Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Sigurinn er barnabörnum mínum að þakka, þau reistu mig upp þegar ég bugaðist“

„Barna­börn­in frels­uðu mig þeg­ar ég gafst upp eft­ir að end­urupp­töku­nefnd­in synj­aði því að mitt mál yrði tek­ið upp að nýju fyr­ir tæp­um fimm ár­um,“ seg­ir Erla Bolla­dótt­ir sem fagn­ar nú nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur frá því í morg­un þar sem ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar um að hafna end­urupp­töku vegna dóms Erlu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­inu var felld úr gildi.

„Sigurinn er barnabörnum mínum að þakka, þau reistu mig upp þegar ég bugaðist“
Stærsti sigurinn til þessa Erla segist hafa verið að berjast fyrir réttlæti í máli sínu í 23 ár. Mynd: mbl / Eggert Jóhannesson

„Ég hef því verið að berjast fyrir þessu réttlæti í næstum 23 ár og úrskurður héraðsdóms í morgun er stærsti sigurinn hingað til.“ Þetta segir Erla Bolladóttir en í morgun felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar sem hafði hafnað endurupptöku á dómi Erlu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.  

Mæðgur fagnaErla fagnar niðurstöðu Héraðsdóms í morgun ásamt dóttur sinni, Guðbjörgu Lindu Hartmannsdóttur.

Erla stefndi íslenska ríkinu og ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur árum. Hún krafðist þess að úrskurður endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu frá árinu 2017 um að synja endurupptöku dóms hennar yrði felldur úr gildi en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að mál allra sem sakfelldir voru árið 1980, nema Erlu, skyldu fara aftur fyrir dómstóla en Erla var dæmd fyrir að bera rangar sakir á menn. 

„Ég byrjaði að leita réttlætis fyrir mig og fyrir okkur öll sem búum hér á Íslandi árið 1999 en þá hafði ég búið í Suður Afríku í fimm ár og var nýkomin aftur heim. Ég hef því verið að berjast fyrir þessu réttlæti í næstum 23 ár og úrskurður héraðsdóms í morgun er stærsti sigurinn hingað til,“ segir Erla í samtali við Stundina. Erla var sem fyrr segir dæmd fyrir meinsæri í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu árið 1980.

Segir synjun nefndarinnar hafa verið hræðilegt áfall

Í byrjun árs 2017 hafnaði endurupptökunefnd því að mál hennar yrði tekið fyrir að nýju.  Erla segist lítið muna eftir þessum degi í febrúar árið 2017 þegar niðurstaða nefndarinnar var birt. 

„Ég var á skrifstofu Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns míns og við vorum að lesa skýrsluna og í minningunni finnst mér eins og ég hafi misst máttinn og runnið út af stólnum, það gerðist ekki en það er dökkt ský yfir minningu þessa augnabliks á skrifstofunni. Þetta var hræðilegt áfall,“ segir Erla.

Hún segist hafa farið heim og viljað vera ein. „En fljótlega eftir að ég kom heim hringdi dóttir mín í mig og bað mig að koma og vera hjá sér, manninum sínum og börnum þeirra um helgina. Ég var mjög langt niðri andlega og vildi helst vera ein en svo langaði mig líka til að sjá barnabörnin.  Ég fór því til þeirra og gisti þar,“ segir Erla.

„Drengurinn frelsaði mig með þessari spurningu og ég sá að lífið var meira en þessi barátta en að ég ætlaði að halda henni áfram“

Hún segir að börnin hafi fengið skýr fyrirmæli um að vekja hana ekki um morguninn. „Þeim var sagt að ég væri að hvíla mig af því að ég væri dálítið leið. En þegar ég vaknaði um morguninn voru þau öll þrjú komin uppí og sátu til fóta í rúminu. Ég sé þessi kríli þrjú horfandi á mig og ég tárast og þá spyr sú elsta sem þá var átta ára af hverju ég sé að gráta og ég segist nú bara vera með smá tár í augunum. Þá segir strákurinn sem var sex ára: „Amma áttu tyggjó?“ Og við það gerðist eitthvað innra með mér. Drengurinn frelsaði mig með þessari spurningu og ég sá að lífið var meira en þessi barátta en að ég ætlaði að halda henni áfram. Lífið getur líka verið tyggjó,“ segir Erla og hlær. „Ég var að bugast og barnabörnin reistu mig upp og ég vildi halda áfram vegna þeirra og komandi kynslóða. Það hljómar kannski dramatískt en þannig er það bara þetta er mikið atriði fyrir alla Íslendinga, þannig hef ég alltaf hugsað þetta mál. Að þetta sé mál allra, ekki bara mitt en það stendur upp á mig að gera eitthvað í því og þegar lesið var upp dómsorð í héraðsdómi í morgun sá ég loks fyrir endann á því,“ segir Erla Bolladóttir.

Löng baráttaErla ræðir hér við lögmann sinn, Ragnar Aðalsteinsson.

staréttarmálsins nr. 214/1978, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár