Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi

Séra Gunn­ar Sig­ur­jóns­son, sókn­ar­prest­ur við Digra­nes- og Hjalla­prestakall, var ekki send­ur í leyfi vegna sam­starfs­örð­ug­leika held­ur vegna ásak­anna um kyn­ferð­is­legt áreiti, kyn­bund­ið of­beldi og einelti.

Sex konur segja séra Gunnar Sigurjónsson hafa áreitt og beitt sig kynbundnu ofbeldi
Sendur í leyfi til að vernda samstarfskonur Sr. Gunnar var settur í leyfi frá störfum sökum alvarleika þeirra ásakana sem sex konur hafa sett fram á hendur honum. Mynd: Hlíf Una

Sex konur, sem allar starfa við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi, tilkynntu séra Gunnar Sigurjónsson sóknarprest vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundins ofbeldis og eineltis. Um er að ræða fjölmörg dæmi um alvarlega kynferðislega áreitni og kerfisbundið, langvarandi kynbundið ofbeldi. Tilkynningar þar um voru sendar til teymis þjóðkirkjunnar gegn einelti og kynferðislegu eða kynbundnu áreiti og ofbeldi. Teymið hefur nú ásakanirnar til meðferðar og búist er við að það skili niðurstöðu sinni á næstu þremur vikum.

Í umfjöllun Stundarinnar sem birtist í síðustu viku og fjallaði um menn sem hefði verið gert að víkja eða kosið að gera svo sjálfir vegna frásagna kvenna um brot þeirra kom fram að sr. Gunnar hefði verið settur í leyfi vegna samstarfsörðugleika. Var þar vísað til umfjöllunnar annarra fjölmiðla sem sagt höfðu frá málinu. Stundin hefur nú fengið staðfest að ekki var um samstarfsörðugleika að ræða heldur það áreiti og ofbeldi sem lýst er hér að framan.

Teymi þjóðkirkjunnar fékk fyrst tilkynningar inn á borð til sín þessa efnis í október á síðasta ári. Í nóvember skiluðu þrjár konur, sem bera að sr. Gunnar hafi beitt þær ofbeldi og áreiti, inn minnisblaði til teymisins. Eftir því sem rannsókn vatt fram hafa fleiri konur bæst í hópinn og hafa nú sex konur stigið fram og lýst brotum sr. Gunnars á hendur sér, með yfirlýsingum hjá teyminu. Þá fullyrða heimildamenn Stundarinnar að skjólstæðingar kirkjunnar hafi einnig orðið fyrir barðinu á sr. Gunnari.

Samkvæmt sömu heimildum mun áreitið og ofbeldið hafa verið með þeim hætti að í það minnst einhverjar kvennanna hafi ekki treyst sér til að starfa áfram við prestakallið. Ásakanirnar hafi verið með þeim hætti að sr. Gunnar hafi verið sendur í leyfi frá störfum, ekki síst til að vernda konurnar sem um ræðir fyrir honum. Þrátt fyrir að umræddar konur treysti teymi þjóðkirkjunnar munu þær vera mjög uggandi um niðurstöðu málsins. Komi sr. Gunnar aftur til starfa muni allar umræddar konur vart treysta sér til að halda áfram störfum í prestakallinu, herma sömu heimildir.

Ekki náðist í sr. Gunnar við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Skagalín skrifaði
    https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/
    0
  • Fjölnir Baldursson skrifaði
    Menn vita nú líka hvernig þetta var fyrir vestan....
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Helgi Gunnlaugsson
4
PistillUppgjör ársins 2024

Helgi Gunnlaugsson

Hug­leið­ing­ar af­brota­fræð­ings við ára­mót

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur er orð­inn 67 ára og seg­ir ár­in líða sí­fellt hrað­ar með hækk­andi aldri. Í per­sónu­legu sem og fræði­legu upp­gjöri seg­ir hann fjölda mann­drápa veru­legt áhyggju­efni, en þau hafa aldrei ver­ið fleiri á einu ári hér á landi. Þá veki það ugg að börn sem gerend­ur og þo­lend­ur komi meira við sögu í mann­dráps­mál­um en áð­ur.
Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti
5
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Fólk­ið sem flúði og fólk­ið sem mót­mælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár