Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Dauðfiski safnað Þjónustubátur Arctic Fish sést hér safna dauðfiski úr einni af kvíum fyrirtækisins í Dýrafirði á fimmtudaginn. Nu liggur fyrir að á milli 150 til 200 þúsund tonn af eldislaxi fóru í súginn, eða um 400 þúsund fiskar. Mynd: Stundin

Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar í sláturstærð hafa drepist í sjókvíum ísfirska laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Um er að ræða 1500 til 2000 tonn af eldislaxi sem hefur drepist og ónýst, eða allt að tæplega fjórðungi af ársframleiðslu Arctic Fish. Fiskurinn var í sláturstærð, á milli 5 og 7 kíló.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiganda Arctic Fish, norska laxeldisfyrirtækinu Norway Royal Salmon, til norsku kauphallarinnar. Norway Royal Salmon er skráð á norska hlutabréfamarkaðinn og þarf félagið að greina frá slíkum skakkaföllum í rekstri félaga í samstæðunni.

Tilkynningin barst frá Norway Royal Salmon í gær, einum degi eftir að Stundin hafði birt myndir sem sýndu mikið magn af dauðum eldislaxi sem safnað hafði verið saman á Þingeyri. Þær myndir voru birtar í sérhæfðum sjávarútvegsmiðlum í Noregi í kjölfarið ásamt umfjöllunum um málið. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Af hverju er Mast ekki að hamra á þeim?
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Veturinn hefur ekki verið kaldur nema í meðallagi, frost varla farið niður fyrir 10° við ströndina. Bara nokkur ár síðan svipað skeði, 1500 tonn eyðilögðust. Í ofanálag er þetta dýraníð, flestir vita hvernig tilfinning það er að skjálfa úr kulda. Norsku seiðin henta greinilega ekki fyrir íslenskar aðstæður.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Upp á land með draslið! Þar er hægt að stjórna þessu öllu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár