Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Ingó veð­ur­guð, neit­ar því að hafa brot­ið gegn kon­um eða geng­ið yf­ir mörk kvenna, þrátt fyr­ir að birt­ar hafi ver­ið á fjórða tug frá­sagna þar um. Hann hef­ur ekki far­ið í nafla­skoð­un vegna máls­ins og ekki breytt sam­skipt­um sín­um við kon­ur.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“
Segist engu hafa breytt í sínu fari Ingólfur segir sögurnar um sig vera ósannar og hann hafi ekki breytt neinu í sínu fari í kjölfar þess að þær voru birtar. Mynd: Hlíf Una

Ingólfur Þórarinsson var eini maðurinn sem úttekt Stundarinnar fjallar um sem gaf kost á viðtali vegna umfjöllunarinnar. Hann hafnar því að hafa beitt nokkra konu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða áreiti og kannast ekki við að hafa gengið yfir mörk kvenna. Ingólfur segir frásagnir þess efnis uppspuna og flökkusögur, hann muni aldrei gangast við þeim. Málið allt hafi ekki haft veruleg áhrif á hann persónulega, utan þess að hann hafi misst verkefni. Þannig hafi hann ekki breytt neinu í samskiptum sínum við konur né farið í naflaskoðun hvað það varðar.

Ingólfur segir að hann hafi verið afboðaður í öll tónlistartengd verkefni eftir að málið kom upp. „Það var allt afbókað sem var planað, það hefur eiginlega allt bara stoppað. Ég hef bara verið að reyna að vinna í öðru.“ Aðspurður segir Ingólfur að sama staða sé enn þá uppi nú hálfu ári eftir að málið kom upp, því sem næst engin verkefni séu á borðinu hjá honum.

Varðandi kærumál og stefnur Ingólfs segir hann að hann hafi lítið fylgst með framvindu þeirra mála heldur reynt að einbeita sér að jákvæðari málum. Spurður hví hann hafi gripið til þessa ráðs, hvort hann hafi með því verið að gera tilraun til að endurheimta mannorð sitt eða hvort hann hafi viljað fá bætur, svarar hann: „Mér fannst, í öllum þessum stormi, margt sagt sem bæði voru lygar og líka ljótir hlutir. Mér fannst ekki hægt að sitja undir því að vera kallaður eitthvað sem ég er ekki þannig að þess vegna vildi ég reyna að svara einhvern veginn fyrir það. Ekki endilega á neinum samfélagsmiðlum heldur láta reyna á hvort það mætti ljúga svona upp á fólk, ég vildi láta reyna á það.“

Varðandi þessar ásakanir, hvernig bregstu við þeim?

„Þetta er náttúrlega búið að vera mjög skrýtið því það er sagt frá svo mörgu sem ég er handviss um að eru bara lygar eða gróusögur. Það er voða erfitt að segja hvaðan það kemur eða hvernig eitthvað svona verður til. En nei, ég hef sagt það frá upphafi að ég muni aldrei gangast við því að beita einhvern ofbeldi, það hef ég ekki gert.“

Segist ekki muna eftir neinum dæmum 

Þú kannast heldur ekki við neina áreitni eða að hafa farið yfir mörk í samskiptum þínum við konur?

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tíma verið dónalegur, misst eitthvað út úr sér eða hafi ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti. Mér finnst það bara ekki vera það sama og að beita einhvern ofbeldi og ég mun aldrei samþykkja að hafa gert það.“

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tímann verið dónalegur“

Manstu eftir einhverju dæmi um að hafa verið dónalegur, misst eitthvað út úr þér eða einhverju atviki þar sem þú varst ekki til fyrirmyndar?

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni neins staðar. Ég er frekar venjulegur. Mér fannst margt af því sem sagt var um mig mjög gróft og ýmsu logið, veit ég fyrir víst. Ég er auðvitað sá eini sem get vitað það en ég veit það fyrir víst og þess vegna hef ég farið þessa leið, að láta reyna á hvort það megi segja allt um fólk.“

Þetta voru margar frásagnir sem voru birtar um þig. Þú segir að þú neitir fyrir þær allar, þú neitar að hafa beitt ofbeldi og kannast ekki við þetta. Hvernig getur þá staðið á því að allar þessar frásagnir koma fram?

„Einhver sagði mér að einhverjar þessara frásagna hefðu verið sendar inn til að athuga hvort þær yrðu birtar. Svo var bara allt birt, og ekkert tékkað á hvort það væri bara uppspuni eða sögum blandað saman.“

En finnst þér þetta virkilega líklegt? Telur þú að þú eigir þér óvildarfólk sem myndi gera eitthvað slíkt?

„Ekkert endilega vil ég halda að það sé markvisst verið að ráðast á mig. Það er enginn sem er allra og kannski hefur maður einhvern tíma verið að tjá sig um eitthvað sem hefur komið illa við fólk, verið með ákveðnar skoðanir á hinu og þessu sem hafa áhrif. Það finnst mér aldrei réttlæta að það sé ráðist á mannorðið og það tekið alveg niður þegar ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður.“

Hefur engu breytt í sínu fari

Hefur þetta breytt þér, þinni persónu?

„Nei nei, þetta er kannski ákveðinn lærdómur. Þú veist kannski ekki endilega hverjir eru góðir vinir þínir, það er kannski aðallega það.“

Þú hefur þá ekki breytt samskiptum þínum við konur eftir þetta, þú hefur ekki farið í neina naflaskoðun með það?

„Nei, ég á bara góða kærustu í dag og það gengur bara vel. Ég veit það ekki, eflaust þegar maður var ungur maður hefði maður átt að fara varlega. Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti sem maður lærir ekkert á nema að fara í gegnum það en maður er orðinn miklu eldri í dag, það er önnur staða sem maður er í dag. Ég hef bara alltaf verið svipaður og ekki verið með neitt ofbeldi.“

„Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti“

Telurðu að þetta mál muni hafa áhrif á þig til framtíðar, þig sjálfan, þína atvinnu og þinn feril?

„Það gerir það óhjákvæmilega eitthvað, sama hvað maður er að vinna eða gera, þegar reynt er að stoppa það. Nei, ég held svo sem bara áfram sjálfur að gera mitt besta. Svo held ég að tíminn vinni bara með manni ef maður heldur bara áfram að gera sitt.“

Þú telur sem sagt að þú hafir verið órétti beittur?

„Já já, mér finnst það. Mér finnst þetta bara búið að vera skrýtið, að það sé hægt að birta eitthvað nafnlaust sem á að hafa gerst einhvern tímann og svo í raun getur maður ekkert varið sig fyrir því. Maður þarf bara að halda áfram að gera sitt og vita betur, þannig lít ég á þetta.“

Telur #metoo baráttuna ekki rétta

Vonastu til að niðurstaða í dómsmálum sem þú hefur höfðað muni hjálpa til við að hreinsa nafn þitt?

„Ekkert endilega, ekki þegar er búið að sletta nógu miklu yfir mann. Það er frekar að láta á það reyna hvort það megi segja um mann svona ljóta hluti, sem ekki eru sannir. Hvort það breyti einhverju til lengri tíma er ég ekki viss um.“

Þannig að þú hafnar því að hafa beitt ofbeldi og áreitni. Fordæmir þú ofbeldi, kynferðisofbeldi og áreitni?

„Já, ég held að það geri það nú bara nánast allir. Það er skrýtið að vera sakaður um slíkt. Ég er ekki alveg viss um að baráttan sé rétt svona, ef ég er sakaður um að vera ofbeldismaður þá finnst mér ansi margt skrýtið í gangi.“

En það eru ansi mörg dæmi um menn sem greint hefur verið frá að hafi beitt konur ofbeldi og sumir þeirra, ekki allir, hafa gengist við því. Er ekki jákvætt að svo sé?

„Jú jú, ef einhverjir hafa verið að beita ofbeldi og stíga fram og vilja segja frá því, þá er það örugglega jákvætt fyrir einhverja sem hafa lent í einhverju slæmu. En í mínu tilfelli verður maður reiður á köflum og svekktur. Þetta er allt rosalega viðkvæmt og auðvitað eru allir á móti svona en mér finnst ekki að það megi segja ósatt um hvað einhver hefur verið að gera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Blessaður kallin, ekkert að hjá mér
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár