Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

640. spurningaþraut um Katrínu miklu keisaraynju!

640. spurningaþraut um Katrínu miklu keisaraynju!

Það er komið að þemaspurningum og því snúast spurningar dagsins allar um Katrínu miklu, keisaraynju í Rússlandi.

Myndin hér að ofan sýnir leikkonu í hlutverki Katrínar í myndinni The Scarlet Empress frá 1934. Hver er leikkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða öld var Katrín uppi?

2.  Katrín var keisaraynja í Rússlandi, vissulega, en hún var ekki rússnesk, heldur var hún í allar ættir ... hverrar þjóðar?

3.  Langafi hennar í móðurætt hafði þó verið kóngur. Það var samt í öðru landi. Sá hét Friðrik og yfir hvaða landi hafði hann ríkt?

4.  Katrín giftist svo til Rússlands og inn í rússnesku keisaraættina sem kallaðist ... hvað?

5.  Hver var höfuðborg Rússlands á dögum Katrínar miklu?

6.  Katrín var að ýmsu leyti upplýstur þjóðhöfðingi miðað við sína tíma og átti til dæmis í heilmiklum bréfaskriftum við einn helsta frömuð hinnar svokölluðu Upplýsingar. Hvað hét þessi franski pennavinur keisaraynjunnar?

7. Þegar Katrín var við völd höfðu Rússar þegar lagt undir sig mikil svæði í Síberíu, Mið-Asíu og víðar, auk landa sinna í Evrópu. En hún varð fyrst rússneskra leiðtoga til að næla í nýlendu utan Asíu eða Evrópu. Hvaða landsvæði var það?

8.  Undir lok stjórnartíðar sinnar í Rússlandi átti Katrín þátt í því, ásamt Þjóðverjum og Austurríkismönnum, að lima sundur ríki eitt á svæðinu, sem fyrrum hafði verið í hópi stórvelda. Nú hvarf þetta stóra ríki af landakortinu í meira en heila öld uns það var sjálfstætt á ný eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvaða ríki var þetta?

9.  Miklar og tilhæfulausar kjaftasögur voru sagðar af kynlífsfíkn Katrínar og því var meira að segja haldið fram að hún hefði dáið, beinlínis sprungið, þegar hún átti sín síðustu mök. Sagan er illkvittinn þvættingur, en með hverjum átti hún að hafa verið að eðla sig?

10.  Einn helsti ráðgjafi Katrínar, og elskhugi um tíma, hann var gjarnan sagður hafa látið snyrta framhliðina á húsum í þeim þorpum, sem Katrín átti leið um í vagni sínum, svo hún héldi að þar væri allt í blóma. Slík „leiktjöld“ til að fegra raunverulegt ástand eru síðan kennd við þennan ráðgjafa. Hvað hét hann?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver leikur Katrínu hér í nýlegri sjónvarpsseríu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Átjándu öld.

2.  Þýsk.

3.  Danmörku.

4.  Romanov.

5.  Sánkti Pétursborg.

6.  Voltaire.

7.  Alaska.

8.  Pólland.

9.  Hesti.

10.  Potemkin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Marlene Dietrich í hlutverki Katrínar.

Á neðri myndinni hefur Helen Mirren brugðið sér í hlutverk hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár