„Mér finnst að Suðurnesjamenn eigi það skilið að þetta sé gert vel,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og skráningarseturs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, aðspurð um rannsókn sem félagið mun fara í á mengun frá Bandaríkjaher á Suðurnesjum. Vatnsmengunin kann að hafa haft áhrif á aukið nýgengi krabbameins á svæðinu. Rannsóknir sýna að fleiri krabbameinstilfelli greinast á Suðurnesjum en annars staðar á landinu.
Eiturefni í grunnvatni á Suðurnesjum
Undir lok níunda áratugarins voru meðal annars sagðar fréttir af því að bandaríski herinn hefði við rannsóknir fundið eiturefni í grunnvatni við vatnsból Keflavíkur og Njarðvíkur; eiturefni sem …
Athugasemdir