Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Berdreymi verðlaunuð á Berlinale hátíðinni

Ný kvik­mynd Guð­mund­ar Arn­ars Guð­munds­son­ar var val­in besta evr­ópska kvik­mynd­in úr svo­köll­uð­um Panorama flokki há­tíð­ar­inn­ar í Berlín af Sam­tök­um evr­ópskra kvik­mynda­húsa, Europa Cinem­as.

Berdreymi verðlaunuð á Berlinale hátíðinni
Berdreymi hópurinn á Berlinale Guðmundur Arnar Guðmundsson (til hægri) fær lof fyrir nálgun sína á líf ungmenna í Reykjavík. Mynd: b'Brigitte Dummer'

Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, hefur hlotið verðlaun á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Samtök evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, völdu myndina sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín.

Myndin var frumsýnd á hátíðinni síðasta föstudag og er hún önnur mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar leikstjóra í fullri lengd, en hann leikstýrði myndinni Hjartasteinn sem kom út árið 2016. Leikarahópurinn úr myndinni var viðstaddur hátíðina, mikið til ungt fólk sem var að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, tók á móti verðlaunum í Berlín fyrir hönd hópsins. 

Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að verðlaunin séu þýðingarmikil þar sem Samtök evrópskra kvikmyndahúsa muni styðja við dreifingu myndarinnar um alla Evrópu eða í allt að 1143 kvikmyndahúsum í 44 löndum sem eru hluti af samtökunum. Á ensku hefur myndin fengið titilinn Beautiful Beings.

Úr BerdreymiMyndin fer í dreifingu í fjölda kvikmyndahúsa erlendis.

„Önnur mynd Guðmundar veitir sannarlega harða sýn á hóp unglingsdrengja sem reyna að finna veginn áfram þrátt fyrir að tengja illa við brotnar fjölskyldur sínar,“ segir meðal annars í orðum dómnefndarinnar. „En það er hlýjan, samhliða ofbeldinu, sem gerir þetta að mynd sem fólk verður að sjá.“

Fjallar um ofbeldi og vináttu ungmenna

Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að eyðileggingu og ofbeldi en kynnast einnig sannri vináttu. Þegar hegðun strákanna stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir.

Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár