Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar í sláturstærð hafa drepist í sjókvíum ísfirska laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Um er að ræða 1500 til 2000 tonn af eldislaxi sem hefur drepist og ónýst, eða allt að tæplega fjórðungi af ársframleiðslu Arctic Fish. Fiskurinn var í sláturstærð, á milli 5 og 7 kíló.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiganda Arctic Fish, norska laxeldisfyrirtækinu Norway Royal Salmon, til norsku kauphallarinnar. Norway Royal Salmon er skráð á norska hlutabréfamarkaðinn og þarf félagið að greina frá slíkum skakkaföllum í rekstri félaga í samstæðunni.
Tilkynningin barst frá Norway Royal Salmon í gær, einum degi eftir að Stundin hafði birt myndir sem sýndu mikið magn af dauðum eldislaxi sem safnað hafði verið saman á Þingeyri. Þær myndir voru birtar í sérhæfðum sjávarútvegsmiðlum í Noregi í kjölfarið ásamt umfjöllunum um málið. …
Athugasemdir (3)