Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hverjir eru Ungverjar?

Ég er stadd­ur í út­hverfi Búdapest, mitt á milli strætó­stoppi­stöðva, og er far­ið að svengja. Góð ráð eru dýr. Hér er vissu­lega hægt að finna veit­inga­stað en eng­inn tal­ar orð í ensku og ég kann að­eins eitt orð í ung­versku. Til allr­ar ham­ingju er það orð „gúllas“ og skömmu síð­ar sit ég með ung­verskt út­hverfag­úllas á borð­inu fyr­ir fram­an mig. En hvernig stend­ur á því að Ung­verj­ar tala mál sem er svo allt öðru­vísi en hjá ná­granna­þjóð­un­um?

Hverjir eru Ungverjar?
Stjórnin ávítt Ungverjaland gekk í gegnum mikla einkavæðingarbylgju, djúpa efnahagslægð og stjórnarátök. Stjórnin hefur verið ávítt fyrir mannréttindabrot. Mynd: Shutterstock

Allt í kring búa slavneskar þjóðir á borð við Slóvaka og Pólverja en ungverskt mál er fjarskylt finnsku og eistnesku og er reyndar af annarri málaætt, finnó-úgrísku, en ekki þeirri indóevrópsku sem flest Evrópumál tilheyra. Nafn landsins er komið úr hinu latneska Hungaria, en Húnar höfðu áður komið sér fyrir þar sem nú er Ungverjaland. Ungverjar, sem sjálfir kalla sig Magyar, eru þó ekki afkomendur Húna, heldur að öllum líkindum ættaðir frá skógunum miklu á milli Volgufljóts og Úralfjalla. Árið 895 lögðu þeir undir sig það svæði þar sem nú er Ungverjaland undir stjórn foringjans Árpád, sem samkvæmt hefðinni er afkomandi Atla Húnakóngs. 

Á næstu öld tók hirðingjaþjóðin upp evrópska siði og árið 1000 tóku þeir kristna trú á sama tíma og Íslendingar. Stefán I., eða heilagur Stefán, fékk páfablessun og varð formlega fyrsti konungur Ungverjalands. Kóróna hans er enn höfð til sýnis í þinghúsinu í Búdapest. Ríkið dafnaði vel, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Í Ungverjandi er ekki óalgengt að fólk viti ekki hverjir afar þeirra og ömmur voru!
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf fróðlegt að lesa eitthvað eftir Val. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina Bjarmalönd eftir sama höfund þá mæli ég eindregið með henni. Ég hef haft mikla tengingu við austur Evrópu síðustu 20 ár og fékk mikinn áhuga á þessu svæði eftir að hafa verið austurfrá og kynnst fólki þar. Ég hef lesið allt sem ég kemst yfir á þeim málum sem ég les um austur Evrópu en bók Vals er svo góð að því leyti að hún reynir að upplýsa án þess að dæma og mér finnst hann svo sanngjarn í umfjöllun.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár