„SÁÁ hefur oft verið til staðar fyrir mig og ég get bara ekki setið aðgerðarlaus hjá,“ segir kona sem segir hér frá reynslu sinni af vændi og afleiðingum þess, en hún greinir frá því að á meðal þeirra sem keyptu af henni vændi var fráfarandi formaður SÁÁ, Einar Hermannsson.
Að undanförnu hefur Stundin fjallað ítarlega um niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands í máli er varðar SÁÁ, sem stofnunin hefur krafið um 175 milljóna króna endurgreiðslu. Meðal viðmælenda í þeirri umfjöllun var Einar Hermannsson, sem hefur nú sagt af sér formennsku fyrir samtökin vegna vændismáls. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær sagðist hann hafa svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu, eða eins og hann orðar það: „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn …
Athugasemdir (9)