Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda

Tals­verð­ur laxa­dauði hef­ur ver­ið í eldisk­ví­um Arctic Fish í Dýra­firði vegna vetr­arkulda síð­ustu vik­ur. Daní­el Jak­obs­son, starfs­mað­ur Arctic Fish, seg­ir að af­föll­in séu meiri en þau 3 pró­sent sem fyr­ir­tæk­ið gerði ráð fyr­ir. Skip frá norska fyr­ir­tæk­inu Hor­da­for hef­ur ver­ið not­að til að vinna dýra­fóð­ur úr dauðlax­in­um.

Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Meiri en 3 prósent Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir að laxadauðinn á Þingeyri sé meiri en 3 prósent sem fyrirtækið bjóst við.

„Það hafa verið aukin afföll hjá Arctic Fish í Dýrafirði á liðnum vikum,“ segir Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, aðspurður um laxadauða sem verið hefur hjá íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á síðustu vikum. Ástæðan fyrir laxadauðanum er veðrið sem geisað hefur á landinu. „Við sáum það þegar lægðirnar gengu yfir í janúar og nú í febrúar að það fór ekki vel með fiskinn og það ber nokkuð á roðsárum í stóra laxinum. Þannig að það er um að gera hjá fyrirtækinu að koma þessum fiski bara í vinnslu,“ segir Gísli en um er að ræða eldislax sem kominn er í sláturstærð, 5 til 7 kíló. 

Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðar, segir aðspurður að laxadauðinn sé meiri en fyrirtækið gerir ráð fyrir í áætlunum sínum. „Afföll sem þessi koma því miður upp en eru mun meiri en reiknað er með í áætlunum okkar. Sá fiskur sem um ræðir var í mjög góðu ástandi um áramót og stefndi þessi kynslóð í að verða ein sú besta sem um getur þegar kemur að afföllum og vexti.  Ástæðurnar fyrir afföllum liggja ekki fyrir en eru líklega samspil áreitis á fiskinn, s.s. veðurs, flutnings og meðhöndlunar á fiskinum í sambland við 1 gráðu kaldan sjó,“ segir hann í tölvupósti til Stundarinnar. 

Ekki sérstakt áhyggjuefniGísli Jónsson hjá MAST telur laxadauðann hjá Arctic Fish ekki vera sérstakt áhyggjuefni vegna þess að fyrir liggur að hann er vegna veðurs.

Lægðir og vetrarsár

Þegar mikið frost er og vindasamt aukast líkurnar á því að sár myndist á roði eldislaxa í sjókvíum þar sem fiskurinn getur særst þegar hann berst utan í netin í kvíunum. Slík vetrarsár á eldislöxum gera það að verkum að sýkingar geta komist í fiskinn og er slíkur eldislax ekki hæfur til manneldis. Eldislaxa með vetrarsár þarf því að nota með öðrum hætti, til dæmis í meltu, dýrafóður. „Prósentan fer talsvert upp í dauðafiski þegar fiskurinn er svona stór. Það hringja svo sem engar sérstakar viðvörunarbjöllur hjá okkur af því við vitum hvað er í gangi, eins og í þessu tilfelli. Þarna eru roðsárin að blómstra svolítið og umhverfisbakteríurnar sem eru valda þessum sárum fá gott atlæti núna. Sjórinn er mjög kaldur, hann er kominn niður í einhverjar tvær gráður, og þetta eru kuldakærar bakteríur. Ef það væru engin roðsár og að þessi dauði væri óútskýrður þá hringja bjöllurnar hjá okkur við mjög lítinn dauða. En við vitum hvað er í gangi þarna,“ segir Gísli sem býst við því að laxadauðinn í Dýrafirði fari upp í „nokkur prósent“.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom skip frá norska fyrirtækinu Hordafor til landsins til að vinna og flytja meltu úr dauðfiskinum frá landinu. Gísli staðfestir þetta. Að öllu jöfnu er, eðli málsins samkvæmt, reiknað með því að öll framleiðslan á eldislaxi fari til manneldis. og er það ákveðið tjón fyrir laxeldisfyrirtækin þegar nota þarf fiskinn í dýrafóður. 

Um komu Hordafor til landsins segir Daníel: „Skip frá Hordafor koma reglulega til Íslands a.m.k. einu sinni í mánuði til að sækja dauðan fisk og annað. Ég hef ekki upplýsingar um hvað mikið fór til Hordafor af laxi en allir dauður fiskur fer annað hvort til þeirra eða í annan farveg innanlands og er m.a. nýttur í dýrafóður.“

Sláturhúsið annar ekki eftirspurn

Gísli Jónsson hjá MAST segir að vegna þess hvernig veðurfarið hafi verið þá þurfi að hraða slátrun á eldislaxinum svo að hann fái ekki sár og ónýtist ekki vegna veðurs. Hann segir að sláturhúsið á Bíldudal anni hins vegar ekki eftirspurn eins og er þar sem laxeldisfyrirtækið Arnarlax sé einnig að slátra fiski. „Þetta er sláturklár fiskur og þeir hafa ekki komist að með þá slátrun sem þeir hefðu viljað í Dýrafirði. Þeir eru að tæma þarna tvær staðsetningar í Dýrafirði og sláturhúsið í Bíldudal einfaldlega annar þeim ekki á meðan þeir eru líka að slátra fyrir Arnarlax,“ segir Gísli. Hann segir að hann sé ekki með það á hraðbergi hversu mikill laxadauðinn er hjá Arctic Fish í Dýrafirði. 

„Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira.“
Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish

Daníel: Umfang laxadauðans óljóst

Daníel Jakobsson segir aðspurður að umfang laxadauðans liggi ekki fyrir eins og er en að ljóst sé að hann verði meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið reiknaði upphaflega með. „Það liggur ekki fyrir endanlega. Við höfum tilkynnt að hann gæti numið um 3% af lífmassa sem væru 300 tonn, en ljóst er að það verður meira, þetta hefur verið að gerast frá áramótum og þó dregið hafi úr þessu eru afföll enn veruleg. Fiskurinn var kominn í sláturstærð sem er um 5 kg. Það er hinsvegar ekki mikið um eiginleg vetrarsár á fiskinum og það sem við erum að slátra fer um allt í fyrsta og annan gæðaflokk,“ segir Daníel. 

Slátrar baraSamkvæmt Daníel Jakobssyni kemur norska sláturskipið Norwegian Gannet til landsins á mánudag til að slátra eldislaxi í Dýrafirði. Svo fer eldislaxinn í land á Bíldudal til áframvinnslu.

Norskt sláturskip kemur til landsins

Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish segir aðspurður að norska sláturskipið muni koma til landsins á mánudaginn til að hjálpa til við að slátra upp úr kvíum félagsins í Dýrafirði. Hann segir hins vegar að skipið muni ekki sigla með laxinn úr landi heldur verði honum pakkað á Bíldudal og þaðan verður hann fluttur úr landi. „Já Gannet kemur til landsins á mánudaginn samhliða því að sláturhúsið á Bíldudal verður keyrt allan sólahringinn. Gannet verður tengt við sláturhúsið þannig að fiskurinn er aflífaður og slægður um borð en pakkað í sláturhúsinu. Með því er hægt að auka slátrun í 200 tonn á sólahring í stað 120 í dag. Gannet mun ekki sigla með neinn fisk úr landi.“

Notkun íslenskra laxeldisfyrirtækja á Norwegian Gannet hefur verið gagnrýnd nokkuð vegna þess að skipið hefur siglt með eldislaxinn beint úr landi eftir að hafa slátrað honum. Þetta þýðir að fiskurinn er ekki unninn að neinu leyti í landi á Íslandi og leiðir til þess að sveitarfélög verða af tekjum vegna hafnargjalda, fiskvinnslufólk fær ekki störf og laun við vinnslu eldislaxsins og fyrirtæki sem annast flutning á fiski verða af tekjum.

Samkvæmt svörum Daníels mun Norwegian Gannet hins vegar ekki fara þessa leið í þessu tilfelli heldur einungis slátra eldislaxinum og svo taka íslenskir aðilar í landi við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Ekki sérstakt áhyggjuefni Gísli Jónsson hjá MAST telur laxadauðann hjá Arctic Fish ekki vera sérstakt áhyggjuefni vegna þess að fyrir liggur að hann er vegna veðurs."

    ,,Maður með þekkingu" segir að þessi Gísli viti ekkert um það sem hann er að tjá sig um , en hvers vegna er hann að tjá sig um þetta ? Veist þú um það ?
    0
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Ef búfé væri að krókna í hel á víðavangi vegna veðurs; hvað segði Gilli um það?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár