Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem hefur aðsetur á Akureyri, mun senda lögreglumann til Reykjavíkur í næstu viku til þess að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar um aðferðir „skæruliðadeildar“ Samherja gegn blaðamönnum.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru minnst þrír blaðamenn boðaðir í yfirheyrslu. Einn þeirra, er Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Hinir eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum.
Í boðun segir lögreglan að Aðalsteinn hafi réttarstöðu sakbornings: „Þú munt fá réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna og hefur því rétt á að mæta með lögmann með þér sem lögreglan tilnefnir þér við rannsókn málsins.“
Stundin fjallaði í maí síðastliðnum um tilraunir starfsmanna og verktaka Samherja til þess að koma óorði á blaða- og fréttamenn sem fjölluðu um mútmál Samherja í Namibíu. Þar kom meðal annars fram að þrír einstaklingar gegndu lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja: Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Sá síðastnefndi birti í sínu …
Það er ekki bara Lögbann á Stundina þar sem þaggað var niður í fjölmiðli.
Nú er skæruliðadeildin greinilega búin að yfirtaka Lögregluembættið í hjarta Samherjabæjarins.
Allir íslenskir fjölmiðlamenn settir undir einn hatt, gjörið þið svo vel! Inga Sturlu, stundum þarf að nota aðferðir sem eru ekki "venjulegar" ef/þegar blaðamaður/fjölmiðlamaður hefur vitneskju um mál sem er nauðsynlegt að komi fram. Þakkir til þeirra fjölmiðlafólks sem þorir.