Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit“

Nú stend­ur yf­ir fjórða einka­sýn­ing Evu Schram, mynd­list­ar­sýn­ing sem ber heit­ið 518 auka­næt­ur, í Galle­rí Port á Lauga­vegi 32. Eva hef­ur kom­ið víða við. Fyr­ir ut­an ljós­mynda­nám, lærði hún tungu­mála- og þýð­inga­fræði við Há­skóla Ís­lands og lauk leið­sögu­manna­námi sem hún seg­ir hafa styrkt tengsl­in við nátt­úru Ís­lands.

„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit“

Efniviður sýningarinnar er öræfi Íslands sem geta virst okkur ókunn og nákomin í senn. Verkin eru unnin á gamlar og útrunnar 35mm filmur sem eru rifnar upp á metralanga striga. Útkoman skapar dularfull og drungaleg hughrif, þótt myndirnar sýni klassískt íslenskt landslag, hraunbreiður og fjallstinda.

Eva Schram

Þegar Hillbilly kemur á sýninguna gengur hún inn í Portið, í gegnum salinn, upp tvær tröppur og síðan til vinstri. Þar stendur Eva, inni í rými þar sem veggirnir eru þaktir hvítum löngum spýtum, sem minna á línur í stílabók. Á þeim hanga þrjú verk. Svolítið eins og að ganga inn í hlöðu í óbyggðum og verkin eru gluggarnir á hlöðunni. „Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit,“ segir Eva þegar hugmyndin kemur upp, en þar átti hún eitt sinn heima. Gluggarnir sýna svarthvítar óbyggðir, viðkvæma íslenska náttúru. Það er draumkennt en á sama tíma jarðbundið.

Nafn sýningarinnar, 518 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár