Fyrri aukaspurning:
Hvað er að sjá hér að ofan? Spurningin snýst vel að merkja EKKI um hvað karl þessi heitir.
***
Aðalspurningar:
1. En fyrst ég er byrjaður: Hvað heitir karlinn á myndinni?
2. Um hvaða fugl orti hann kvæði?
3. Í hvaða landi er stærsta borgin sem ber heitið Valencia?
4. Hver tók við sem forsætisráðherra Bretlands þegar Margaret Thatcher lét af störfum?
5. Kötturinn Willow komst í fréttirnar fyrir viku. Vegna hvers?
6. Ævaforn menning er kölluð Mínosar-menning. Á hvaða eyju hafði sú menning aðsetur?
7. Í hvaða frægu hljómsveit voru bræðurnir Mike og Danny Pollock árið 1980?
8. Hvaða fyrirbæri er kallað MI5?
9. Frá nóvember 2004 og fram í janúar 2005 fóru fram mikil friðsamleg mótmæli í Úkraínu sem enduðu með því að tilraunir spilltra yfirvalda til að hafa úrslit kosninga að engu fóru út um þúfur. Í Úkraínu er þetta kallað bylting og nefnt eftir tilteknum lit. Hvaða lit?
10. Í hvaða heimsálfu er ríkið Brunei?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Poe.
2. Hrafninn.
3. Spáni.
4. Major.
5. Hann settist að í Hvíta húsinu í Washington.
6. Krít.
7. Utangarðsmönnum.
8. Bresk leyniþjónusta.
9. Órans eða rauðgula byltingin.
10. Asíu.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er hluti af albúmi Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band.
Á neðri myndinni er Júlía Timosénko. Nóg er að hafa annaðhvort nafnið rétt.
Athugasemdir