Bara brotnar manneskjur segja satt

Kol­beins­ey er nyrsti oddi Ís­lands og sam­nefnd bók fjall­ar um fólk sem er á nyrsta odda til­ver­unn­ar, við það að detta út af landa­kort­inu. Við vit­um ekki hvað þetta fólk heit­ir, það er bú­ið að glata nöfn­um sín­um, sögu­mað­ur seg­ir aldrei til nafns og veit­ir öðr­um per­són­um líka nafn­leynd, kall­ar þær ein­göngu lýs­andi nöfn­um eins og „þung­lyndi vin­ur minn“, „kær­ast­an“, „mín fyrr­ver­andi“, „son­ur minn“, „trúba­dor­inn“ og „hjúkr­un­ar­kon­an“.

Bara brotnar manneskjur segja satt
Tilvitnun úr Kolbeinsey: „Kaldhæðni er ágætt stílbragð til að miðla hugsun, en sem lífsafstaða er hún sjúkdómur.“ Mynd: Kjartan Hallur
Bók

Kol­beins­ey

Höfundur Bergsveinn Birgisson
Bjartur
208 blaðsíður
Niðurstaða:

Kolbeinsey er heimspekileg ærslasaga um allt sem við erum að glata, skrifuð af endalausri hlýju, gáfum og kímni – og glöggu óþoli fyrir samtímanum. Fyrst og fremst er þetta þó einfaldlega mergjuð saga um hvað það er andskoti erfitt stundum að vera manneskja – en drepfyndið um leið. Já, og einfaldlega magnaðasta bókin sem ég náði að lesa fyrir þessi jól.

Gefðu umsögn

Hlutverk Kolbeinseyjar í bókinni er lengi að vitrast manni almennilega, en hún yrkir sig inn í hefð afskekktra eyja í mannkyns- og bókmenntasögunni. Napóleon og Sankti Helena koma við sögu og þótt Drangey Grettis sé ekki nefnd er hún einhvern veginn alltumlykjandi, þetta er nútíma Grettissaga á sinn hátt. En manni verður líka hugsað til verka á borð við Fight Club, The Square, Engla alheimsins og sérstaklega Gaukshreiðursins. Enda áðurnefnd hjúkrunarkona kostuleg og grótesk persóna, eins og Ratched hjúkrunarkona hefði verið skrúfuð rækilega upp, hún er fulltrúi hinnar röklegu firringar, fulltrúi kerfisins og skortsins á ímyndunarafli. Og hún ein öðlast nafn, þótt uppnefni sé, er kölluð Maddam Hríslukvist þegar líður á bókina.

Það einkennilega við þessa mögnuðu en kynjóttu bók er þó að fæstar lýsingar fanga hana almennilega – annaðhvort hljómar hún eins og miklu meiri farsi en raunin er eða miklu alvarlegri en hún er. Enda er hún iðulega …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár