðustu tólf mánuðum hafi á fjórða tug karlmanna sagt af sér, verið vikið frá störfum, stigið til hliðar, verið hafnað í ábyrgðarstöður og landsliðsverkefni eða verið afbókaðir úr verkefnum vegna ásakana á hendur þeim um ósæmilega hegðun, áreitni, kynbundið ofbeldi eða kynferðisbrot.

Grundvallarbreyting orðin á

Þó eldri dæmi séu til um að mönnum hafi verið slaufað fyrir hegðun af þessu tagi sem hér um ræðir þá má segja að það hafi orðið breyting á í þeim efnum á síðustu mánuðum, í það minnsta eru dæmin um menn sem hefur verið slaufað nú orðin mun fleiri en var áður.

„Breytingin er sú að við sem samfélag erum komin á það stig að það er orðin skilningur á því að það þurfi að skapa rými fyrir þolendur. [...] Þetta er svo mikilvægt. Þess vegna hafa konur verið að segja frá, til að skapa sér þetta rými, til þess að þurfa ekki að hafa gerendur sífellt í andlitinu á sér, þurfa að hlusta á að við sem samfélag séum að mæra þá og skapa þeim sífellt meiri stöðu og meiri völd,“ segir Gyða aðspurð um þá breytingu.

Ólöf Tara segist telja að #metoo-byltingin hafi haft þau áhrif að konur hafi í krafti fjöldans fundið styrkinn í hverri annarri til að segja frá brotum sem þær hafa orðið fyrir. Þá sé einnig orðin breyting á viðhorfi og skilningi samfélagsins á því hverjir það séu sem beiti kynbundnu ofbeldi. „Við erum að krafsa í afskrímslavæðinguna, þetta eru valdamiklir menn, þetta eru myndarlegir menn, menn sem eru dýrkaðir og dáðir í samfélaginu. Við höfum í svo langan tíma verið á því að gerendur séu skrímsli í húsasundum en nú erum við að krafsa í það að þetta eru menn í alls konar stöðum. Ég held að þessi metoo bylting verði til þess að við sjáum betur hvernig hægt er að misbeita völdum með þessum hætti.“

„Þolendur þurfa ennþá meira rými“
Ólöf Tara Harðardóttir

Eyja Margrét segist telja að sú viðhorfsbreyting nái til sífellt fleiri í samfélaginu og sé að að verða meirihlutaviðhorf, það er að kynbundið ofbeldi sé faraldur sem bregðast verði við. „Það hefur verið sérstaklega áberandi kannski síðasta árið að karlar hafa verið að tjá sig um þessi mál, sýna að þeim standi ekki á sama og taki það til sín að gera eitthvað í málunum. Auðvitað eru það aldrei allir en ég held að við höfum séð aukningu þar.“ Engu að síður sé sú barátta sem á sér stað eftir sem áður leidd af konum og kvennahreyfingum, um það eru viðmælendur allar sammála. Hins vegar sé afar mikilvægt að víkka umræðuna sem mest út. „Við þurfum alla með okkur, við þurfum öll kyn og fleiri raddir inn í umræðuna, fleiri vinkla. Ofbeldi birtist í svo mörgum kimum samfélagsins. Ég veit til að mynda að þau sem eru kynsegin upplifa sig svolítið útundan í þessari baráttu því orðræðan er svo kynjuð,“ segir Ólöf Tara.

Vantraust á réttarkerfinu áhrifaþáttur

Ein skýringin á því hvernig #metoo hreyfingin sprakk út og hefur verið viðvarandi síðustu ár, sem meðal annars hefur skilað því að mönnum hafi verið slaufað eftir að greint hefur verið frá brotum þeirra, er að mati viðmælenda vantrú þolenda á réttarkerfið, á lögreglu og réttarvörslukerfið í heild sinni. Þær Gyða, Eyja Margrét og Ólöf Tara segja enda að sagan sýni að sú vantrú sé réttmæt. Ólöf Tara segir að margir þeirra þolenda sem Öfgar hafi verið í samskiptum við hafi látið reyna á réttarkerfið en margir hafi hins vegar ekki látið á það reyna, vegna sögunnar og hvernig það hafi brugðist þolendum í gegnum tíðina. „Samfélagsumræðan er núna meira styðjandi við þolendur en þó menn séu núna að stíga til hliðar eigum við enn töluvert í land. Þolendur þurfa ennþá meira rými.“

„Það er ekki sjálfkrafa hægt ganga aftur inn í fyrra hlutverk eða starf“
Eyja Margrét Brynjarsdóttir

En það dugar ekki bara til að menn víki frá, og komi svo kannski til baka í sömu stöður og þeir áður gengdu að tilteknum tíma liðnum eins og hvítþvegnir englar. Þeir sem hafa orðið uppvísir að því að beita kynbundnu ofbeldi þurfa með einhverjum hætti að gera alvöru yfirbót. „Númer eitt þurfa þeir strax að láta af þessari hegðun og aldrei endurtaka hana. Það sem ég myndi helst vilja sjá er að þeir sem hafi brotið af sér fókusi á hvernig þeir geti orðið betri menn og lært að hegða sér með tilhlýðilegum hætti. Það er það sem raunveruleg iðrun og yfirbót snýst um, ekki hvað þarf að gera til að geta fengið gamla djobbið sitt aftur. [...] Það er ekki sjálfkrafa hægt ganga aftur inn í fyrra hlutverk eða starf, það getur verið allur gangur á því hvort það sé raunhæft markmið. Það hefur auðvitað gerst hjá alls konar fólki í gegnum söguna að fólk hefur tapað einhverri forréttindastöðu sem það hefur haft út af hneykslismáli, út af ásökunum, út af einhverju. Stundum hafa það verið réttmætar ásakanir, stundum ekki, en fólk hefur tapað mannorði sínu. Það getur haft miklar afleiðingar og það er ekki endilega hægt að panta það til baka eftir kannski sex mánuði og ætlast til að fá allt til baka, það er ekki þannig sem þetta virkar,“ segir Eyja Margrét.

Þær Gyða, Eyja Margrét og Ólöf Tara segja að þrátt fyrir að menn sem hafi brotið af sér geri yfirbót, sýni raunverulega að þeir hafi bætt sig og séu orðnir breyttir og betri menn sé endurkoma þeirra ekki sjálfsögð. Þeir eigi ekki endilega heimtingu á því að koma til baka og setjast í ábyrgðarstöður, stýra fyrirtækjum, keppa fyrir Íslands hönd í íþróttum eða marka sér sess í menningarlífi. „Þeir eiga ekkert tilkall til að komast aftur í valdastöður sem gerir þeim auðveldara fyrir að beita ofbeldi og misbeita valdi sínu. [...] Mér finnst þetta þurfa að miðast við hvað þolendur vilja og þetta samtal þurfi að vera við þolendur, ef þeir eru tilbúnir í það samtal,“ segir Ólöf Tara.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár