Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

658. apurningaþraut: Um hvaða borg settust Tyrkir tvívegis en náðu eigi?

658. apurningaþraut: Um hvaða borg settust Tyrkir tvívegis en náðu eigi?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá Björku í hlutverki sínu í kvikmynd og fékk hún mörg verðlaun fyrir. Hvað heitir myndin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leikstýrði þeirri mynd?

2.  En í hvaða frægu kvikmynd frá 1996 kom fyrir aðalpersóna sem kallaðist Marge Gunderson?

3.  Og hver lék Marge Gunderson?

4.  Hver gaf út á Bretlandi árið 1928 skáldsöguna Orlando, þar sem segir frá einkar langlífri persónu?

5.  Við hvaða vík eða vog eða flóa eða fjörð stendur bærinn Húsavík?

6.  Sanna Magdalena Mörtudóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hvaða flokk?  

7.  Antonio Costa er forsætisráðherra í landi einu, og vann nýlega kosningar þar í landi og þótti frekar óvænt. En í hvaða landi?

8.  Árið 1529 settust tyrkneskar hersveitir um borg eina í Evrópu og munaði ekki miklu að þær næðu henni. Hálfri annarri öld síðar, 1683, voru Tyrkir aftur á ferðinni og reyndu að ná sömu borg, en mistókst aftur. Sumir telja að það hefði orðið mjög afdrifaríkt fyrir þróun Evrópu ef Tyrkir hefðu náð borginni. En hvaða borg var þetta?

9.  Fyrir 30 árum voru sýndar vinsælar sjónvarpsmyndir í Bretlandi um lögreglumanninn Morse sem leysti erfið sakamál í Oxford. Hann var leikinn af John Thaw. Tuttugu árum seinna hófst önnur sjónvarpssería þar sem lögreglumaður að nafni Endeavour (leikinn af Shaun Evans) leysir líka erfið sakamál — líka í Oxford. Hver eru tengsl persónanna Endeavours og Morse í þessum tveim þáttaröðum?

10.  Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fékkst við margt um dagana, rak verslun, var framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands, og fleira. Hvarvetna var hún virt vel. Hún var líka þekkt fyrir síðara hjónaband sitt. Þá var hún gift ... hverjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá eitt af hinum sjö undrum fornaldar sem var í ... hvaða borg?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lars von Trier.

2.  Fargo.

3.  Frances McDormand.

4.  Virginia Woolf.

5.  Skjálfanda.

6.  Sósíalistaflokkinn.

7.  Portúgal.

8.  Vínarborg.

9.  Þeir eru sami maðurinn.

10.  Ólafi Ragnari Grímssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin sem Björk lék í heitir Dancer in the Dark.

Vitinn mikli var í Alexandríu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár