Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum

Þor­steinn Már Bald­vins­son, stofn­andi og for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki kann­ast við þær að­stæð­ur sem Ver­búð­in dreg­ur upp. Í þátt­un­um er vitn­að nán­ast orð­rétt í hans eig­in um­mæli og að­stæð­ur sem komu upp þeg­ar Sam­herja keypti tog­ar­ann Guð­björg­ina, eða Gugg­una, ár­ið 1997.

Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum
Þorsteinn Már og Gunnar Már Þeir Þorsteinn Már hjá Samherja og Gunnar Már í Verbúðinni segja nánast sömu hlutina þegar þeir réttlæta viðskipti sín með aflatogarana Guðbjörgina og Þorbjörgina á Vestfjörðum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja, segist ekki kannast við þær aðstæður í sjávarútvegi sem sýndar eru í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni. Í þáttunum er dregin upp mynd sem svipar mjög til viðskipta Samherja með sjávarútvegsfyrirtækið Hrönn á Ísafirði og togara þessa, Guðbjörgina eða Gugguna, árið 1997.

Þetta gerðist vegna þess að frjálst framsal og veðsetning fiskveiðiheimilda var heimilað á Íslandi, eins og rakið er í þáttunum með dramatískum hætti. Sjávarútvegsfyrirtkjum var þá heimilað að flytja kvóta til og frá byggðarlögum eftir eigin hentisemi og gera út og landa fiski þar sem þeim hugnaðist.  

Í viðtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már um Verbúðina: „Ég ætla bara að segja að ég hef tengst sjómennsku í áratugi, lengi. Og hef tekið þátt í þessu sem atvinnurekandi frá ’83. Ég kannast ekki við þessa mynd sem er verið að draga upp.“ 

„Þorbjörgin verður áfram gul og gerð út frá Vestfjörðum“
Gunnar Már í Verbúðinni

Guðbjörgin og Þorbjörgin, Ísafjörður og Vestfirðir

Í síðasta þætti Verbúðarinnar er, nánast orðrétt, vitnað ítrekað í orð sem Þorsteinn Már lét frá sér fara í tengslum við kaup og síðar sölu á togaranum Guðbjörginni, eða Guggunni, á árunum 1997 og 1999. Samherji keypti þá útgerðina Hrönn á Ísafirði sem átti Guðbjörgina. Þorsteinn Már sagði þá hina fleygu setningu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Í Verbúðinni heitir togarinn sem um ræðir Þorbjörgin. 

Í þáttunum er persóna sem heitir Gunnar Már sem kaupir sjávarútvegsfyrirtækið á Vestfjörðum sem Verbúðin fjallar um. Þessi karakter, sem leikinn er af Hilmari Guðjónssyni, segir meðal annars á fundi þar sem salan á Þorbjörginni er kynnt: „Þorbjörgin verður áfram gul og gerð út frá Vestfjörðum.“

Þorsteinn Már og Gunnar Már í viðtölumÞorsteinn Már í viðtali við RÚV í Landsrétti í gær þar sem hann sagðist ekki kannast við aðstæðurnar í Verbúðinni. Gunnar Már í viðtali í Verbúðinni þar sem hann réttlætir söluna á Þorbjörginni.

Samkomulagið milli Samherja og Hrannar

Í Verbúðinni er sena þar sem bæjarstjórinn í þorpinu, eigandi sjávarútvegsfyrirtækisins, Harpa (Nína Dögg Filippusdóttir), og Gunnar Már kynna söluna á skipum og kvóta útgerðarinnar fyrir íbúunum. Þar gefur Gunnar Már fögur fyrirheit um að útgerðin muni áfram gera út frá plássinu og talar Gunnar Már meðal annars um mannkosti Hörpu og að hún myndi ekki selja útgerðina nema að tryggt væri að hún yrði áfram gerð út frá Vestfjörðum. „Við höfum ávallt haft það að leiðarljósi að styrkja uppbyggingu og innviði þessara fyrirtækja á hverjum stað fyrir sig. [...] Bæjarbúar ættu að þekkja Hörpu Sigurðardóttur það vel að það er henni mikið í mun að tryggja framtíð Þorbjargarinnar og bæjarins. [...] Það ætti þó að vera mönnum alveg ljóst að hún myndi aldrei íhuga að selja aðilum með áform sem endurspegla ekki hennar eigin. Þorbjörgin verður áfram gul og hún verður gerð út frá Vesfjörðum. “

Þegar Samherji keypti Hrönn og Gugguna árið 1997 var með sambærilegum hætti haft eftir Þorsteini Má að Ísfirðingar ættu nú að þekkja eigendur Hrannar það vel að þeir ættu að vita að þeir beri hag bæjarins fyrir brjósti.  Í blaðinu Bæjarins Besta árið 1997 var haft eftir Þorsteini Má, og var þetta kvót endubirt í bókinni Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku: „Ég held að Ísfirðingar eigi nú að þekkja þá Guðmund Guðmundsson og Ásgeir Guðbjartsson það vel að þeir ættu að átta sig á hvað vakir fyrir þeim, og því sem þeir eru að gera, en það er einfaldlega að tryggja að Guðbjörgin verði á Ísafirði áfram.“

Ásgeir Guðbjartsson var einn af eigendum Hrannar. Sonur Ásgeirs, Guðbjartur Ásgeirsson, var skipstjóri á Guðbjörginni. Eftir söluna hóf hann störf fyrir Samherja og vann hjá fyrirtækinu allt til ársins 2012

Þegar Samherji keypti Hrönn árið 1997 var meðal annars undirrituð sérstök yfirlýsing þess efnis að Guðbjörgin yrði áfram gerð út frá Ísafirði. Kristinn Gunnarsson, ritstjóri og fyrrverandi þingmaður, birti þessa yfirlýsingu á bloggsvæði sínu árið 2018. Þar sagði: „Hluthafar Samherja h.f. Akureyri og Hrannar h.h. Ísafirði hafa undirritað samkomulag um að sameina þessi sjávarútvegsfyrirtæki. Samkomulag er um að útgerð Guðbjargar ÍS verði óbreytt frá því sem verið hefur á Ísafirði.“ 

Undir yfirlýsinguna skrifuðu Þorsteinn Már og Ásgeir Guðbjartsson. 

Í báðum tilfellum, í raunveruleikanum og í Verbúðinni, undirstrikuðu þeir Þorsteinn Már og Gunnar Már að seljendur útgerðanna myndu aldrei selja nema tryggt væri að Guðbjörgin og Þorbjörgin yrðu áfram gerð út frá viðkomandi plássum á Vestfjörðum. 

Eftir söluna á útgerðunum var það hins vegar ekki lengur í höndum eigenda þeirra hvað yrði um þær. Þetta var ákvörðun sem nýr eigandi útgerðanna hafði í hendi sér, það er að segja Þorsteinn Már hjá Samherja og Gunnar Már í Verbúðarþáttunum. 

Orð um síbreytilegan sjó og pólitík

Í tilfelli Verbúðarþáttanna hættir Þorbjörgin strax að gera út frá þorpinu á Vestfjörðum en skipinu er snúið við þegar það er á siglingu inn fjörðinn. 

„Starfsemi fiskveiða er eins og sjórinn sjálfur; tekur stöðugum breytingum“
Gunnar Már í þáttunum Verðbúðinni árið 2022

Í þáttunum útskýrir Gunnar Már þá ákvörðun sína að efna ekki loforð sitt um að gera Þorbjörgina út frá plássinu með eftirfarandi orðum: „Starfsemi fiskveiða er eins og sjórinn sjálfur; tekur stöðugum breytingum. [...] Við getum ekki tamið fiskinn og þess vegna þurfum við að elta hann þangað sem hann er að finna. Það er alveg óháð því úr hvaða byggð er siglt.“ Þegar Gunnar Már er spurður að því hvort þetta sé ekki þvert á gefin loforð segir hann: „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég lofaði aldrei nokkrum hlut. Það má kannski hafa á því skoðun að orðavalið hafi verið óheppilegt.“

„Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, árið 1999

Í tilfelli Samherja og Guðbjargarinnar var ferlið hægara. Skipið hélt áfram að gera út frá Ísafirði til ársins 1999 þegar það var selt til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og skipti um nafn yfir í Hannover. Þegar þessi sala var kynnt um sumarið 1999 sagði Þorsteinn Már að yfirlýsingin um Gugguna hefði verið „mistök“, eins og sagði í frétt Moggans. Svo fylgdi kvótið í Þorstein Má sem er nánast birt orðrétt í Verbúðinni „Aðstæður í sjávarútvegi eru það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur,“ sagði hann.

Þorsteinn Már sagði við Moggann að ekki hafi verið um „bindandi loforð“ að ræða rétt eins Gunnar Már segir í þáttunum að hann hafi ekki „lofað neinu“:  „Ég bara sagði þetta og það hafði ekkert með pólitík eða bæjarstjórn að gera,“ sagði Þorsteinn Már í viðtalinu við Moggann. 

Gagnrýndi SamherjaHalldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, gagnrýndi Samherja þegar Guðbjörgin var seld úr bænum árið 1999.

Reiðin á Ísafirði

Salan á Guðbjörginni vakti mikla reiði á Ísafirði og sagði þáverandi bæjarstjóri, Halldór Halldórsson, meðal annars: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra.“

Halldór hafði orðið bæjarstjóri skömmu áður og tók hann þá við af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem varð bæjarstjóri á Akureyri.  Kristján Þór hafði áður verið stjórnarformaður Samherja. Hann spilaði stórt hlutverk í því sem bæjarstjóri Ísafjarðar að tryggja það að viðskiptin með Hrönn og Guðbjörgina gætu gengið í gegn. Líkt og í þáttunum þá átti Ísafjarðarbær forkaupsrétt að hlutabréfunum í Hrönn, forkaupsrétt sem sveitarfélagið nýtti sér ekki. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tóti Steingríms skrifaði
    Alzheimer?
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Það hefur allf verði heilagt á ílandi að standa ekki við orð sín .
    Og lýgin riður ekki einteiming þegar kemur að því að ljúga að fólki til að erignast ódýrt auðaefi þess.
    Í augum fasista er svat orðið hvítt og fasistin trúir því .
    Sem sagt ekkert mark takandi á fasistum og allra síst á alþigi okkar þar sem virðist svo að þar ráði orðið sanfaering fasistana .
    Og það versta er að stór hluti þjóðarinnar trúir raepuni sem vellur Úr munni fasistANA OG Á STUNDUM RASGATINU .
    ENDA FLÍTUR DRULLAN VÍÐA UM LAND.
    Maður heldur stundum að maður lifi í landi þar sem allir reinast þroskaheftir ,með allri virðingu fyrir þrosdkahöftum, því þeir hafa sama rétt og við sem ekki erum þroskaheft
    0
  • Jóhann Gíslason skrifaði
    Þorsteinn Már kannast ekki við það sem kemur fram í Verbúðin í. Kallast þetta ekki"að vera VERULEIKAFIRRTUR?"
    2
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hilmar Guðjónsson átti stjörnu leik í hlutverki Gunnars Más,hroki yfirlætið og ísköld manvonskan stirnir af manninum ,manni verður illa við persónuna.
    6
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skil vel að Þorsteinn Már geti ekki tengt við þetta, enda hét skipið Guðbjörg en ekki Þorbjörg. Líka skemmtileg brella hjá Akureyrarlögga að kalla blaðamenn til yfirheyrslu í beinu framhaldi af Verbúðinni. Varla er það út af hvarfi á farsíma fyrir margt löngu.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Frábær grein.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár