Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

649. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin í Florída, og annað smálegt

649. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin í Florída, og annað smálegt

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var skammstöfun Stormsveita þýska nasistaflokksins sem stofnaðar voru 1920? 

2.  Hvaða hljómsveit flutti lagið Hey Jude?

3.  Hvar er Garðskagaviti — nákvæmlega?

4.  Úr hvaða meginjökli fellur Skaftá?

5.  Eftir róstur Sturlungaaldar komust Íslendingar á einn eða annan hátt undir væng Noregskonungs. Hvaða ár var yfirleitt miðað við að þetta hafi gerst?

6.  Hver samdi óperuna Brúðkaup Fígarós?

7.  Hún fæddist árið 1961, dóttir fjölmiðlamóguls sem mikið veldi var á um tíma. Vinátta hennar og samband við fjáraflamann, sem reyndist vera kynferðisglæpamaður, hefur nú leitt til þess að hún hefur verið dæmd fyrir aðild að glæpum hans. Hvað heitir hún?

8.  Árið 1984 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin Blood Simple. Henni stýrðu bræður tveir sem síðan hafa gert fjölda kvikmynda saman og flestallar vakið heilmikla athygli, en engin þó eins og myndin Fargo frá 1996. Hvað er eftirnafn bræðranna?

9.  Í hvaða á er Gullfoss?

10.  Hvað heitir fjölmennasta borgin í Florida-ríki í Bandaríkjunum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða borgarstæði má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  SA.  SS-sveitirnar voru svolítið annað.

2.  Bítlarnir.

3.  Yst á Garðskaga — nyrst á Reykjanesskaga. Það verður að fylgja sögunni að vitinn er sem sagt á tá skagans, ekki hælnum.

4.  Vatnajökli.

5.  1262.

6.  Mozart.

7.  Ghislaine Maxwell. 

8.  Coen.

9.  Hvítá.

10.  Jacksonville.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Greta Garbo.

Á neðri myndinni er Reykjavík. Suður snýr upp.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár