Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

649. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin í Florída, og annað smálegt

649. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin í Florída, og annað smálegt

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var skammstöfun Stormsveita þýska nasistaflokksins sem stofnaðar voru 1920? 

2.  Hvaða hljómsveit flutti lagið Hey Jude?

3.  Hvar er Garðskagaviti — nákvæmlega?

4.  Úr hvaða meginjökli fellur Skaftá?

5.  Eftir róstur Sturlungaaldar komust Íslendingar á einn eða annan hátt undir væng Noregskonungs. Hvaða ár var yfirleitt miðað við að þetta hafi gerst?

6.  Hver samdi óperuna Brúðkaup Fígarós?

7.  Hún fæddist árið 1961, dóttir fjölmiðlamóguls sem mikið veldi var á um tíma. Vinátta hennar og samband við fjáraflamann, sem reyndist vera kynferðisglæpamaður, hefur nú leitt til þess að hún hefur verið dæmd fyrir aðild að glæpum hans. Hvað heitir hún?

8.  Árið 1984 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin Blood Simple. Henni stýrðu bræður tveir sem síðan hafa gert fjölda kvikmynda saman og flestallar vakið heilmikla athygli, en engin þó eins og myndin Fargo frá 1996. Hvað er eftirnafn bræðranna?

9.  Í hvaða á er Gullfoss?

10.  Hvað heitir fjölmennasta borgin í Florida-ríki í Bandaríkjunum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða borgarstæði má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  SA.  SS-sveitirnar voru svolítið annað.

2.  Bítlarnir.

3.  Yst á Garðskaga — nyrst á Reykjanesskaga. Það verður að fylgja sögunni að vitinn er sem sagt á tá skagans, ekki hælnum.

4.  Vatnajökli.

5.  1262.

6.  Mozart.

7.  Ghislaine Maxwell. 

8.  Coen.

9.  Hvítá.

10.  Jacksonville.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Greta Garbo.

Á neðri myndinni er Reykjavík. Suður snýr upp.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár