Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

640. spurningaþraut um Katrínu miklu keisaraynju!

640. spurningaþraut um Katrínu miklu keisaraynju!

Það er komið að þemaspurningum og því snúast spurningar dagsins allar um Katrínu miklu, keisaraynju í Rússlandi.

Myndin hér að ofan sýnir leikkonu í hlutverki Katrínar í myndinni The Scarlet Empress frá 1934. Hver er leikkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða öld var Katrín uppi?

2.  Katrín var keisaraynja í Rússlandi, vissulega, en hún var ekki rússnesk, heldur var hún í allar ættir ... hverrar þjóðar?

3.  Langafi hennar í móðurætt hafði þó verið kóngur. Það var samt í öðru landi. Sá hét Friðrik og yfir hvaða landi hafði hann ríkt?

4.  Katrín giftist svo til Rússlands og inn í rússnesku keisaraættina sem kallaðist ... hvað?

5.  Hver var höfuðborg Rússlands á dögum Katrínar miklu?

6.  Katrín var að ýmsu leyti upplýstur þjóðhöfðingi miðað við sína tíma og átti til dæmis í heilmiklum bréfaskriftum við einn helsta frömuð hinnar svokölluðu Upplýsingar. Hvað hét þessi franski pennavinur keisaraynjunnar?

7. Þegar Katrín var við völd höfðu Rússar þegar lagt undir sig mikil svæði í Síberíu, Mið-Asíu og víðar, auk landa sinna í Evrópu. En hún varð fyrst rússneskra leiðtoga til að næla í nýlendu utan Asíu eða Evrópu. Hvaða landsvæði var það?

8.  Undir lok stjórnartíðar sinnar í Rússlandi átti Katrín þátt í því, ásamt Þjóðverjum og Austurríkismönnum, að lima sundur ríki eitt á svæðinu, sem fyrrum hafði verið í hópi stórvelda. Nú hvarf þetta stóra ríki af landakortinu í meira en heila öld uns það var sjálfstætt á ný eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvaða ríki var þetta?

9.  Miklar og tilhæfulausar kjaftasögur voru sagðar af kynlífsfíkn Katrínar og því var meira að segja haldið fram að hún hefði dáið, beinlínis sprungið, þegar hún átti sín síðustu mök. Sagan er illkvittinn þvættingur, en með hverjum átti hún að hafa verið að eðla sig?

10.  Einn helsti ráðgjafi Katrínar, og elskhugi um tíma, hann var gjarnan sagður hafa látið snyrta framhliðina á húsum í þeim þorpum, sem Katrín átti leið um í vagni sínum, svo hún héldi að þar væri allt í blóma. Slík „leiktjöld“ til að fegra raunverulegt ástand eru síðan kennd við þennan ráðgjafa. Hvað hét hann?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver leikur Katrínu hér í nýlegri sjónvarpsseríu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Átjándu öld.

2.  Þýsk.

3.  Danmörku.

4.  Romanov.

5.  Sánkti Pétursborg.

6.  Voltaire.

7.  Alaska.

8.  Pólland.

9.  Hesti.

10.  Potemkin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Marlene Dietrich í hlutverki Katrínar.

Á neðri myndinni hefur Helen Mirren brugðið sér í hlutverk hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár