Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áföll í æsku fylgja konum út ævina

Sterk fé­lags­leg og efn­hags­leg staða kem­ur ekki í veg fyr­ir að áföll fylgi kon­um úr barnæsku fram á full­orð­ins­ár. Þetta er með­al þess sem fram kem­ur í nýrri ís­lenskri rann­sókn um áfalla­sögu kvenna. „Þetta sýn­ir okk­ur hvað þetta er krí­tísk­ur tími um mót­un heilsu­fars til lengri tíma,“ seg­ir Unn­ur A. Vald­ir­mars­dótt­ir, pró­fess­or við HÍ.

Áföll í æsku fylgja konum út ævina
Krítískur tími Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar sýna að leggja þurfi allt kapp á að koma í veg fyrir að börn lendi í stórum áföllum. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Það eru mjög sterk tengsl á milli áfalla í æsku við skerta getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og geðræn einkenni. Því fleiri sem áföllin eru í æsku því sterkari eru tengslin,“ segir Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna um tengsl áfalla í barnæsku við vanda á fullorðinsárum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu eLife þann 3. febrúar.

Þriðjungur kvenna svaraði

Unnur segir að rannsóknin sé víðtæk og nái til um þriðjungs kvenna, sem svöruðu ítarlegum spurningalista rannsakenda á árabilinu 2018–2019. Samkvæmt niðurstöðunum hefur tæplega helmingur kvenna orðið fyrir fleiri en einu áfalli í æsku og um tíu prósent þeirra fleiri en fjögur. 

„Þessi rannsókn er sérstök að því leyti að við erum að nálgast heila kvenþjóð, það eru þrjátíu prósent kvenna sem svara. Þetta endurspeglar kvenþjóðina mjög vel, með tilliti til aldurs, menntunar, tekna og búsetu,“ segir hún. „Þetta …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár