Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

657. spurningaþraut: Hver er ávöxturinn Solanum lycopersicum?

657. spurningaþraut: Hver er ávöxturinn Solanum lycopersicum?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn sem lyftir hér hendi á loft?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Hrafninn flýgur árið 1984?

2.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Santiago?

3.  Santiago er spænsk útgáfa af nafni dýrlings. Hvað kallast sá dýrlingur á íslensku?

4.  Kona ein gekk út á svalir á húsi sínu fyrir rúmum 40 árum. Hún var klædd ljósum prjónakjól og veifaði til fólks á götunni. Hvaða kona var þetta?

5.  Hraði ljóssins er um það bil 300.000 kílómetrar á ... sekúndu ... mínútu ... klukkustund ... sólarhring?

6.  Hvað kallast það fyrirbrigði í geimnum sem hefur svo ógnarlegt aðdráttarafl að það dregur meira að segja að sér ljósið?

7.  Guderian, Manstein, Model, Patton, Paulus og Rommel. Þetta eru allt þýskir hershöfðingjar í seinni heimsstyrjöld — nema reyndar einn þeirra. Hver á ekki heima í þessum hópi?

8.  Hvað kallar hann sig, einn þekktasti og umtalaðasti myndlistarmaður heimsins um þessar mundir — listamaður sem enginn veit í rauninni hver er?

9.  Hvaða forseti Bandaríkjanna hefur setið lengst allra í embætti?

10.  Ávöxtur einn heitir á latínu Solanum lycopersicum. Hann er ávöxtur, þótt við lítum yfirleitt á hann sem grænmeti, og hann er upprunninn í Suður-Ameríku. Við köllum Solanum lycopersicum ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er þennan myndarlega bíl að finna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hrafn Gunnlaugsson.

2.  Tjíle.

3.  Jakob.

4.  Vigdís Finnbogadóttir.

5.  Sekúndu.

6.  Svarthol.

7.  Patton.

8.  Banksy.

9.  Franklin Roosevelt. Franklin verður að fylgja.

10.  Tómat.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni má sjá fótboltakappann Pelé.

Á neðri myndinni er hluti plötuumslags Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár