Allt í kring búa slavneskar þjóðir á borð við Slóvaka og Pólverja en ungverskt mál er fjarskylt finnsku og eistnesku og er reyndar af annarri málaætt, finnó-úgrísku, en ekki þeirri indóevrópsku sem flest Evrópumál tilheyra. Nafn landsins er komið úr hinu latneska Hungaria, en Húnar höfðu áður komið sér fyrir þar sem nú er Ungverjaland. Ungverjar, sem sjálfir kalla sig Magyar, eru þó ekki afkomendur Húna, heldur að öllum líkindum ættaðir frá skógunum miklu á milli Volgufljóts og Úralfjalla. Árið 895 lögðu þeir undir sig það svæði þar sem nú er Ungverjaland undir stjórn foringjans Árpád, sem samkvæmt hefðinni er afkomandi Atla Húnakóngs.
Á næstu öld tók hirðingjaþjóðin upp evrópska siði og árið 1000 tóku þeir kristna trú á sama tíma og Íslendingar. Stefán I., eða heilagur Stefán, fékk páfablessun og varð formlega fyrsti konungur Ungverjalands. Kóróna hans er enn höfð til sýnis í þinghúsinu í Búdapest. Ríkið dafnaði vel, …
Athugasemdir (2)