Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, sem í dag er tvítug, var nýbyrjuð í menntaskóla þegar vinur hennar hafði samband við hana og spurði hana hvort mynd sem hann hafði séð á síðunni Chansluts væri af henni. Myndin var af henni. „Mér brá,“ segir Kristbjörg í samtali við Stundina. „Þetta var mynd sem fyrrverandi kærasti minn átti að fá en ekki neinn annar.“ Frá þeirri stundu hefur Kristbjörg átt erfitt með að treysta öðru fólki því traust hennar hafði verið brotið af manneskju sem hún „hafði svo mikið traust á“. Frá þessari stundu, frá því hún var aðeins um sextán ára gömul, hefur hún fylgst með síðum á borð við Chanslut til að leita að myndum af sér, vinkonum sínum og öðrum þolendum, látið þær vita að mynd af þeim væri í dreifingu án þeirra samþykkis og hvatt þær til þess að leita til lögreglunnar.
Kristbjörg hefur frá þeim tíma komist að því …
Þessi skömm sem við konur finnum fyrir ef við lendum í svona aðstæðum.
Erum við virkilega ekki náð lengra, nei því miður.
Eitt er víst, skömmin er aldrei, aldrei þeirra sem lenda í þessu og eða öðru líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
Ég held að það sem kannski hefur vantað í uppeldi barna (og þar kemur skólinn sterkt inn) er að kenna stúlkum að ef það er farið yfir mörkin þeirra þá er það ALDREI, aldrei þeirra sök og að kenna drengjum að virða stelpur, virða mörk annarar manneskju.
Púnktur.