Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan prýddi auglýsingaplakat fyrir hvaða bíómynd?
***
Aðalspurningar:
1. Vinir tveir hétu Alexandrescu og Iordanescu. Frá hvaða landi er langsennilegast að þeir séu ættaðir?
2. Hvaða fljót rennur milli amerísku ríkjanna New Jersey og New York?
3. Hvenær hófust byggingaframkvæmdir í Breiðholtshverfi I í Reykjavík? Hér má muna fjórum árum til eða frá.
4. Í hvaða sjónvarpsseríum eigast þær við, ættirnar Stark og Targaryan?
5. Hvaða dýrategundum tilheyra allra smæstu hryggdýrin?
6. Í hvaða hafi segir veðurfyrirbrigðið El Nino reglulega til sín?
7. Hin svonefndu „Fljúgandi virki“ komu mjög við sögu síðari heimsstyrjaldar. Hvaða ríki hélt úti þessum fljúgandi virkjum?
8. Hvar nam landnámsmaðurinn Skallagrímur land?
9. Í hvaða heimsálfu er ríkið Tuvalu?
10. Pierre Gassendi hét franskur heimspekingur og vísindamaður sem uppi var á fyrri hluta sautjándu aldar. Hann fékkst við ýmislegt og varð fyrstur til að reyna að mæla ákveðið fyrirbrigði. Til mælinganna þurfti hann að fá lánaðar allnokkrar fallbyssur hjá franska kónginum. Hvað var Gassendi að mæla, eða reyna að mæla?
***
Seinni aukaspurning:
Hvar eru Donald og Melania Trump stödd á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rúmeníu.
2. Hudson.
3. 1967, svo rétt er 1963-1071. Sjá hér, bls. 39.
4. Krúnuleikunum, Game of Thrones.
5. Froskum.
6. Kyrrahafinu.
7. Bandaríkin.
8. Í Borgarfirði.
9. Eyjaálfu.
10. Hraða hljóðsins.
***
Svör við aukaspurningum:
Bíómyndin er Gone With the Wind, eða Á hverfanda hveli.
Þau Trump-hjónin eru stödd við Taj Mahal grafhýsið á Indlandi.
Athugasemdir