Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þegar Úkraína var mesta stórveldi Evrópu

Önn­ur grein um sögu Úkraínu sem nú á und­ir högg að sækja gegn Rúss­um

Þegar Úkraína var mesta stórveldi Evrópu
Úkraínumenn taka kristni. Það virðist hafa gerst að mestu með friði og spekt.

Í tilefni af vaxandi róstum kringum Úkraínu fór ég að skoða sögu landsins sem reyndist lengri og markverðari en ég hafði talið. Um forsöguna er grein sem hér birtist! Lítið á hana áður en lengra er haldið.

En hér er sem sé haldið áfram. Ég var kominn um það bil til áranna 700-800 eftir upphaf tímabils okkar.

Þá var færibandið Úkraína í fullum gangi:

Hver Asíuþjóðin af annarri kom þar við á leið sinni vestur til Evrópu — enda gengu sögusagnir langt austur í álfum um mikið ríkidæmi þar í vestrinu en tiltölulega klénar varnir.

Avarar voru nýfarnir hjá en Ungverjar voru enn á vesturleið suður við Svartahaf. Við austanvert hafið voru hinir dularfullu Kasarar sestir að til frambúðar.

Og inni í Mið-Asíu voru Petsjnekar farnir að skima í vestur.

Íbúarnir í Úkraínu sjálfri voru hins vegar „orðnir“ Slavar eftir að slavneskir þjóðflokkar höfðu leitað í öfuga átt næstu tvær aldir þar á undan — það er að segja frá Mið-Evrópu og austur til Úkraínu og svo inn í skógana þar fyrir norðan, þar sem nú eru Hvíta-Rússland og Rússland.

Slavarnir nýkomnu útrýmdu ekki þeim sem fyrir voru, enda bændur fremur en hermenn, heldur innlimuðu þá í sína ættbálka, svo brátt töluðu flestallir slavnesk mál.

Og þessir nýslavnesku Úkraínumenn höfðu stofnað kaupstað við bugðu á ánni Dnépr, þar sem nú heitir Kíev.

Hraustir víkingar!

Nema hvað, á áttundu og þó einkum níundu öld kemur nýtt og svolítið óvænt krydd til sögunnar í þennan rétt.

Víkingaöldin var runnin upp á Norðurlöndum og sænskir víkingar tóku að sigla upp eftir ánum sem falla í Eystrasalt frá birkiskógunum miklu norður af Úkraínu. Nyrst í skógunum bjuggu þjóðir af finnskum uppruna, við Eystrasaltið voru baltneskar þjóðir (formæður og -feður Litháa, Letta og fleiri) en slavneskir ættbálkar — frændfólk þeirra sem voru sestir að víðast í Úkraínu — voru annars komnir um allt miðbik skóganna.

Víkingarnir höfðu í bili ekki mikil samskipti við þessa íbúa, nema keyptu af þeim skinn veiðidýra, og svo fundu þeir staði inni í landi þar sem þeir gátu dregið báta sína og skip upp á bakka fljótanna sem féllu í Eystrasalt — og yfir í aðrar ár sem runnu til suðurs í Svartahaf.

Þar er Dnépr helst, og svo Don austar.

Víkingarnir voru brátt farnir að sigla eftir öllum ánum og hingað og þangað og versluðu svo suður í Miklagarði eða Konstantínópel með skinn og hvaðeina.

Í Miklagarði þóttu þeir svo hraustir að þeir urðu eftirsóttir í varðsveitir keisarans og voru kallaðir væringjar. Í þeirri sögu sem ég lærði í skóla fékk ég þessa mynd af því sem gerðist þar eystra þessar aldirnar:

Hinir dugmiklu norrænu víkingar sigldu styrkum vöðvum milli Eystrasalts og Svartahafs og færðu með sér hressandi andblæ menningar og framandleika inn í frumstætt samfélag skógarbúa og hálfgerðra villimanna sem kúldruðust innan um trén og klóruðu sér.
Þeir voru kallaðir Rússar sem merkti „ræðarar“ og stofnuðu svo borgina Kænugarð — staðinn þar sem þeir geymdu bátana sína á siglingunum eftir fljótunum miklu — og víkingarnir kenndu skógarbúum margt gagnlegt og þannig reis loksins ríki á sléttunum.

Þetta var samt ekki alveg svona. Kaupstaðurinn Kíev hafði verið stofnaður mörgum öldum áður, þótt vissulega yrði „Kænugarður“ síðan bækistöð víkinganna á verslunarferðum sínum milli Eystrasalts og Svartahafs.

En þar um slóðir bjuggu sannarlega ekki fáfengilegir villimenn.

Ættbálkurinn sem bjó kringum Kíev kallast Pólanar og má ekki rugla saman við forfeður Pólverja sem bjuggu 1.000 kílómetrum vestar. Þessi eystri Pólanar voru af írönsku kyni, sem þýðir vel að merkja ekki að þeir hafi einhvern tíma búið í Íran, heldur aðeins að tunga þeirra hafi verið íranskrar ættar. En Pólanar höfðu fyrir tiltölulega skömmu síðan tekið upp slavneska tungu ættbálkanna sem komu úr vestri og margt af lifnaðarháttum þeirra.

Pólanar þurftu sem sé ekki að láta víkinga frá Svíþjóð kenna sér neitt — nema kannski helst vopnaburð.

Þeir stunduðu kornrækt, nautgriparækt, veiðar á landi og í ánum, smáiðnað margvíslegan en líka járnsmíðar, gullsmíðar og flest í þeim dúr. Fólkið bjó í þorpum sem mynduðu ekki heildstætt ríki en mikil samvinna hefur verið milli þorpa því efnahagur virðist hafa verið með ágætum og lífskjör prýðileg.

Ríki verður til

Á níundu öld verður svo til ríki á þessum slóðum.

Ríki sem hin núverandi Úkraína rekur beinan uppruna sinn til.

Rúrik er talinn upphafsmaður bæði Úkraínu og Rússlands.Frumkvöðullinn er brynjubúinn, vöðvastæltur, hjálmprýddur — nákvæmlega eins og okkar „frumkvöðull“ Ingólfur Arnarson

Erfitt er að segja til hvernig ríkið myndaðist þar sem uppruni þess er hulin mistri þjóðsagna og þokukenndra heimilda sem ekki voru skrifaðar niður fyrr en nokkrum öldum seinna. Óljóst er til dæmis hvaða þátt víkingar eða væringjar áttu í stofnun ríkisins — en einhver var sá þáttur altént.

Kannski tóku hinir slavnesku ættbálkar í Úkraínu eða safnast undir verndarvæng hinna vopnfimu væringja sem höfðu slegið sér niður í gamla kaupstaðnum Kíev — og í fleiri kaupstöðum við fljótin.

En kannski tóku Slavar að þjappa sér saman einmitt til að standast ágang væringja — og ekki síður hinna tyrknesku Petsjnéka sem voru nú komnir á hæla Ungverja eftir færibandinu gamalkunna (sjá fyrri grein) frá Mið-Asíu inn í Evrópu.

Og til þess arna nutu Úkraínumenn (og hinir slavnesku ættbálkarnir norðar á leiðinni til Eystrasalts) um tíma forystu væringja.

Víkingar gera árás á Miklagarð

Einhvern veginn svona er þetta samkvæmt rituðum heimildum:

Um miðja níundu öld tóku víkingar að norðan kaupstaðinn Kíev frá Pólönum. Samkvæmt þjóðsögum og óáreiðanlegum annálum gerðust höfðingjarnir Höskuldur og Dýri herrar Kíev og svo mikið er víst að árið 860 gerðu víkingar á 200 skipum, sem þaðan komu, mjög óvænta og mannskæða árás á sjálfan Miklagarð.

Miklagarðsmenn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir voru ekki vanir árásum úr þessari átt.

Rót árásarinnar virðist hafa verið bandalag Miklagarðsmanna við Kasara sem bjuggu enn í austanverðri Úkraínu, en Höskuldi og Dýra mun hafa þótt þessi samvinna ógna verslunarleiðum sínum við stórfljótin í Úkraínu.

Meðan þessu fór fram í Úkraínu var ýmislegt að gerast norður í laufskógunum.

Þar bjuggu slavnesku ættbálkarnir Ilmenar og Krivtsjikar — og reyndar fleiri. Þeir voru tiltölulega nýkomnir norður þangað, en voru smátt og smátt að ryðja burt finnskættuðum íbúum skóganna sem fyrir voru

Ilmenar og Krivtsjikar virðast hafa tekið sér til leiðtoga norrænan höfðingja að nafni Rúrik (eða Hrærek) og kaupstaðurinn Novgorod (ef til vill Hólmgarður) tók að byggjast upp. Nema hann hafi hreinlega hrifsað til sín yfirráð á svæðinu.

Prinsinn af Kíev

Arftaki Rúriks var Helgi nokkur sem á slavneskum málum nefnist Oleg.

Hann vildi ná yfirráðum yfir allri siglingaleiðinni til Miklagarðs og um árið 880 lagði hann undir sig Kænugarð og drap þá Höskuld og Dýra — ef þeir voru þá yfirleitt til, sem er önnur saga.

Og Helgi lagði undir sig landsvæði fleiri slavneskra ættbálka í Úkraínu og hinum núverandi Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.

Úkraína og nágrenni um árið 900

Helgi var á endanum svo stöndugur að hann hóf átök við hina voldugu Kasara.

Og hann tók sér nafnbótina prins.

Árið 912 tók Ígor eða Ingvar við af Helga/Oleg. Hann var sagður vera sonur Rúriks frá Hólmgarði. Og hann ríkti til 945 þegar hann fór að heimta skatt af slavneskum ættbálki í nágrenni Kíev en sá ættbálkur — Drevílanar — vildu ekkert með yfirráð „Rússanna“ frá Kíev hafa.

Ígor var því gómaður og fætur hans bundnir við toppinn á tveim stórum birkitrjám sem sveigð höfðu niður að jörðu. Svo var höggvið á reipin sem héldu trjánum niðri, Ígor þeyttist til lofts og rifnaði í sundur.

Úkraínumenn taka kristni

Nú réði Helga eða Olga ekkja Ígors ríkjum í 15 ár en hún var sennilega af væringjaættum. Hún fór í heimsókn til Miklagarðs og tók kristni og átti í samskiptum við keisara Germanska veldisins í Vestur-Evrópu, sem sýnir að þetta nýja ríkja þótti orðið viðræðuhæft á alþjóðavettvangi.

Hinn umdeildi Krímskagi. Þeir Svjatoslav og Vladimir náðu völdum fyrir Kíev á vesturhluta skagans en Kasarar réðu í austri og Miklagarðsmenn í suðri. Á skaganum voru gríðarlegir þrælamarkaðir. Kasarar og Petsjnekar (og í einhverjum tilfellum eflaust Kíev-menn sjálfir) seldu mikið af fólki úr hinum slavnesku ættbálkum til Miklagarðs. Þannig vildi það til að Slavar fór að merkja „þrælar“ á ýmsum tungumálum.

Sonur hennar tók svo við — Svjatoslav 1. er hann kallaður — en hann sigraði Kasara og sameinaði alla slavnesku ættbálkana í Úkraínu og í skógunum í norðri undir sinni stjórn.

Í suðurhluta Úkraínu fóru Petsjnekar þó enn um eins og úlfar og felldu reyndar Svjatoslav að lokum.

Um 980 tók svo Valdimar Svjatoslavsson við stjórnartaumunum í Kíev. Hann þurfti til þess hjálp væringja úr norðri en þegar hann hafði tryggt sig í sessi hélt hann áfram að útbreiða veldi Kíev-manna um meginhluta Evrópuhluta Rússlands (sem nú er kallað).

Og Valdimar — kallaður hinn mikli — tók kristni 988 og fyrirskipaði fólki sínu að gera slíkt hið sama. Fyrir valinu varð rétttrúnaðarkirkjan í Miklagarði frekar en páfakirkjan í Róm og sá kristindómur átti eftir að skjóta afar djúpum rótum í sálartötur íbúa þar alls staðar. 

Kíev-ríkið verður slavneskt

En svo er annað.

Löngu áður en þarna var komið sögu, þá var Kíev-ríkið hætt að vera norrænt á einhvern skilgreinanlegan hátt (hafi svo einhvern tíma verið), heldur var orðið nær alveg slavneskt. Ýmsir norrænir þræðir í tungu og menningu höfðu lifað um hríð, en voru um þetta leyti nærri horfnir.

Nema helst sjálft nafnið Rússar sem með tímanum var sem sé farið að nota um alla íbúa Kíev-ríkisins.

Um árið 1000 — um það leyti sem Íslendingar tóku kristni í sínu þjóðveldi — var Kíev-ríkið orðið víðáttumesta ríki Evrópu.

Og Úkraína stefndi í að verða mesta stórveldi álfunnar.

Og hefði kannski getað orðið það.

En langt í norðri rann fljót að nafni Moskva, þverá sem féll um síðir út í Volgu. Þarna um slóðir bjuggu Vjastíkar — nýorðnir undirsátar Úkraínumanna — en Vjastíkar höfðu eytt síðustu áratugum eða rúmlega öld í að ryðja finnskættuðum frumbyggjum burt af svæðinu.

Það var enn hálf önnur öld þangað til einhverjum datt í hug að fara að byggja við Moskvu. 

Hérna er svo sögunni fram haldið!

Úkraína og nágrenni árið 1000 þegar veldið var einna mest

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár