Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

639. spurningaþraut: Hvar eru Donald og Melania stödd?

639. spurningaþraut: Hvar eru Donald og Melania stödd?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan prýddi auglýsingaplakat fyrir hvaða bíómynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Vinir tveir hétu Alexandrescu og Iordanescu. Frá hvaða landi er langsennilegast að þeir séu ættaðir?

2.  Hvaða fljót rennur milli amerísku ríkjanna New Jersey og New York?

3.  Hvenær hófust byggingaframkvæmdir í Breiðholtshverfi I í Reykjavík? Hér má muna fjórum árum til eða frá.

4.  Í hvaða sjónvarpsseríum eigast þær við, ættirnar Stark og Targaryan?

5.  Hvaða dýrategundum tilheyra allra smæstu hryggdýrin?

6.  Í hvaða hafi segir veðurfyrirbrigðið El Nino reglulega til sín?

7.  Hin svonefndu „Fljúgandi virki“ komu mjög við sögu síðari heimsstyrjaldar. Hvaða ríki hélt úti þessum fljúgandi virkjum?

8.  Hvar nam landnámsmaðurinn Skallagrímur land?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Tuvalu?

10.  Pierre Gassendi hét franskur heimspekingur og vísindamaður sem uppi var á fyrri hluta sautjándu aldar. Hann fékkst við ýmislegt og varð fyrstur til að reyna að mæla ákveðið fyrirbrigði. Til mælinganna þurfti hann að fá lánaðar allnokkrar fallbyssur hjá franska kónginum. Hvað var Gassendi að mæla, eða reyna að mæla?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar eru Donald og Melania Trump stödd á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rúmeníu.

2.  Hudson.

3.  1967, svo rétt er 1963-1071. Sjá hér, bls. 39.

4.  Krúnuleikunum, Game of Thrones.

5.  Froskum.

6.  Kyrrahafinu.

7.  Bandaríkin.

8.  Í Borgarfirði.

9.  Eyjaálfu.

10.  Hraða hljóðsins.

***

Svör við aukaspurningum:

Bíómyndin er Gone With the Wind, eða Á hverfanda hveli.

Þau Trump-hjónin eru stödd við Taj Mahal grafhýsið á Indlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár