Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

650. spurningaþraut: Hér er spurt um persónur og bækur Halldórs Laxness

650. spurningaþraut: Hér er spurt um persónur og bækur Halldórs Laxness

Þessi þraut snýst um persónur í verkum Halldórs Laxness.

Og fyrri aukaspurning er þessi:

Hvaða persóna Halldórs Laxness mundar öxi hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða skáldsögu Halldórs kemur fyrir persónan Árni Árnason sem að vísu gengur langoftast undir latnesku nafni?

2.  Guðbjartur Jónsson er aftur á móti aðalpersóna í skáldsögunni ...?

3.  Hvaða skáldmælta persóna Halldórs skynjaði mjög kraftbirtíngarhljóm guðdómsins?

4.  Hvaða persóna Halldórs gerði við prímusa?

5.  Salvör Valgerður heitir ein af kvenpersónum Halldórs, reyndar þekktust undir gælunöfnum sínum tveim. En hvað hét mamma hennar?

6.  Steinar undir Steinahlíðum hét einn af bændum Halldórs. Hann fór í merkilegt ferðalag fyrst til danska kóngsins en svo til Ameríku. Hvað heitir bókin þar sem segir frá ferðum Steinars um heiminn?

7.  Ásta Sóllilja — í hvaða bók birtist hún?

8.  Í skáldsögu eftir Halldór kemur fyrir söngvarinn Garðar Hólm sem allir á Íslandi halda að sé heimsfrægur snillingur, en það er kannski eitthvað málum blandið. Í hvaða sögu birtist hann?

9.  „Áðan flugu tveir svanir austryfir.“ Svo hefst ein elsta skáldsaga Halldórs, Vefarinn mikli frá Kasmír, þar sem aðalpersónan er reikull ungur piltur í leit að æðri gildum. Hvað heitir hann?

10.  Hrifning þessa unga pilts á ungri stúlku er leiðarhnoða í bókinni og er hún í hans augum ýmist hin æðsta madonna eða ígildi djöfullegs freistara. Hvað heitir stúlkan?

***

Seinni aukaspurning:

Hvern af körlum Halldórs er Ilmur Kristjánsdóttir að leika á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Íslandsklukkunni.

2.  Sjálfstæðu fólki.

3.  Ólafur Kárason.

4.  Jón prímus.

5.  Sigurlína.

6.  Paradísarheimt.

7.  Sjálfstæðu fólki.

8.  Brekkukotsannál.

9.  Steinn Elliði.

10.  Diljá.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jón Hreggviðsson.

Á neðri myndinni er Ilmur í gervi Jóns Grindvíkings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár