Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jóladaður, áramót og Gullöld sveiflunnar

Atli Arnarson & Halldór Eldjárn

Hvar? Mengi

Hvenær? 29. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 2.000 kr. 

Atli Arnarson og Halldór Eldjárn bjóða til tónleika í Mengi. Atli vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem kemur út árið 2022 en þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk. Halldór hefur undanfarið samið tónlist undir eigin nafni en fyrsta platan hans Poco Apollo fjallar um tunglferðir og er samin með hjálp gervigreindar. 

Dömur og herra – Jóladaður

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 30. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Á jóladaginn sjötta færir jólasveinninn þér … Jólalegt burlesk á Tjarnarbakka! Jólaenglarnir í burlesk-hópnum Dömur og herra verða í, og úr, hátíðabúningi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 30. desember kl. 21 og jóla yfir bæði sig og þig. Grín! Glens! Óvæntar uppákomur! Þrif! Bakstur! Endurvinnsla! Jólatré! Sprengjur! Stjörnuljós! Megrun! Jóladón! Allt þetta og meira til! Ekki neita þér um hina einu sönnu jólarest!

Áramótatónleikar Elju

Hvar? Harpa

Hvenær? 2. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr. 

Elja, kammersveit ungra hljóðfæraleikara, ætlar að byrja árið 2022 með hvelli! Áramótatónleikar Elju verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudagskvöldið 2. janúar. Glæsileg dagskrá verður á tónleikunum og þar á meðal er harmonikkukonsert Finns Karlssonar sem í flutningi Elju hlaut verðlaunin „verk ársins“ í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020.

Morgunkorn um myndlist: Hrafnkell Sigurðsson

Hvar? Listasafn Reykjavíkur

Hvenær? 5. janúar kl. 9 

Aðgangseyrir? Ókeypis en skráningar krafist

Gestur Morgunkorns janúarmánaðar er Hrafnkell Sigurðsson. Verk Hrafnkels, Upplausn, verður sýnt á yfir 350 skjám Billboard um alla Reykjavíkurborg yfir tímabilið 1.–5. janúar 2022 en hann var valinn úr hópi 50 umsækjenda sem myndlistarmaður Auglýsingahlés Billboard. Morgunkorn um myndlist fer fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í formi morgunfunda.

Stórsveit Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar

Hvar? Harpa

Hvenær? 9. janúar kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.990–9.990 kr

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu nýárstónleika, „Gullöld sveifunnar“, í Eldborg 9. janúar kl. 20. Tónleikarnir eru helgaðir tímabilinu 1930–50 þegar stórsveitir réðu ríkjum á jörðinni og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri.

BÍÓTEKIÐ: ATÓMSTÖÐIN

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 9. janúar kl. 17

Aðgangseyrir? 1.000 kr.

Sýndar verða valdar íslenskar og norrænar kvikmyndir í Bíó Paradís einn sunnudag í hverjum mánuði, frá 9. janúar, til 3. apríl. Atómstöðin er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness. Eftir sýningu verður boðið upp á veitingar og aðstandandi kvikmyndarinnar og kvikmyndafræðingur svara spurningum úr sal.

Nýdönsk í Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvar? Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvenær? 14. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 8.990 kr.

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói í janúarbyrjun en þetta er orðin hefð eftir vel heppnaða tónleika síðustu árin. Nýdönsk er í fantaformi enda nýkomin úr kosningaham þar sem framsækin kosningabarátta hljómsveitarinnar vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Hljómsveitin mun flytja sín þekktustu og skemmtilegustu lög á tónleikunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár