Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hverjir eru Ungverjar?

Ég er stadd­ur í út­hverfi Búdapest, mitt á milli strætó­stoppi­stöðva, og er far­ið að svengja. Góð ráð eru dýr. Hér er vissu­lega hægt að finna veit­inga­stað en eng­inn tal­ar orð í ensku og ég kann að­eins eitt orð í ung­versku. Til allr­ar ham­ingju er það orð „gúllas“ og skömmu síð­ar sit ég með ung­verskt út­hverfag­úllas á borð­inu fyr­ir fram­an mig. En hvernig stend­ur á því að Ung­verj­ar tala mál sem er svo allt öðru­vísi en hjá ná­granna­þjóð­un­um?

Hverjir eru Ungverjar?
Stjórnin ávítt Ungverjaland gekk í gegnum mikla einkavæðingarbylgju, djúpa efnahagslægð og stjórnarátök. Stjórnin hefur verið ávítt fyrir mannréttindabrot. Mynd: Shutterstock

Allt í kring búa slavneskar þjóðir á borð við Slóvaka og Pólverja en ungverskt mál er fjarskylt finnsku og eistnesku og er reyndar af annarri málaætt, finnó-úgrísku, en ekki þeirri indóevrópsku sem flest Evrópumál tilheyra. Nafn landsins er komið úr hinu latneska Hungaria, en Húnar höfðu áður komið sér fyrir þar sem nú er Ungverjaland. Ungverjar, sem sjálfir kalla sig Magyar, eru þó ekki afkomendur Húna, heldur að öllum líkindum ættaðir frá skógunum miklu á milli Volgufljóts og Úralfjalla. Árið 895 lögðu þeir undir sig það svæði þar sem nú er Ungverjaland undir stjórn foringjans Árpád, sem samkvæmt hefðinni er afkomandi Atla Húnakóngs. 

Á næstu öld tók hirðingjaþjóðin upp evrópska siði og árið 1000 tóku þeir kristna trú á sama tíma og Íslendingar. Stefán I., eða heilagur Stefán, fékk páfablessun og varð formlega fyrsti konungur Ungverjalands. Kóróna hans er enn höfð til sýnis í þinghúsinu í Búdapest. Ríkið dafnaði vel, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Í Ungverjandi er ekki óalgengt að fólk viti ekki hverjir afar þeirra og ömmur voru!
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf fróðlegt að lesa eitthvað eftir Val. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina Bjarmalönd eftir sama höfund þá mæli ég eindregið með henni. Ég hef haft mikla tengingu við austur Evrópu síðustu 20 ár og fékk mikinn áhuga á þessu svæði eftir að hafa verið austurfrá og kynnst fólki þar. Ég hef lesið allt sem ég kemst yfir á þeim málum sem ég les um austur Evrópu en bók Vals er svo góð að því leyti að hún reynir að upplýsa án þess að dæma og mér finnst hann svo sanngjarn í umfjöllun.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár