Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bara brotnar manneskjur segja satt

Kol­beins­ey er nyrsti oddi Ís­lands og sam­nefnd bók fjall­ar um fólk sem er á nyrsta odda til­ver­unn­ar, við það að detta út af landa­kort­inu. Við vit­um ekki hvað þetta fólk heit­ir, það er bú­ið að glata nöfn­um sín­um, sögu­mað­ur seg­ir aldrei til nafns og veit­ir öðr­um per­són­um líka nafn­leynd, kall­ar þær ein­göngu lýs­andi nöfn­um eins og „þung­lyndi vin­ur minn“, „kær­ast­an“, „mín fyrr­ver­andi“, „son­ur minn“, „trúba­dor­inn“ og „hjúkr­un­ar­kon­an“.

Bara brotnar manneskjur segja satt
Tilvitnun úr Kolbeinsey: „Kaldhæðni er ágætt stílbragð til að miðla hugsun, en sem lífsafstaða er hún sjúkdómur.“ Mynd: Kjartan Hallur
Bók

Kol­beins­ey

Höfundur Bergsveinn Birgisson
Bjartur
208 blaðsíður
Niðurstaða:

Kolbeinsey er heimspekileg ærslasaga um allt sem við erum að glata, skrifuð af endalausri hlýju, gáfum og kímni – og glöggu óþoli fyrir samtímanum. Fyrst og fremst er þetta þó einfaldlega mergjuð saga um hvað það er andskoti erfitt stundum að vera manneskja – en drepfyndið um leið. Já, og einfaldlega magnaðasta bókin sem ég náði að lesa fyrir þessi jól.

Gefðu umsögn

Hlutverk Kolbeinseyjar í bókinni er lengi að vitrast manni almennilega, en hún yrkir sig inn í hefð afskekktra eyja í mannkyns- og bókmenntasögunni. Napóleon og Sankti Helena koma við sögu og þótt Drangey Grettis sé ekki nefnd er hún einhvern veginn alltumlykjandi, þetta er nútíma Grettissaga á sinn hátt. En manni verður líka hugsað til verka á borð við Fight Club, The Square, Engla alheimsins og sérstaklega Gaukshreiðursins. Enda áðurnefnd hjúkrunarkona kostuleg og grótesk persóna, eins og Ratched hjúkrunarkona hefði verið skrúfuð rækilega upp, hún er fulltrúi hinnar röklegu firringar, fulltrúi kerfisins og skortsins á ímyndunarafli. Og hún ein öðlast nafn, þótt uppnefni sé, er kölluð Maddam Hríslukvist þegar líður á bókina.

Það einkennilega við þessa mögnuðu en kynjóttu bók er þó að fæstar lýsingar fanga hana almennilega – annaðhvort hljómar hún eins og miklu meiri farsi en raunin er eða miklu alvarlegri en hún er. Enda er hún iðulega …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu