Fyrri aukaspurning:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var skammstöfun Stormsveita þýska nasistaflokksins sem stofnaðar voru 1920?
2. Hvaða hljómsveit flutti lagið Hey Jude?
3. Hvar er Garðskagaviti — nákvæmlega?
4. Úr hvaða meginjökli fellur Skaftá?
5. Eftir róstur Sturlungaaldar komust Íslendingar á einn eða annan hátt undir væng Noregskonungs. Hvaða ár var yfirleitt miðað við að þetta hafi gerst?
6. Hver samdi óperuna Brúðkaup Fígarós?
7. Hún fæddist árið 1961, dóttir fjölmiðlamóguls sem mikið veldi var á um tíma. Vinátta hennar og samband við fjáraflamann, sem reyndist vera kynferðisglæpamaður, hefur nú leitt til þess að hún hefur verið dæmd fyrir aðild að glæpum hans. Hvað heitir hún?
8. Árið 1984 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin Blood Simple. Henni stýrðu bræður tveir sem síðan hafa gert fjölda kvikmynda saman og flestallar vakið heilmikla athygli, en engin þó eins og myndin Fargo frá 1996. Hvað er eftirnafn bræðranna?
9. Í hvaða á er Gullfoss?
10. Hvað heitir fjölmennasta borgin í Florida-ríki í Bandaríkjunum?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða borgarstæði má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. SA. SS-sveitirnar voru svolítið annað.
2. Bítlarnir.
3. Yst á Garðskaga — nyrst á Reykjanesskaga. Það verður að fylgja sögunni að vitinn er sem sagt á tá skagans, ekki hælnum.
4. Vatnajökli.
5. 1262.
6. Mozart.
7. Ghislaine Maxwell.
8. Coen.
9. Hvítá.
10. Jacksonville.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Greta Garbo.
Á neðri myndinni er Reykjavík. Suður snýr upp.
Athugasemdir