Efniviður sýningarinnar er öræfi Íslands sem geta virst okkur ókunn og nákomin í senn. Verkin eru unnin á gamlar og útrunnar 35mm filmur sem eru rifnar upp á metralanga striga. Útkoman skapar dularfull og drungaleg hughrif, þótt myndirnar sýni klassískt íslenskt landslag, hraunbreiður og fjallstinda.
Þegar Hillbilly kemur á sýninguna gengur hún inn í Portið, í gegnum salinn, upp tvær tröppur og síðan til vinstri. Þar stendur Eva, inni í rými þar sem veggirnir eru þaktir hvítum löngum spýtum, sem minna á línur í stílabók. Á þeim hanga þrjú verk. Svolítið eins og að ganga inn í hlöðu í óbyggðum og verkin eru gluggarnir á hlöðunni. „Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit,“ segir Eva þegar hugmyndin kemur upp, en þar átti hún eitt sinn heima. Gluggarnir sýna svarthvítar óbyggðir, viðkvæma íslenska náttúru. Það er draumkennt en á sama tíma jarðbundið.
Nafn sýningarinnar, 518 …
Athugasemdir