Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST, segir að laxadauðinn hjá Arctic Fish í Dýrafirði, sem kominn var upp í 3000 tonn samkvæmt síðustu tölum, sé mesti dauði og tjón sem hefur átt sér stað í sögu íslensks laxeldis. „Þetta er talsvert tjón. [...] Ef við bara horfum á umfangið og tjónið í verðmætum þá er þetta langstærst. Án nokkurs vafa. Það er bara ekkert í líkingu við þetta núna,“ segir Gísli en framleiðsla íslenskra laxeldisfyrirtækja hefur aukist mjög á liðnum árum.
Til að undirstrika þetta voru 34 þúsund tonn af óslægðum norskum eldislaxi framleidd á Íslandi árið 2020 á meðan þau voru rétt rúmlega 3.200 árið 2015. Því er um að ræða rúmlega tíföldun í framleiðslunni á einungis fimm árum. Samhliða þessari aukningu getur tjón í framleiðslunni aukist.
Ef þetta er ekki upp á landi þar sem hægt er að hafa stjórn á eldinu í sátt við umhverfi og mannlíf þá á ekki að leyfa þetta.
25-50%. Í Arnarfirði var t.d. sláturskip, sem tók 1200 tonn + slátrun brunnbátanna
en ekki 775 tonn eins og MAST reynir að falsa. Skástu upplýsingarnar koma í gegnum kauphöllina í Osló, þar sem eigandinn samt reynir að halda sig við lægstu mögulegu tölur. Öll eru tjónin ótryggð eða eiga að vera ótryggð skv. eðlilegum tryggingaskilmálum.
Ástæða þessarra stórkostlegu tjóna - fyrir utan náttúrutjón, náttúrusóðaskap og dýraníð - er fyrst og fremst ofsetnar kvíar, langt umfram heimildir. Allt of mikill fiskur er settur í kvíarnar í byrjun og því fór sem fór. Hvar er eftirlitið hjá Umhverfisstofnun og MAST?
Öll þessi ósköp eru að auki á ábyrgð Alþingismanna, sem hafa látið telja sér trú um að sjókvíaeldið sé bjargvættur þeirra byggða, sem eru kvótalausar eftir útreið 40 ára kvótakerfis. Gjafir þjóðarinnar með ókeypis afnotum norskra auðfyrirtækja af Vestfjörðum og Austfjörðum koma því miður aldrei í stað þjóðargjafa kvótans.
Muna menn ekki Verbúðina?