Fyrri aukaspurning:
Hver er karlinn sem lyftir hér hendi á loft?
***
Aðalspurningar:
1. Hver leikstýrði kvikmyndinni Hrafninn flýgur árið 1984?
2. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Santiago?
3. Santiago er spænsk útgáfa af nafni dýrlings. Hvað kallast sá dýrlingur á íslensku?
4. Kona ein gekk út á svalir á húsi sínu fyrir rúmum 40 árum. Hún var klædd ljósum prjónakjól og veifaði til fólks á götunni. Hvaða kona var þetta?
5. Hraði ljóssins er um það bil 300.000 kílómetrar á ... sekúndu ... mínútu ... klukkustund ... sólarhring?
6. Hvað kallast það fyrirbrigði í geimnum sem hefur svo ógnarlegt aðdráttarafl að það dregur meira að segja að sér ljósið?
7. Guderian, Manstein, Model, Patton, Paulus og Rommel. Þetta eru allt þýskir hershöfðingjar í seinni heimsstyrjöld — nema reyndar einn þeirra. Hver á ekki heima í þessum hópi?
8. Hvað kallar hann sig, einn þekktasti og umtalaðasti myndlistarmaður heimsins um þessar mundir — listamaður sem enginn veit í rauninni hver er?
9. Hvaða forseti Bandaríkjanna hefur setið lengst allra í embætti?
10. Ávöxtur einn heitir á latínu Solanum lycopersicum. Hann er ávöxtur, þótt við lítum yfirleitt á hann sem grænmeti, og hann er upprunninn í Suður-Ameríku. Við köllum Solanum lycopersicum ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
Hvar er þennan myndarlega bíl að finna?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hrafn Gunnlaugsson.
2. Tjíle.
3. Jakob.
4. Vigdís Finnbogadóttir.
5. Sekúndu.
6. Svarthol.
7. Patton.
8. Banksy.
9. Franklin Roosevelt. Franklin verður að fylgja.
10. Tómat.
***
Svör við aukaspurningum:
Á eftir myndinni má sjá fótboltakappann Pelé.
Á neðri myndinni er hluti plötuumslags Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi.
Athugasemdir