Er glæpur að segjast vilja drepa íslenska blaðamenn? Nei.
Er glæpur að fela peninga í skattaskjólum? Nei.
Er glæpur að múta erlendum ráðamönnum til þess að eignast auðlindir lands þeirra og rústa í leiðinni áratuga þróunaraðstoð sem miðar að því að hjálpa þróunarríki að koma undir sig fótunum? Nei.
Er glæpur að segja frá þessu? Já.
„En þó þú slítir úr mér tunguna, þá hefur þú ekki sýnt fram á að ég sé lygari. Aðeins sannað að þú hræðist það sem ég hef að segja“
Eitt af höfuðeinkennum fasista er knýjandi þörf til þess að þagga niður í fjölmiðlum. Fasisminn í eðli sínu treður á mannréttindum, starfar óheiðarlega, með ofbeldi og þegar fjölmiðlar fletta ofan af því er hið sanna eðli fasistans afhjúpað. Þá afhjúpun þarf að mála upp sem óheiðarleika. Fasistinn setur sig í stellingar fórnarlambs, kveinkar sér og nær jafnvel að sannfæra hluta almennings um að svart sé hvítt og að moldríkir eiginhagsmunaseggir séu að starfa í þágu fólksins í landinu.
Við skulum ekki heldur falla í þá gryfju að lýðræðislega kjörnir fulltrúar geti ekki verið fasistar. Flestir fasistar hafa verið kosnir til valda eða settir á valdastóla af kjörnum valdhöfum.
Bjarni Ben er til dæmis fasisti. Hann hefur farið lýðræðislegu leiðina að taumunum en það útilokar athugið á engan hátt að hann sé fasisti. Þegar fjölmiðlar hafa fjallað um óþægileg mál sem afhjúpa hann þá notar hann ítök innan Sjálfstæðisflokksins sem ná inn í dómsmálaráðuneytið og lögregluna og setur lögbönn á umfjöllunina. Aðeins fasistar gera svona hluti. Þegar skýrslum er skilað til hans sem sýna hann í slæmu ljósi og útskýra á nákvæman hátt hvernig hann hefur brotið af sér þá felur hann þær skýrslur þar til hann kemst ekki upp með það lengur og áhrif þeirra upplýsinga sem þær geyma eru minni.
Það er ekkert mál að klæða aumingja í jakkaföt eða jafnvel fína buxnadragt en viðkomandi er engu minni aumingi fyrir því.
Grímusafnarinn
Sjálfstæðisflokkurinn er allskonar. Hann er til dæmis fingralangur grímusafnari sem teygir sína löngu arma inn í dómsvaldið með skipun dómara, inn í lögregluna með stöðugum völdum yfir dómsmálaráðuneytinu, inn í peningakistu landsins með því að flétta snyrtilega saman flokkinn við meginþorra kvótaeigenda.
Þetta eru hinar ýmsu grímur sem valdastétt landsins setur upp. Stundum er hún Bjarni að gera sig auman í fjölmiðlum hvað allir séu vondir við hann að benda á hversu mikill fúskari hann sé. Stundum er gríman Þorsteinn Már að gera sig auman í fjölmiðlum hvað allir séu vondir við hann að benda á hversu mikill spillingarpési og drullusokkur hann sé. Stundum er gríman Áslaug Arna að fljúga í þyrlu, hringjandi í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að spyrja af hverju í fjandanum verið sé að segja frá því að Bjarni Ben sé að brjóta sóttvarnarlög, vísandi fylgdarlausum börnum úr landi á sama tíma og flennistórar myndir af henni prýða strætóskýli þar sem hún þykist elska frelsi. Stundum er gríman Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri að banna umræðu um kynferðisbrot á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og nú síðast að kalla blaðamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðra. Af því skipstjóri að norðan týndi símanum sínum.
Sími sko. Fullt af lögreglufólki er á launum við að rannsaka hvarf á síma. Hóandi í fólk að ferðast þvert yfir landið til þess að svara spurningum. Um týndan síma. Hjóli vinar míns sem kostaði rúma hálfa milljón var stolið, hann var með myndband af þjófnum og lögreglan gerði ekki rassgat í hálft ár og á endanum fann almennur borgari hjólið fyrir hann. Ofbeldismál firnast á borði lögreglunnar. En sími skipstjóra Samherja týnist og fólk er kallað til yfirheyrslu? Og Bjarni hendir í langan vandlætingarpistil til þess að verja þessi störf lögreglu? Halda þau að við séum tveggja ára?
Sjálfstæðisflokkurinn, Samherji, Bjarni, Áslaug og Páley tilheyra sama költi. Eru bara hin ýmsu höfuð sama skrímslis. Þau birtast í mismunandi myndum en öll starfa þau að því fullum kröftum að verja eignarhald fámenns hóps yfir auðlindum landsins. Passa að peninga ríkustu Íslendingana séu örugglega sem minnst notaðir í að bæta líf okkar allra.
Ótrúleg óheppni
Sá söguþráður sem þau reyna sífellt að selja okkur í gegnum öll spillingarmál er sami ótrúverðugi leirburðurinn. Að engin spilling sé að eiga sér stað. Að þessi mafía öll sé í raun eins og óheppin grísk goðsagnapersóna úr harmleik, sem er alltaf algjörlega saklaus en allt sem hún gerir lítur út eins og spilling. Að fjölmiðlafólk sem segir frá spillingunni séu hinir raunverulegu vondukallar.
„Sígaretturnar eru ekki vandamálið bara krabbameinið sem þær ollu“
Hvort er líklegra, að hér sé um að ræða hóp af samviskulausum þjófum, hjálparhellum þeirra og viðhlæjendum sem áratugum saman hafa rænt, svindlað og logið að Íslendingum EÐA að við sem teljum okkur sjá í gegnum grímuna séum bara svona rugluð og blind af öfundsýki að við sjáum ekki að höndin sem við gripum við að lyfta veskinu upp úr rassvasanum okkar var raunverulega að reyna að létta undir með okkur.
Það að reyna ítrekað að þagga niður í fjölmiðlum er ekki léttvægt mál. Það er skýrt merki um fasisma. Bjarni getur reynt að draga dulu yfir þá þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár með lögfræðilegri orðasúpu, eins og hann er duglegur að gera, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann er fasisti. Formaður fasistaflokks. Flokks sem er eitt með örsmáum hóp sem ræður yfir auðlindum landsins. Og nú er fasistaflokkurinn að nota ítök sín innan lögreglunnar til þess að þagga niður í blaðamönnum sem ógna peningaskápnum.
Fasistar hætta ekki allt í einu að fasistast þegar þeir hafa fengið sig fullsadda. Þeir halda áfram að hakka í sig fólk sem stendur í vegi fyrir þeim þar til enginn er eftir til að andmæla. Ef þið viljið þann raunveruleika, verði ykkur að góðu. Ef ekki, finnið þá fasista í dag og segið honum að fara í rassgat.
Fasistarnir koma ekki alltaf marserandi inn með þýskan hreim í leðurstígvélum með hakakross á upphandleggnum hatandi gyðinga.
Stundum læðast þeir inn bakdyramegin, syngjandi þjóðsönginn, skreytandi kökur og sannleikann.
Fasistar eru mun harðari þegar að kemur að hugmyndafræði - sem er engin hjá BB, önnur en sú að vera þægur strákur fyrir pabba og flokkinn - Fasistar eru rosa uppteknir af því að hatast við vinstri menn, útlendinga, öll réttindi kvenna og hinsegin fólks, með því m.a. að vísa til ímyndaðrar útópíu, sem er í seilingarfjarlægð.
En andskotans vinstrið og feministarnir og kynvillingarnir standa í veginum.
Möo. Fórnarlambs fantasía fyrir öfga hægri íhaldið
Flokksdindlarnir lof'ann.
Og Helvíti við hagsæld býr,
á hæðinni fyrir ofan.
Og ekki á að fara neitt milli mála hver er fasisti og hver ekki ef menn alment not heilann og einhverjar hvarnir séu eftir þar. eftir heilaþvott fasistana .
Meðvirkni og otti um eigin hag er að ríða þjóðini til ANDSKOTANS EÐA TIL HEIMKYNA FASISTANNA .
Og óttinn hefur heldur betur snúist í höndum almennigs sem atti að skigreina óttan og bena óttanum í réttan farveg eða að óvini sínum frekar heldur en að óttast um afkomu sína.
Ottin er okkur eðlilegur og óumflýjanlegur annars verum við ekki til .
Þess vegna ber að umgangast óttan af virðingu af því hann bera er.
Og nota óttan okkur til lífs sem sómi er að fyrir allt líf á jörðini.
Ef sumir A eru B og sumir B eru C, eru þá sumir A, C
Er það fasismi að verja siðferðislega vafasama gjörninga í nafni hugmyndafræði sinnar?
Hvað kallar maður þá blaðamann sem nýtir sér stolin gögn úr einkasamtölum til þess að styðja og verja eigin frásagnarramma?
Ég er heldur ekki viss um að rándýrt stolið reiðhjól sé samanburðar hæft við stolin samskipti, sem hæglega er hægt að handtína úr til þess að styðja þann frásagnarramma sem handhafi aðhyllist.
Ég er þó sammála því að það eru margir glæpir alvarlegri en þetta sem fá litla sem enga athygli sem er gagnrýnivert, en fasismi? Ég er ekki viss, í það minnsta þarf ég meira heldur en að heyra/lesa orðið.
En það sem virkilega fríkar mig út er að þúsund manns kunnu að meta þessa frétt. Sem þýðir að það eru mögulega meira en þúsund manns hérna úti í samfélaginu sem hugsa að stjórnmálamenn sem að þau treysta ekki HLJÓTA að vera fasistar.
Þennan pistil ætla ég að geyma og lesa aftur og aftur. Hafðu þökk fyrir Bragi Páll.