Kolbeinsey
Kolbeinsey er heimspekileg ærslasaga um allt sem við erum að glata, skrifuð af endalausri hlýju, gáfum og kímni – og glöggu óþoli fyrir samtímanum. Fyrst og fremst er þetta þó einfaldlega mergjuð saga um hvað það er andskoti erfitt stundum að vera manneskja – en drepfyndið um leið. Já, og einfaldlega magnaðasta bókin sem ég náði að lesa fyrir þessi jól.
Hlutverk Kolbeinseyjar í bókinni er lengi að vitrast manni almennilega, en hún yrkir sig inn í hefð afskekktra eyja í mannkyns- og bókmenntasögunni. Napóleon og Sankti Helena koma við sögu og þótt Drangey Grettis sé ekki nefnd er hún einhvern veginn alltumlykjandi, þetta er nútíma Grettissaga á sinn hátt. En manni verður líka hugsað til verka á borð við Fight Club, The Square, Engla alheimsins og sérstaklega Gaukshreiðursins. Enda áðurnefnd hjúkrunarkona kostuleg og grótesk persóna, eins og Ratched hjúkrunarkona hefði verið skrúfuð rækilega upp, hún er fulltrúi hinnar röklegu firringar, fulltrúi kerfisins og skortsins á ímyndunarafli. Og hún ein öðlast nafn, þótt uppnefni sé, er kölluð Maddam Hríslukvist þegar líður á bókina.
Það einkennilega við þessa mögnuðu en kynjóttu bók er þó að fæstar lýsingar fanga hana almennilega – annaðhvort hljómar hún eins og miklu meiri farsi en raunin er eða miklu alvarlegri en hún er. Enda er hún iðulega …
Athugasemdir